Listaháskólinn lokaður á morgun vegna fjölgunar smita Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 19:34 Listaháskólinn opnar aftur á mánudag. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. Skólinn opnar aftur á mánudag og verður starfsemin óbreytt að því er fram kemur í tilkynningu til nemenda og starfsmanna skólans. Starfsmenn skólans munu því nýta morgundaginn til þess að fara yfir sóttvarnaaðgerðir með tilliti til frekari úrbóta og sjá hvort smitum haldi áfram að fjölga yfir helgina. Þá mun skólinn fylgjast vel með þróun mála og næstu skrefum sóttvarnayfirvalda. „Meginmarkmið okkar með öllum þeim aðgerðum sem við höfum gripið til nú á haustönninni er ávallt hið sama; að halda kennslu áfram á öllum þeim sviðum sem okkur er kleift með sem eðlilegustum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ. Hún segist binda vonir við það að afrakstur morgundagsins muni minnka líkurnar á því að skólinn þurfi alfarið að styðjast við fjarkennslu enda ætli skólinn að styrkja sóttvarnir innan veggja hans. Líkt og áður er aðeins nemendum og starfsfólki heimilt að heimsækja skólann og þurfa þeir að halda sig innan ákveðinna sóttvarnahólfa. Þá hvetur Fríða nemendur og starfsfólk til þess að halda sig heima finni þau fyrir flensueinkennum. Skynsemin eigi að ráða för. „Við eigum mjög mikið undir því að allir, ekki síst nemendur sem eru uppistaðan í skólastarfinu, sýni ábyrgð í sínum sóttvörnum innan háskólans sem utan.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. Skólinn opnar aftur á mánudag og verður starfsemin óbreytt að því er fram kemur í tilkynningu til nemenda og starfsmanna skólans. Starfsmenn skólans munu því nýta morgundaginn til þess að fara yfir sóttvarnaaðgerðir með tilliti til frekari úrbóta og sjá hvort smitum haldi áfram að fjölga yfir helgina. Þá mun skólinn fylgjast vel með þróun mála og næstu skrefum sóttvarnayfirvalda. „Meginmarkmið okkar með öllum þeim aðgerðum sem við höfum gripið til nú á haustönninni er ávallt hið sama; að halda kennslu áfram á öllum þeim sviðum sem okkur er kleift með sem eðlilegustum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ. Hún segist binda vonir við það að afrakstur morgundagsins muni minnka líkurnar á því að skólinn þurfi alfarið að styðjast við fjarkennslu enda ætli skólinn að styrkja sóttvarnir innan veggja hans. Líkt og áður er aðeins nemendum og starfsfólki heimilt að heimsækja skólann og þurfa þeir að halda sig innan ákveðinna sóttvarnahólfa. Þá hvetur Fríða nemendur og starfsfólk til þess að halda sig heima finni þau fyrir flensueinkennum. Skynsemin eigi að ráða för. „Við eigum mjög mikið undir því að allir, ekki síst nemendur sem eru uppistaðan í skólastarfinu, sýni ábyrgð í sínum sóttvörnum innan háskólans sem utan.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18