Toni Leistner, leikmaður þýska knattspyrnufélagsins Hamburg, missti stjórn á skapi sínu þar sem hann beið eftir því að fara í viðtal eftir leik í gær, óð upp í stúku og tók í áhorfanda sem hafði angrað hann.
Hamburg, sem er í 2. deild, tapaði 4-1 í bikarleik gegn Dynamo Dresden, liði sem er deild neðar í Þýskalandi, fyrir framan rúmlega 10.000 áhorfendur. Það er mesti fjöldi sem mætt hefur á fótboltaleik í Þýskalandi frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með tilheyrandi samkomutakmörkunum í mars.
Leistner var greinilega heitt í hamsi eftir tapið og hann lét skapið hlaupa með sig í gönur, eftir að hafa þurft að þola það sem hann kallaði „gríðarlega móðgun“ í garð fjölskyldu sinnar frá áhorfanda. Leistner er fæddur í Dresden og lék fyrir liðið framan af ferli sínum.
Hier scheinbar die "wurzel des übels" Grüße an @ToniLeistner .... genauso antwortet Mann darauf ....NICHT! QUELLE: Weiterleitung in Whatsapp Gruppe https://t.co/52Nb7Kc9jq pic.twitter.com/VJbeNdakhZ
— SGD_MatzeTO (@19SGD53_MatzeTO) September 14, 2020
Leistner sagði svo frá því á Instagram að hann hefði þurft að hlusta á ljót orð falla í garð maka síns og dóttur. Hann baðst þó afsökunar á viðbrögðum sínum og lofaði að bregðast ekki aftur svona við, sama hvers konar dónaskap yrði beint að honum.
Á Twitter-reikningi Dresden sagði svo: „Toni Leistner er Dresden strákur með hjartað á réttum stað.“