Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 17:51 Fólk safnaðist saman við minnisvarða um Taylor í Louisville í dag. AP/Darron Cummings Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna atlögunnar sem Breonna Taylor dó í. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Sá sem var ákærður var ekki ákærður fyrir að hafa banað Taylor. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir en tveir aðrir lögregluþjónar hleyptu úr byssum sínum. Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Hún og kærasti hennar, Kenneth Walker, lágu upp í rúmi og þegar þau heyrðu lætin í lögregluþjónunum óttuðust þau að fyrrverandi kærasti Taylor væri að brjótast inn, samkvæmt Walker. Þegar hurðin að íbúðinni var brotin niður hleypti Walker af einu skoti og særði lögregluþjón. Lögregluþjónarnir hleyptu af fjölmörgum skotum og hæfðu Taylor fimm sinnum. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Hankison var fyrir utan íbúðina og skaut tíu skotum inn um glugga, án þess að sjá inn um gluggann, vegna gluggatjalda. Það er í trássi við reglur lögreglunnar og var honum vikið úr starfi í kjölfarið. Þegar hann var rekinn stóð í uppsagnarbréfi hans að Hankinson hefði sýnt mikið skeytingarleysi gagnvart mannslífum en kúlur frá honum fóru í gegnum íbúð Taylor og inn í íbúð nágranna hennar. Ekkert skota hans hæfði Taylor. Sjá einnig: Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Svo kallaður Grand Jury komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Hankinson. Þá er hópur almennra borgara fenginn til að hlýða á málflutning saksóknara og fara yfir sönnunargögn í málinu fyrir luktum dyrum og taka ákvörðun um hvort ákæra eigi og ef svo er, hverja og fyrir hvað. Sérfræðinar höfðu, samkvæmt New York Times, dregið í efa að nokkur yrði ákærður í málinu og þá aðallega vegna þess að Walker skaut fyrstur úr byssu sinni. Dauði Taylor hefur í samblandi við dauða annarra þeldökkra manna í haldi lögreglu og annarra atvika sem komið hafa upp Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna atlögunnar sem Breonna Taylor dó í. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Sá sem var ákærður var ekki ákærður fyrir að hafa banað Taylor. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir en tveir aðrir lögregluþjónar hleyptu úr byssum sínum. Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Hún og kærasti hennar, Kenneth Walker, lágu upp í rúmi og þegar þau heyrðu lætin í lögregluþjónunum óttuðust þau að fyrrverandi kærasti Taylor væri að brjótast inn, samkvæmt Walker. Þegar hurðin að íbúðinni var brotin niður hleypti Walker af einu skoti og særði lögregluþjón. Lögregluþjónarnir hleyptu af fjölmörgum skotum og hæfðu Taylor fimm sinnum. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Hankison var fyrir utan íbúðina og skaut tíu skotum inn um glugga, án þess að sjá inn um gluggann, vegna gluggatjalda. Það er í trássi við reglur lögreglunnar og var honum vikið úr starfi í kjölfarið. Þegar hann var rekinn stóð í uppsagnarbréfi hans að Hankinson hefði sýnt mikið skeytingarleysi gagnvart mannslífum en kúlur frá honum fóru í gegnum íbúð Taylor og inn í íbúð nágranna hennar. Ekkert skota hans hæfði Taylor. Sjá einnig: Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Svo kallaður Grand Jury komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Hankinson. Þá er hópur almennra borgara fenginn til að hlýða á málflutning saksóknara og fara yfir sönnunargögn í málinu fyrir luktum dyrum og taka ákvörðun um hvort ákæra eigi og ef svo er, hverja og fyrir hvað. Sérfræðinar höfðu, samkvæmt New York Times, dregið í efa að nokkur yrði ákærður í málinu og þá aðallega vegna þess að Walker skaut fyrstur úr byssu sinni. Dauði Taylor hefur í samblandi við dauða annarra þeldökkra manna í haldi lögreglu og annarra atvika sem komið hafa upp
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira