Karlastarf-kvennastarf Linda Björg Árnadóttir skrifar 7. september 2020 10:30 Rétt fyrir aldamótin síðustu þá stóð Reykjavíkurborg ásamt öðrum fyrir alþjóðlegum tískuviðburði á Íslandi. Efnt var til samkeppni um hvaða hönnuðir tækju þátt í tilkomumikilli sýningu í Bláa Lóninu en til stóð að bjóða mikilvægu fólki úr tískuiðnaðnum og blaðamönnun alþjóðlegra tískublaða. Erlendur dómari átti að dæma keppnina og var það enginn annar en Jeremy Scott sem var þá nýjasta stjarnan í tískuheiminum og kom hann hingað til lands í gegnum Björk Guðmundsdóttur en hún var mikið í hönnun hans á þessum tíma. Daginn sem hann kom til landsins fór hann beint niður á skrifstofur Reykjavíkurborgar með það í huga að skoða innsendar tillögur og velja þátttakendur. Þá var honum tjáð af konunum sem unnu á Menningarskrifstofunni að þær væru bara búnar að þessu, þ.e. velja þá hönnuði sem fengju að taka þátt. Þær væru bara alveg með þetta og vissu allt um tísku og væru mjög „smart“ og að hann gæti bara farið upp á hótel. Þetta var auðvitað leiðrétt og fékk Jeremy að lokum að velja þær tillögur sem honum þótti hlutskarpastar. Hvað eftir annað á mínum 30 ára ferli hef ég lent í þessu að fólk, aðallega konur telja sig „alveg vera með þetta“ og af því að þær eru svo „smekklegar“ þá vita þær jafnmikið eða meira um fatahönnun en vel menntað fagfólk með góða menntun og reynslu í faginu. Ég get alveg sætt mig við að í íslensku samfélagi sé ekki skilningur á því hvað þarf til að hafa góða fagþekkingu á tísku og fatahönnun og þegar Hönnunardeild Listaháskóla Íslands var stofnuð árið 2001 taldi ég að þarna yrði til vin þekkingar og að fatahönnun yrði metin að verðleikum og að jöfnu við hinar hönnunardeildirnar. Þannig var það reyndar í fyrstu en síðan hefur runnið upp fyrir mér að fagið fatahönnun stendur ekki jafnfætis öðrum hönnunarfögum innan skólans og ég veit hvaða ástæður eru fyrir því. Fatahönnunardeildin er þremur árum eldri en arkitektadeildin en samt eru fjórir prófessorar starfandi í arkitektadeild en enginn í fatahönnun. Eftir að hafa spurst fyrir um ástæður þess fékk ég þær upplýsingar frá starfsmannastjóra LHÍ að það eru prófessorar starfandi í fjórum deildum af fimm og er listkennsludeild sú deild þar sem ekki starfar prófessor og svo er fatahönnunardeildin eina deildin innan hönnunardeildar þar sem ekki er prófessorsstaða. Einmitt, það eru kvennafögin þar sem að ekki eru ráðnir prófessorar. Fatahönnun og listkennsla. Þetta eru fög sem greinilega er svo lítils metin innan LHÍ að þau þykja ekki þess verð að að þar sinni prófessor kennslu. Það er þó nóg af vel menntuðu fólki í þessum greinum í okkar samfélagi sem hægt væri að ráða í slíkar stöður sem hafa jafnmikla eða jafnvel meiri menntun og reynslu og aðrir sem hafa verið ráðnir í stöður prófessors innan LHÍ. Prófessorar við skólann eru með mjög mismunandi mikla menntun og virðast ekki vera neinar reglur innan LHÍ hvaða menntun og reynsla þarf til þess að einstaklingur sé ráðinn í akademíska stöðu. Þetta er í andstöðu við aðra háskóla t.d. Háskóla Íslands þar sem vel er skilgreint hvaða menntun og aðrar kröfur séu gerðar til þeirra sem hljóta akademískar nafnbætur og störf. Það virðist hins vegar vera sem geðþóttaákvarðanir ráða ríkjum við ráðningu á akademísk störf hjá Listaháskóla Íslands. Einn nemandi hefur lokið mastersnámi í fatahönnun við meistaranámsdeildina í LHÍ. Þar var valinn arkitekt til þess að vera leiðbeinandi þess verkefnis. Það var augljóslega gert vegna þess að arkitektar þykja vera með svo mikla og mikilvæga þekkingu að þeir vita jafnvel meira um fatahönnun heldur enn fatahönnuðir. Verkefnið var svo lélegt að gæðum að það hefði aldrei verið samþykkt sem BA verkefni. Við í fatahönnunardeild reyndum að vekja máls á þessu að þetta væri ekki rétt aðferð en það var bara sussað á okkur eins og ég hef margoft upplifað vera gert þegar ég tel mig vera að tala af þekkingu og reynslu um mitt fag innan skólans. Þetta viðhorf gangvart fathönnun sem fræðigrein er til komið vegna þess að fatahönnun er kvennafag og virðingin sem borin er fyrir arkitektum er til komin vegna þess að það er karlafag. Eftir að hafa unnið í þessu fagi í 30 ár þá er það því miður mín reynsla að einmitt þetta sé ástæðan. Skortur á virðingu fyrir hinum klassísku kvennafögum er innbyggð inn í menningu okkar og samfélag. Á fyrstu árum Hönnuðadeildarinnar var kostnaður við hvern nemanda sá sami við allar deildirnar. Því skapaðist töluvert svigrúm til þess að flytja inn áhugaverða gestakennara sem voru að vinna í faginu úti í heimi. Sá tími er liðinn. Á síðastliðnum árum hefur verið skorið grimmt niður í fatahönnunardeildinni. Það má leiða líkum að því að þessi mikli niðurskurður sem fatahönnunardeildin hefur mátt þola hafi verið gerður til þess að fjármagna fjóra prófessora í arkitektadeild. Kostnaður við hvern nemenda í hönnuðadeildunum fjórum ætti að vera svipaður þar sem að kennsla fer fram með sama hætti á meðan að í listkennslunni er hann lægri en t.d. í leiklist er hann mun hærri og vegna þess með hvaða hætti kennslan fer fram. Núna hefur kostnaður vegna menntunar fatahönnuða hríðlækkað og allt hefur verið skorið niður sem hægt væri að skera. Væri ekki bara sanngjarnt að nemendur í fatahönnun greiddu miklu lægri skólagjöld við LHÍ? Meirihluti starfsmanna LHÍ eru konur. Það virðist því miður ekki hafa þau áhrif að konur og kvennastörf öðlist og njóti þeirrar virðingar sem þeim ber nema síður sé. Vonandi sjá stjórnendur skólans að sér í þessum málum og hafi jafnrétti og virðingu fyrir fagþekkingu að leiðarljósi í framtíðinni. Höfundur er dósent í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tíska og hönnun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Rétt fyrir aldamótin síðustu þá stóð Reykjavíkurborg ásamt öðrum fyrir alþjóðlegum tískuviðburði á Íslandi. Efnt var til samkeppni um hvaða hönnuðir tækju þátt í tilkomumikilli sýningu í Bláa Lóninu en til stóð að bjóða mikilvægu fólki úr tískuiðnaðnum og blaðamönnun alþjóðlegra tískublaða. Erlendur dómari átti að dæma keppnina og var það enginn annar en Jeremy Scott sem var þá nýjasta stjarnan í tískuheiminum og kom hann hingað til lands í gegnum Björk Guðmundsdóttur en hún var mikið í hönnun hans á þessum tíma. Daginn sem hann kom til landsins fór hann beint niður á skrifstofur Reykjavíkurborgar með það í huga að skoða innsendar tillögur og velja þátttakendur. Þá var honum tjáð af konunum sem unnu á Menningarskrifstofunni að þær væru bara búnar að þessu, þ.e. velja þá hönnuði sem fengju að taka þátt. Þær væru bara alveg með þetta og vissu allt um tísku og væru mjög „smart“ og að hann gæti bara farið upp á hótel. Þetta var auðvitað leiðrétt og fékk Jeremy að lokum að velja þær tillögur sem honum þótti hlutskarpastar. Hvað eftir annað á mínum 30 ára ferli hef ég lent í þessu að fólk, aðallega konur telja sig „alveg vera með þetta“ og af því að þær eru svo „smekklegar“ þá vita þær jafnmikið eða meira um fatahönnun en vel menntað fagfólk með góða menntun og reynslu í faginu. Ég get alveg sætt mig við að í íslensku samfélagi sé ekki skilningur á því hvað þarf til að hafa góða fagþekkingu á tísku og fatahönnun og þegar Hönnunardeild Listaháskóla Íslands var stofnuð árið 2001 taldi ég að þarna yrði til vin þekkingar og að fatahönnun yrði metin að verðleikum og að jöfnu við hinar hönnunardeildirnar. Þannig var það reyndar í fyrstu en síðan hefur runnið upp fyrir mér að fagið fatahönnun stendur ekki jafnfætis öðrum hönnunarfögum innan skólans og ég veit hvaða ástæður eru fyrir því. Fatahönnunardeildin er þremur árum eldri en arkitektadeildin en samt eru fjórir prófessorar starfandi í arkitektadeild en enginn í fatahönnun. Eftir að hafa spurst fyrir um ástæður þess fékk ég þær upplýsingar frá starfsmannastjóra LHÍ að það eru prófessorar starfandi í fjórum deildum af fimm og er listkennsludeild sú deild þar sem ekki starfar prófessor og svo er fatahönnunardeildin eina deildin innan hönnunardeildar þar sem ekki er prófessorsstaða. Einmitt, það eru kvennafögin þar sem að ekki eru ráðnir prófessorar. Fatahönnun og listkennsla. Þetta eru fög sem greinilega er svo lítils metin innan LHÍ að þau þykja ekki þess verð að að þar sinni prófessor kennslu. Það er þó nóg af vel menntuðu fólki í þessum greinum í okkar samfélagi sem hægt væri að ráða í slíkar stöður sem hafa jafnmikla eða jafnvel meiri menntun og reynslu og aðrir sem hafa verið ráðnir í stöður prófessors innan LHÍ. Prófessorar við skólann eru með mjög mismunandi mikla menntun og virðast ekki vera neinar reglur innan LHÍ hvaða menntun og reynsla þarf til þess að einstaklingur sé ráðinn í akademíska stöðu. Þetta er í andstöðu við aðra háskóla t.d. Háskóla Íslands þar sem vel er skilgreint hvaða menntun og aðrar kröfur séu gerðar til þeirra sem hljóta akademískar nafnbætur og störf. Það virðist hins vegar vera sem geðþóttaákvarðanir ráða ríkjum við ráðningu á akademísk störf hjá Listaháskóla Íslands. Einn nemandi hefur lokið mastersnámi í fatahönnun við meistaranámsdeildina í LHÍ. Þar var valinn arkitekt til þess að vera leiðbeinandi þess verkefnis. Það var augljóslega gert vegna þess að arkitektar þykja vera með svo mikla og mikilvæga þekkingu að þeir vita jafnvel meira um fatahönnun heldur enn fatahönnuðir. Verkefnið var svo lélegt að gæðum að það hefði aldrei verið samþykkt sem BA verkefni. Við í fatahönnunardeild reyndum að vekja máls á þessu að þetta væri ekki rétt aðferð en það var bara sussað á okkur eins og ég hef margoft upplifað vera gert þegar ég tel mig vera að tala af þekkingu og reynslu um mitt fag innan skólans. Þetta viðhorf gangvart fathönnun sem fræðigrein er til komið vegna þess að fatahönnun er kvennafag og virðingin sem borin er fyrir arkitektum er til komin vegna þess að það er karlafag. Eftir að hafa unnið í þessu fagi í 30 ár þá er það því miður mín reynsla að einmitt þetta sé ástæðan. Skortur á virðingu fyrir hinum klassísku kvennafögum er innbyggð inn í menningu okkar og samfélag. Á fyrstu árum Hönnuðadeildarinnar var kostnaður við hvern nemanda sá sami við allar deildirnar. Því skapaðist töluvert svigrúm til þess að flytja inn áhugaverða gestakennara sem voru að vinna í faginu úti í heimi. Sá tími er liðinn. Á síðastliðnum árum hefur verið skorið grimmt niður í fatahönnunardeildinni. Það má leiða líkum að því að þessi mikli niðurskurður sem fatahönnunardeildin hefur mátt þola hafi verið gerður til þess að fjármagna fjóra prófessora í arkitektadeild. Kostnaður við hvern nemenda í hönnuðadeildunum fjórum ætti að vera svipaður þar sem að kennsla fer fram með sama hætti á meðan að í listkennslunni er hann lægri en t.d. í leiklist er hann mun hærri og vegna þess með hvaða hætti kennslan fer fram. Núna hefur kostnaður vegna menntunar fatahönnuða hríðlækkað og allt hefur verið skorið niður sem hægt væri að skera. Væri ekki bara sanngjarnt að nemendur í fatahönnun greiddu miklu lægri skólagjöld við LHÍ? Meirihluti starfsmanna LHÍ eru konur. Það virðist því miður ekki hafa þau áhrif að konur og kvennastörf öðlist og njóti þeirrar virðingar sem þeim ber nema síður sé. Vonandi sjá stjórnendur skólans að sér í þessum málum og hafi jafnrétti og virðingu fyrir fagþekkingu að leiðarljósi í framtíðinni. Höfundur er dósent í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun