Faraldurinn í miklum vexti víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 13:00 Heilbrigðisstarfsmaður hugar að covidsmituðum manni á gjörgæslu í Frakklandi. AP/Jean-Francois Badias Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar virðist í miklum vexti víða um heim. Nokkur ríki hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á milli daga og dauðsföllin nálgast eina milljón. Mikla aukningu má að hluta til rekja til aukinnar skimunar á heimsvísu. Í heildina hafa 30,8 milljónir smitast af Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur, og 957 þúsund hafa dáið. Í Frakklandi var tilkynnt að 13.498 hafi greinst smitaðir á milli daga og hafa þeir aldrei verið fleiri frá því faraldurinn hófst. Alls hafa 442 þúsund smitast þar í landi og 31.274 dáið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Indlandi og á milli daga greindust 92.605 og þar að auki dóu 1.113. Allt frá því í byrjun ágúst hefur fjöldi nýsmitaðra verið hæstur á Indlandi á degi hverjum. Heilt yfir hafa 5,4 milljónir smitast og 86.752 dáið. Sjá einnig: Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Á Bretlandseyjum er útlit fyrir að gripið verði aftur til samkomubanns og harðra sóttvarnarregla. Í gær var tilkynnt að 4.422 hefðu greinst smitaðir á milli daga. Sú tala hefur ekki verið hærri frá því í maí. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, varaði við því í morgun að ef fólk færi ekki að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem væru í gildi yrðu reglurnar hertar verulega. Hancock sagðist hafa miklar áhyggjur af stöðunni og sagði reynsluna sýna að tiltölulega auðvelt sé að missa tökin á bylgjum sem þeirri sem gengur nú yfir Bretland. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að íbúar sem brjóti ítrekað gegn reglum um sóttkví gætu verið sektaðir um allt að tíu þúsund pund, sem eru tæpar tvær milljónir króna. Í Þýskalandi greindust 1.345 á milli daga. Það er langt frá því að vera nærri fjöldanum í mars, þegar rúmlega sex þúsund nýsmitaðir greindust á milli daga. Læknar hafa samt áhyggjur af þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað, samkvæmt frétt Zeit. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.AP/Claudio Bresciani Staðan önnur í Svíþjóð? Svíþjóð virðist enn sem komið er vera að sleppa við þessa bylgju sem virðist nú ganga yfir Evrópu og stóran hluta heimsins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, þar sem vísað er í tölur frá Sóttvarnastofnun Evrópu, er nýgengni smita í Svíþjóð síðustu tvær vikur 30,3 á hverja hundrað þúsund íbúa. Á Spáni er talan 292,2. Í Frakklandi er hún 172,1. Á Bretlandi 61,8 og 69,2 í Danmörku. Öll þessi ríki gripu til umfangsmeiri aðgerða en Svíþjóð gerði í upphafi faraldursins. Á móti kemur að hlutfall látinna á íbúa er mun hærra í Svíþjóð en í öðrum norrænum ríkjum. Í heildina hafa 88.237 smitast og 5.864 dáið. Það samsvarar um 57,5 dauðsföllum á hverja hundrað þúsund íbúa. Sérfræðingar vara einnig við því að enn sé of snemmt að segja til um hvort að stefna yfirvalda í Svíþjóð sé að bera árangur. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagði í samtali við AP fréttaveituna að hann útiloki ekki að önnur bylgja muni skella á landinu. Stíga þurfi varlega til jarðar og þá sérstaklega núna þegar ungt fólk er að snúa aftur til skóla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar virðist í miklum vexti víða um heim. Nokkur ríki hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á milli daga og dauðsföllin nálgast eina milljón. Mikla aukningu má að hluta til rekja til aukinnar skimunar á heimsvísu. Í heildina hafa 30,8 milljónir smitast af Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur, og 957 þúsund hafa dáið. Í Frakklandi var tilkynnt að 13.498 hafi greinst smitaðir á milli daga og hafa þeir aldrei verið fleiri frá því faraldurinn hófst. Alls hafa 442 þúsund smitast þar í landi og 31.274 dáið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Indlandi og á milli daga greindust 92.605 og þar að auki dóu 1.113. Allt frá því í byrjun ágúst hefur fjöldi nýsmitaðra verið hæstur á Indlandi á degi hverjum. Heilt yfir hafa 5,4 milljónir smitast og 86.752 dáið. Sjá einnig: Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Á Bretlandseyjum er útlit fyrir að gripið verði aftur til samkomubanns og harðra sóttvarnarregla. Í gær var tilkynnt að 4.422 hefðu greinst smitaðir á milli daga. Sú tala hefur ekki verið hærri frá því í maí. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, varaði við því í morgun að ef fólk færi ekki að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem væru í gildi yrðu reglurnar hertar verulega. Hancock sagðist hafa miklar áhyggjur af stöðunni og sagði reynsluna sýna að tiltölulega auðvelt sé að missa tökin á bylgjum sem þeirri sem gengur nú yfir Bretland. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að íbúar sem brjóti ítrekað gegn reglum um sóttkví gætu verið sektaðir um allt að tíu þúsund pund, sem eru tæpar tvær milljónir króna. Í Þýskalandi greindust 1.345 á milli daga. Það er langt frá því að vera nærri fjöldanum í mars, þegar rúmlega sex þúsund nýsmitaðir greindust á milli daga. Læknar hafa samt áhyggjur af þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað, samkvæmt frétt Zeit. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.AP/Claudio Bresciani Staðan önnur í Svíþjóð? Svíþjóð virðist enn sem komið er vera að sleppa við þessa bylgju sem virðist nú ganga yfir Evrópu og stóran hluta heimsins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, þar sem vísað er í tölur frá Sóttvarnastofnun Evrópu, er nýgengni smita í Svíþjóð síðustu tvær vikur 30,3 á hverja hundrað þúsund íbúa. Á Spáni er talan 292,2. Í Frakklandi er hún 172,1. Á Bretlandi 61,8 og 69,2 í Danmörku. Öll þessi ríki gripu til umfangsmeiri aðgerða en Svíþjóð gerði í upphafi faraldursins. Á móti kemur að hlutfall látinna á íbúa er mun hærra í Svíþjóð en í öðrum norrænum ríkjum. Í heildina hafa 88.237 smitast og 5.864 dáið. Það samsvarar um 57,5 dauðsföllum á hverja hundrað þúsund íbúa. Sérfræðingar vara einnig við því að enn sé of snemmt að segja til um hvort að stefna yfirvalda í Svíþjóð sé að bera árangur. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagði í samtali við AP fréttaveituna að hann útiloki ekki að önnur bylgja muni skella á landinu. Stíga þurfi varlega til jarðar og þá sérstaklega núna þegar ungt fólk er að snúa aftur til skóla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20
Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33
Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11