Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Þrjú lið sem berjast fyrir lífi sínu í vetur (10.-12. sæti) Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 12:00 Lárus Jónsson þjálfaði lið Þórs frá Akureyri í fyrra en þjálfar lið Þórs frá Þorlákshöfn í vetur. Vísir/Bára Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta en keppni í deildinni hefst á fimmtudaginn. Við byrjum á því að skoða fallbaráttuna í dag. Þetta verður ekkert auðveldari vetur fyrir Akureyrar-Þórsara en í fyrra og tímabilið verður einnig mjög krefjandi fyrir nafna þeirra úr Þorlákshöfn sem og nýliðana frá Egilsstöðum. Þegar liðin eru að taka inn fjóra til fimm erlenda leikmenn inn í sín lið er erfitt að gera sér nákvæmlega grein fyrir hversu öflug þau verða. Hattarmenn hafa þó mikinn metnað fyrir því að halda sér loksins upp í Domino´s deildinni eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir. Bæði Þórsliðin eru skipta um þjálfara og annar þeirra er að skipta um Þórslið. Hattarmenn búa hins vegar að því að Viðar Örn Hafsteinsson er mættur enn á ný í Domino´s deildina og gleðjast margir í Domino´s Körfuboltakvöldið að fá litríku viðtölin við hann aftur í þáttinn. Það er leiðinlegt að þurfa að spá einhverjum falli úr deildinni en um leið ætti slík spá að gefa umræddum liðum mikla hvatningu til að afsanna slíka hrakspár. Hér fyrir neðan má sjá liðin sem við spáum að endi í tíunda, ellefta og tólfta sæti í Domino´s deildinni í vor. Þórsarar voru í baráttu við Valsmenn um sætið sitt í fyrra en á endanum féll bara eitt lið vegna COVID-19.Vísir/Bára Þór Ak. í 12. sæti: Kórónuveiran bjargar þeim ekki aftur Þórsarar voru á leiðinni niður í 1. deildina í vor en það má segja að kórónuveiran hafi komið þeim til bjargar. Þórsliðið var ekki fallið en þurfti á hálfgerðu kraftaverki í lokaumferðinni til að halda sér í deildinni. KKÍ flautaði mótið af og ákvað að aðeins eitt lið færi niður en ekki tvö. Fyrir vikið héldu Þórsarar sæti sínu en það er erfitt að sjá annað í stöðunni en að þeir hafi bara frestað fallinu um eitt ár. Þórsliðið var lengi að finna þjálfara á liðið sitt en samdi á endanum við Andy Johnston, fyrrum þjálfara beggja meistaraflokkanna hjá Keflavík. Johnston þekkir því deildina sem er kostur fyrir erlendan þjálfara. Keflavíkurliðið byrjaði frábærlega undir stjórn Andy Johnston en þegar álagið og pressan varð meiri eftir áramót þá fór allt í baklás. Síðustu þrír leikir hans voru þrír tapleikir í röð á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þar af tveir þeirra á heimavelli. Andy Johnston þykir varnarsinnaður þjálfari sem er gott fyrir Þórsliðið því það var ekki sóknarleikurinn sem var að búa til stærstu vandræði liðsins í fyrra. Johnston hefur kallað til nýja erlenda leikmenn sem eiga hjálpa ungu Þórsurunum sem hafa vissulega fengið eldskírnina sína á síðustu árum. Þórsarar voru nokkuð heppnir með erlendu leikmennina sína í fyrra en það dugði þó ekki til annars en að vera í ellefta sætinu. Liðið er þegar búið að rifta samningum við einn en framherjinn Rowell Anton Bell „reyndist ekki vera tilbúinn að taka að sér það leiðtogahlutverk sem þarf í hinu okkar unga liði,“ eins og kom fram í frétt á heimasíðu Þórsara. Það er þó ástæða til að búast við því að Spánverjinn og rúmlega tveggja metra framherjinn Ivan Aurrecoechea verði í hópi betri Evrópumanna deildarinnar í vetur en hann spilaði með New Mexico State Aggies í bandaríska háskólaboltanum í fyrra og var með 11,4 stig og 5,6 fráköst að meðaltali á aðeins 24,2 mínútum í leik. Snemma sumars sömdu Þórsarar líka við serbneska framherjann Srdan Stojanovic sem var með 20,0 stig, 5,8 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Fjölni í Domino´s deildinni á síðustu leiktíð en hann er þrusu þriggja stiga skytta. Að auki verður Þórsliðið með tvo Bandaríkjamenn en Jamal Smith er með hollenskt vegabréf. Smith hefur mikla reynslu enda búinn að spila í Belgíu, Hollandi, Kína (2017), Ítalíu (2018) og Þýskalandi (2019). Bandaríkjamaðurinn á blaði verður leikstjórnandinn Dedric Basile. Basile lék síðasta tvö tímabil með sama liðu í finnsku b-deildinni (Oulun NMKY) og þar var hann með 28,7 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali seinna tímabilið sem eru frábærar tölur en hann var ekki að spila þar í efstu deild. Þessi hópur erlendu leikmanna munu þurfa að ná mjög vel saman, bæði innbyrðis sem og með ungu leikmönnum Þórsliðsins ef ekki á illa að fara í vetur. Hinn efnilegi Júlíus Orri Ágústsson verður að stíga stórt skref í vetur ætli Þórsarar að halda sér í deildinni.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Júlíus Orri Ágústsson Hinn nítján ára gamli Júlíus Orri Ágústsson er að fara að byrja sitt fjórða tímabil í meistaraflokki og sitt annað tímabil í stóru hlutverki í Domino´s deildinni. Júlíus er ungur útsjónarsamur bakvörður sem norðanmenn hafa lengi séð fyrir sér að nái langt í boltanum. Júlíuu var að skora yfir tíu stig í leik í fyrra og liðið þarf á enn meiru að halda frá honum á þessu tímabili. Hraður leikur hentaði honum vel og þannig hefur Þórsliðið verið að spila síðustu ár undir stjórn Lárusar Jónssonar. Júlíus var með 10,5 stig og 3,1 stoðsendingu í leik og var að hækka meðalskorið sitt upp í 13,0 stig í leik í sex sigurleikjum liðsins sem segir sýna sögu um mikilvægi hans fyrir liðið þrátt fyrir ungan aldur. Það á því eftir að koma í ljós hvernig Júlíus Orri finnur sig í leikstíl Andy Johnston og hvernig tengslum hann nær við nýja erlenda leikmenn liðsins. Júlíus Orri Ágústsson hefur hins vegar allt til alls til að vera besti íslenski leikmaður Þórsliðsins . Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Þórs frá Akureyri í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um Þór Ak í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Srdan Stojanovic frá Fjölni Dedrick Basile frá Oulun NMKY (Finnland) Rowell Graham frá Valladolid (Spánn) Andy Johnston frá Ura Basket (þjálfari) Ivan Aurrecoechea frá New Mexico State Hlynur Freyr Einarsson frá Tindastól Farnir: Baldur Örn Jóhannesson til Njarðvík Elías Þórir Jóhannsson til Fjölnis Pablo Hernandez til Ponferrada (Spánn) Hansel Atencia til Hauka Hversu langt síðan að Þór Ak.. ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í bikarúrslitaviku: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 2 ár (2018) ... kom upp í deildina: 1 ár (2019) Gengi Þór Ak. í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil: 2019-20 11. sæti í deildinni 2018-19 B-deild (1. sæti) 2017-18 11. sæti í deildinni 2016-17 8. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 B-deild (8. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (7. sæti) Tölur Þór Ak. frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 6. sæti (86,1) Skotnýting: 8. sæti (43,4%) 3ja stiga skotnýting: 9. sæti (32,4%) Þristar í leik: 12. sæti (8,0) Vítanýting: 6. sæti (75,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 12. sæti (95,1) Stolnir boltar í leik: 2. sæti (8,7) Varin skot í leik: 11. sæti (2,0) Skotnýting mótherja: 9. sæti (45,7%) Hlutfall frákasta: 11. sæti (46,1%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 6. sæti (16,8) Hraðaupphlaupsstig í leik: 3. sæti (13,9) Stig í teig í leik: 3. sæti (40,3) Koma Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á Egilstaði er ein stærsta frétt sumarsins í íslenskum körfubolta.Mynd/Instagram síða Hattar Höttur í 11. sæti: Ætla sér að enda flökkulíf síðustu tímabila Höttur er komið upp á ný í Domino´s deildina og enn á ný með það markmið að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins með því að halda liðinu loksins í deildinni. Höttur hefur nefnilega aldrei náð að halda sér í efstu deild og á enn eftir að enda í einhverju öðru en neðsta sæti deildarinnar. Ef einhver maður dreymir um að halda Hetti í Domino´s deildinni þá er það hinn litríki þjálfari liðsins Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar hefur þegar fallið þrisvar sinnum með liðinu, fyrst sem leikmaður vorið 2006 og svo tvisvar sem þjálfari liðins á síðustu fjórum árum. Heimavöllurinn ætti að vera liði eins og Hetti mjög mikilvægur en einu töp liðsins í 1. deildinni í fyrra komu þá á Egilsstöðum. Höttur vann nefnilega alla tíu útileiki sína. Hattarmenn halda tryggð við marga erlenda leikmenn sem hjálpuðu þeim upp í fyrra en þeir hafa að auki bætt við erlendum leikmönnum sem gætu á endanum verið í meirihluti í leikmannahópi liðsins í leikjum vetrarins. Viðar heldur tryggð við króatíska framherjann Matej Karlovic og króatíska bakvörðinn Dino Stipcic. Stipcic byrjaði tímabilið á undan hjá KR í fyrra en kom á Egilsstaði eftir áramót. Hann hefur því verið í eitt og hálft ár hjá Hetti en Karlovic kom í fyrsta sinn austur á síðasta tímabili og var stigahæsti leikmaður Hattarliðsins. Þriðji erlendi leikmaður liðsins sem heldur áfram er spænski framherjinn David Guardia sem skoraði 12,3 stig í leik í 1. deildinni í fyrra. Allir þrír eru þetta reynslumiklir leik sem þekkja vel aðstæður á Egilsstöðum sem er kostur. Góðvinur David Guardia, Juan Luis Navarro, sem ólst upp með honum hjá Valencia hefur nú bæst við og Hötur samdi síðan við bandaríska bakvörðinn Shavar Newkirk sem átti góðan skólaferil í St. Josheps háskólanum og hefur leikið í Pro A í Þýskalandi síðasta eitt og hálfa tímabil. Stærsta breytingin á liðinu er þó án efa koma miðherjans Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar austur. Í fyrsta sinn hefur Höttur náð í einn af stóru bitunum á leikmannamarkaðnum sem sýnir það vel að Hattarmönnum er full alvara með að halda loksins sæti sínu í deildinni. Sigurður Gunnar hefur verið örlagavaldur hjá mörgum liðum hér á landi og síðasta og kannski besta dæmið er uppkoma ÍR-liðsins með hann í teignum fyrir tveimur árum. Höttur hefur styrkt liðið sitt með mörgum aðkomumönnum og sá innflutningur þarf að ganga upp til að liðið geri betur en okkar spá segir til um. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var aðalmaðurinn í ævintýri ÍR-inga vorið 2019.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Sigurður Gunnar Þorsteinsson Það þekkja allir körfuboltaáhugamenn hversu öflugur leikmaður Sigurður Gunnar Þorsteinsson er. Hann bindur saman varnarleikinn og er akkerið í sóknarleiknum. Stóra spurningin er þó hvernig hann kemur undan erfiðum hnémeiðslum og hversu lengi hann verður að ná fullum styrk. Hattarmenn gerðu frábærlega í að ná í Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem hafði farið á kostum með ÍR-liðinu áður en hann sleit krossband í upphafi síðasta tímabils. Eins og þegar hann fór í ÍR þá er Sigurður Gunnar óhræddur við alvöru krefjandi verkefni og það sést vel á því að hann ætli að reyna að skrifa söguna á Egilsstöðum í vetur. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 13,4 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik með ÍR-liðinu þegar Breiðhyltingar fóru alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2019. Hann hefur líka farið alla leið með bæði Keflavík og Grindavík. Sigurður Gunnar þekkir það líka að spila með liði utan suðvesturhornsins því hann er uppalinn á Ísafirði og hóf ferillinn með KFÍ í úrvalsdeildinni. Það er ljóst að verði Sigurður Gunnar upp á sitt besta þá eru Hattarmenn búnir að krækja sig í frábæran leikmann í íslensku deildinni. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Hattar í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið Hattar í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Sigurður Gunnar Þorsteinsson frá ÍR Juan Luis Navarro frá Paterna (Spánn) Shavar Newkirk frá FC Schalke 04 (Þýskaland) Farnir: Ásmundur Hrafn Magnússon frá Hetti Hversu langt síðan að Höttur ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í bikarúrslitaviku: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 2 ár (2018) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi Hattar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (1. sæti) 2018-19 B-deild (4. sæti) 2017-18 12. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (1. sæti) 2015-16 12. sæti í deildinni 2014-15 B-deild (1. sæti) 2013-14 B-deild (4. sæti) 2012-13 B-deild (4. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Tölur Hattar frá tímabilinu 2019-20: Höttur lék ekki í Domino´s deildinni á síðustu leiktíð. Höttur vann 1. deildina eftir að hafa unnið 20 af 22 leikjum sínum þar af alla tíu útileikin. Höttur skoraði 86,9 stig í leik og fékk aðeins á sig 73,4 stig í leik. Davíð Arnar Ágústsson er mikilvægur fyrir Þórsliðið og hluti af kjarnanum sem hefur verið saman lengi.Vísir/Bára Þór Þorl. í 10. sæti: Fjórði þjálfarinn á fjórum árum skipti Þór út fyrir Þór Þór frá Þorlákshöfn er langt frá því að vera nærri því eins sterkt og það var á gullaldarárum liðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Það má því búast við að Þórsarar þurfi líklega að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í vetur frekar en að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Þriðja tímabilið í röð fá leikmenn Þórsliðsins nýja rödd inn í búningsklefann. Íslenski kjarninn hefur ekki breyst mikið á þessum tíma en auðvitað munu erlendir leikmenn ráða miklu um gengi liðsins í vetur. Körfuboltinn hefur verið aðalmálið í Þorlákshöfn í meira en áratug. Þorlákshafnarliðið er að hefja sitt tíunda tímabil í röð í deildinni og byggir áfram á sama kjarna og fyrr. Liðið hefur samt verið á niðurleið síðustu ár frekar en hitt og er ekki líklegt til mikilla afreka í vetur. Lárus Jónsson er fjórði þjálfari Þórsara á fjórum árum eftir hafa verið með mikinn stöðugleika í þjálfaramálum sínunm. Síðasta tímabil Einars Árna Jóhannssonar var 2017-18, Baldur Þór Ragnarsson gerði góða hluti tímabilið 2018-19 og Friðrik Ingi Rúnarsson var með liðið á síðustu leiktíð. Nú er komið að Lárusi Jónssyni. Lárus Jónsson er af suðurlandinu, spilaði stærstan hluta ferils síns með Hamri í Hveragerði og hefur einnig þjálfað Hamarsliðið. Lárus Jónsson skipti Þór Akueyri út fyrir Þór Þorlákshöfn. Akureyrar-Þórsarar stríddu andstæðingum sínum kannski meira en margir bjuggust við síðasta vetur. Þeir buðu upp á hraðann og skemmtilegan bolta og tókst meðal annars að vinna Íslandsmeistara KR. Það má búast við því að Þorlákshafnar Þórsarar spili sama tempóbolta og að sóknarleikurinn blómstri í Þorlákshöfn. Stóru spurningarnar snúast því um varnarleik liðsins. Lárus hefur ákveðið að veðja á Larry Thomas í vetur en Bandaríkjamaðurinn fær nú tækifæri til að sýna það og sanna að hann sé meira en 1. deildarkani. Larry Thomas er á sínu fjórða tímabili á Íslandi en þetta verður hans fyrsta í Domino´s deildinni. Larry Thomas gerði mjög góða hluti í 1. deildinni (24,0 stig, 9,6 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik með Blikum í fyrravetur) en það á eftir að koma í ljós hvort hann sé nógu góður til að skila því krefjandi hlutverki sem hann verður í með Þorlákshafnarliðinu. Emil Karel Einarsson og Halldór Garðar Hermannsson eru kannski ekki gamlir en þeir eru bæði leikja- og stigahæstu leikmenn félagsins í efstu deild og hafa haldið tryggð við sitt félag . Mikilvægi þeirra fyrir Þórsliðið hefur aldrei verið meira en nú og liðið væri eflaust ekki í deildinni hefðu þeir stokkið í burtu. Ragnar Bragason og Davíð Arnar Ágústsson eru síðan tveir aðrir reynsluboltar sem þekkja hvern kima í Þórsliðinu. Þórsarar voru að standa sig vel á Icelandic Glacial-æfingamótinu sínu sem þeir unnu eftir 114-96 sigur á Njarðvík en þeir höfðu áður unnið Keflavíkurliðið. Með sömu frammistöðu verða Þórsarar ekki að berjast við að forðast fallliðin heldur meira að banka á dyr úrslitakeppninnar. Litháinn Adomas Drungilas er greinilega öflugur leikmaður sem setti niður fjóra þrista í Njarðvíkurleiknum. Larry Thomas var líka öflugur og allt liðið setti niður sautján þriggja stiga körfur. Þetta sýnir hvað þeir geta gert í sókninni en geta þeir varist fullmönnuðum liðum. Það á eftir að koma betur í ljós. Þórsliðið kom á óvart undir stjórn Baldurs Þórs Ragnarssonar fyrir tveimur árum og hefur oft náð betri árangri en menn setja fram í spám fyrir tímabilið. Það bendir þó allt til þess að það vanti eitthvað upp á að Þórsarar komist í úrslitakeppnina á þessu tímabili og þeir mega líka passa sig að lenda ekki í fallbaráttunni. Halldór Garðar Hermannsson á ferðinni með Þórsliðinu en leikur liðsins fer mikið í gegnum hann.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Halldór Garðar Hermannsson Það hefur ekkert breyst í Þorlákshöfn. Halldór Garðar Hermannsson er áfram algjör lykilmaður í leik liðsins og hann er fyrir löngu kominn í hóp reynslubolta þrátt fyrir að vera bara 23 ára gamall. Halldór Garðar Hermannsson kom fyrst inn í meistaraflokkinn undir stjórn Benedikts Guðmundssonar fyrir átta árum og er nú að fara að hefja sitt áttunda alvöru tímabil í Domino´s deildinni og það níunda með meistaraflokki Þórs. Halldór Garðar var með 14,9 stig og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino´s deildinni í fyrra en hitti ekki nærri því eins vel og tímabilið á undan. Það kom fyrir að Halldór lenti í erfiðleikum og liðið fann alltaf fyrir því. Hann átti samt stórkostlega leiki inn á milli (26 stig og 12 stoðs. á móti Haukum, 31 stig á móti ÍR og 34 stig á móti Keflavík) og sýndi þar hvað hann er öflugur á góðum degi. Þórsliðið þarf miklu meira af slíkum leikjum frá Halldóri Garðari í vetur ef liðið ætlar að enda ofar og jafnvel komast í úrslitakeppnina. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Þórs Þorl. í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um Þór Þorl. í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Callum Lawson frá Keflavík Adomas Drungilas frá Tartu Ulikool Rock (Eistlandi) Larry Thomas frá Breiðablik Ingimundur Orri Jóhannsson frá Stjörnunni Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar frá Leikni R Farnir: Vincent Bailey til Monthey (Sviss) Jerome Frink til Contern (Lúxemborg) Marko Bakovic til Gorica (Króatía) Magnús Breki Þórðarson til Hrunamanna Hversu langt síðan að Þór Þorl. ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 7 ár (2013) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslitaviku: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 8 ár (2012) ... féll úr deildinni: 13 ár (2007) ... kom upp í deildina: 9 ár (2011) Gengi Þór Þorl. í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 9. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 9. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 7. sæti í deildinni 2013-14 6. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 3. sæti í deildinni Tölur Þór Þorl. frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 12. sæti (79,4) Skotnýting: 6. sæti (43,4%) 3ja stiga skotnýting: 10. sæti (32,1%) Þristar í leik: 9. sæti (9,4) Vítanýting: 11. sæti (70,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 6. sæti (83,5) Stolnir boltar í leik: 10. sæti (6,7) Varin skot í leik: 2. sæti (3,8) Skotnýting mótherja: 7. sæti (44,5%) Hlutfall frákasta: 9. sæti (47,8%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 11. sæti (11,6) Hraðaupphlaupsstig í leik: 7. sæti (11,5) Stig í teig í leik: 9. sæti (34,2) Dominos-deild karla Þór Akureyri Höttur Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta en keppni í deildinni hefst á fimmtudaginn. Við byrjum á því að skoða fallbaráttuna í dag. Þetta verður ekkert auðveldari vetur fyrir Akureyrar-Þórsara en í fyrra og tímabilið verður einnig mjög krefjandi fyrir nafna þeirra úr Þorlákshöfn sem og nýliðana frá Egilsstöðum. Þegar liðin eru að taka inn fjóra til fimm erlenda leikmenn inn í sín lið er erfitt að gera sér nákvæmlega grein fyrir hversu öflug þau verða. Hattarmenn hafa þó mikinn metnað fyrir því að halda sér loksins upp í Domino´s deildinni eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir. Bæði Þórsliðin eru skipta um þjálfara og annar þeirra er að skipta um Þórslið. Hattarmenn búa hins vegar að því að Viðar Örn Hafsteinsson er mættur enn á ný í Domino´s deildina og gleðjast margir í Domino´s Körfuboltakvöldið að fá litríku viðtölin við hann aftur í þáttinn. Það er leiðinlegt að þurfa að spá einhverjum falli úr deildinni en um leið ætti slík spá að gefa umræddum liðum mikla hvatningu til að afsanna slíka hrakspár. Hér fyrir neðan má sjá liðin sem við spáum að endi í tíunda, ellefta og tólfta sæti í Domino´s deildinni í vor. Þórsarar voru í baráttu við Valsmenn um sætið sitt í fyrra en á endanum féll bara eitt lið vegna COVID-19.Vísir/Bára Þór Ak. í 12. sæti: Kórónuveiran bjargar þeim ekki aftur Þórsarar voru á leiðinni niður í 1. deildina í vor en það má segja að kórónuveiran hafi komið þeim til bjargar. Þórsliðið var ekki fallið en þurfti á hálfgerðu kraftaverki í lokaumferðinni til að halda sér í deildinni. KKÍ flautaði mótið af og ákvað að aðeins eitt lið færi niður en ekki tvö. Fyrir vikið héldu Þórsarar sæti sínu en það er erfitt að sjá annað í stöðunni en að þeir hafi bara frestað fallinu um eitt ár. Þórsliðið var lengi að finna þjálfara á liðið sitt en samdi á endanum við Andy Johnston, fyrrum þjálfara beggja meistaraflokkanna hjá Keflavík. Johnston þekkir því deildina sem er kostur fyrir erlendan þjálfara. Keflavíkurliðið byrjaði frábærlega undir stjórn Andy Johnston en þegar álagið og pressan varð meiri eftir áramót þá fór allt í baklás. Síðustu þrír leikir hans voru þrír tapleikir í röð á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þar af tveir þeirra á heimavelli. Andy Johnston þykir varnarsinnaður þjálfari sem er gott fyrir Þórsliðið því það var ekki sóknarleikurinn sem var að búa til stærstu vandræði liðsins í fyrra. Johnston hefur kallað til nýja erlenda leikmenn sem eiga hjálpa ungu Þórsurunum sem hafa vissulega fengið eldskírnina sína á síðustu árum. Þórsarar voru nokkuð heppnir með erlendu leikmennina sína í fyrra en það dugði þó ekki til annars en að vera í ellefta sætinu. Liðið er þegar búið að rifta samningum við einn en framherjinn Rowell Anton Bell „reyndist ekki vera tilbúinn að taka að sér það leiðtogahlutverk sem þarf í hinu okkar unga liði,“ eins og kom fram í frétt á heimasíðu Þórsara. Það er þó ástæða til að búast við því að Spánverjinn og rúmlega tveggja metra framherjinn Ivan Aurrecoechea verði í hópi betri Evrópumanna deildarinnar í vetur en hann spilaði með New Mexico State Aggies í bandaríska háskólaboltanum í fyrra og var með 11,4 stig og 5,6 fráköst að meðaltali á aðeins 24,2 mínútum í leik. Snemma sumars sömdu Þórsarar líka við serbneska framherjann Srdan Stojanovic sem var með 20,0 stig, 5,8 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Fjölni í Domino´s deildinni á síðustu leiktíð en hann er þrusu þriggja stiga skytta. Að auki verður Þórsliðið með tvo Bandaríkjamenn en Jamal Smith er með hollenskt vegabréf. Smith hefur mikla reynslu enda búinn að spila í Belgíu, Hollandi, Kína (2017), Ítalíu (2018) og Þýskalandi (2019). Bandaríkjamaðurinn á blaði verður leikstjórnandinn Dedric Basile. Basile lék síðasta tvö tímabil með sama liðu í finnsku b-deildinni (Oulun NMKY) og þar var hann með 28,7 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali seinna tímabilið sem eru frábærar tölur en hann var ekki að spila þar í efstu deild. Þessi hópur erlendu leikmanna munu þurfa að ná mjög vel saman, bæði innbyrðis sem og með ungu leikmönnum Þórsliðsins ef ekki á illa að fara í vetur. Hinn efnilegi Júlíus Orri Ágústsson verður að stíga stórt skref í vetur ætli Þórsarar að halda sér í deildinni.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Júlíus Orri Ágústsson Hinn nítján ára gamli Júlíus Orri Ágústsson er að fara að byrja sitt fjórða tímabil í meistaraflokki og sitt annað tímabil í stóru hlutverki í Domino´s deildinni. Júlíus er ungur útsjónarsamur bakvörður sem norðanmenn hafa lengi séð fyrir sér að nái langt í boltanum. Júlíuu var að skora yfir tíu stig í leik í fyrra og liðið þarf á enn meiru að halda frá honum á þessu tímabili. Hraður leikur hentaði honum vel og þannig hefur Þórsliðið verið að spila síðustu ár undir stjórn Lárusar Jónssonar. Júlíus var með 10,5 stig og 3,1 stoðsendingu í leik og var að hækka meðalskorið sitt upp í 13,0 stig í leik í sex sigurleikjum liðsins sem segir sýna sögu um mikilvægi hans fyrir liðið þrátt fyrir ungan aldur. Það á því eftir að koma í ljós hvernig Júlíus Orri finnur sig í leikstíl Andy Johnston og hvernig tengslum hann nær við nýja erlenda leikmenn liðsins. Júlíus Orri Ágústsson hefur hins vegar allt til alls til að vera besti íslenski leikmaður Þórsliðsins . Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Þórs frá Akureyri í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um Þór Ak í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Srdan Stojanovic frá Fjölni Dedrick Basile frá Oulun NMKY (Finnland) Rowell Graham frá Valladolid (Spánn) Andy Johnston frá Ura Basket (þjálfari) Ivan Aurrecoechea frá New Mexico State Hlynur Freyr Einarsson frá Tindastól Farnir: Baldur Örn Jóhannesson til Njarðvík Elías Þórir Jóhannsson til Fjölnis Pablo Hernandez til Ponferrada (Spánn) Hansel Atencia til Hauka Hversu langt síðan að Þór Ak.. ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í bikarúrslitaviku: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 2 ár (2018) ... kom upp í deildina: 1 ár (2019) Gengi Þór Ak. í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil: 2019-20 11. sæti í deildinni 2018-19 B-deild (1. sæti) 2017-18 11. sæti í deildinni 2016-17 8. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 B-deild (8. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (7. sæti) Tölur Þór Ak. frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 6. sæti (86,1) Skotnýting: 8. sæti (43,4%) 3ja stiga skotnýting: 9. sæti (32,4%) Þristar í leik: 12. sæti (8,0) Vítanýting: 6. sæti (75,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 12. sæti (95,1) Stolnir boltar í leik: 2. sæti (8,7) Varin skot í leik: 11. sæti (2,0) Skotnýting mótherja: 9. sæti (45,7%) Hlutfall frákasta: 11. sæti (46,1%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 6. sæti (16,8) Hraðaupphlaupsstig í leik: 3. sæti (13,9) Stig í teig í leik: 3. sæti (40,3) Koma Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á Egilstaði er ein stærsta frétt sumarsins í íslenskum körfubolta.Mynd/Instagram síða Hattar Höttur í 11. sæti: Ætla sér að enda flökkulíf síðustu tímabila Höttur er komið upp á ný í Domino´s deildina og enn á ný með það markmið að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins með því að halda liðinu loksins í deildinni. Höttur hefur nefnilega aldrei náð að halda sér í efstu deild og á enn eftir að enda í einhverju öðru en neðsta sæti deildarinnar. Ef einhver maður dreymir um að halda Hetti í Domino´s deildinni þá er það hinn litríki þjálfari liðsins Viðar Örn Hafsteinsson. Viðar hefur þegar fallið þrisvar sinnum með liðinu, fyrst sem leikmaður vorið 2006 og svo tvisvar sem þjálfari liðins á síðustu fjórum árum. Heimavöllurinn ætti að vera liði eins og Hetti mjög mikilvægur en einu töp liðsins í 1. deildinni í fyrra komu þá á Egilsstöðum. Höttur vann nefnilega alla tíu útileiki sína. Hattarmenn halda tryggð við marga erlenda leikmenn sem hjálpuðu þeim upp í fyrra en þeir hafa að auki bætt við erlendum leikmönnum sem gætu á endanum verið í meirihluti í leikmannahópi liðsins í leikjum vetrarins. Viðar heldur tryggð við króatíska framherjann Matej Karlovic og króatíska bakvörðinn Dino Stipcic. Stipcic byrjaði tímabilið á undan hjá KR í fyrra en kom á Egilsstaði eftir áramót. Hann hefur því verið í eitt og hálft ár hjá Hetti en Karlovic kom í fyrsta sinn austur á síðasta tímabili og var stigahæsti leikmaður Hattarliðsins. Þriðji erlendi leikmaður liðsins sem heldur áfram er spænski framherjinn David Guardia sem skoraði 12,3 stig í leik í 1. deildinni í fyrra. Allir þrír eru þetta reynslumiklir leik sem þekkja vel aðstæður á Egilsstöðum sem er kostur. Góðvinur David Guardia, Juan Luis Navarro, sem ólst upp með honum hjá Valencia hefur nú bæst við og Hötur samdi síðan við bandaríska bakvörðinn Shavar Newkirk sem átti góðan skólaferil í St. Josheps háskólanum og hefur leikið í Pro A í Þýskalandi síðasta eitt og hálfa tímabil. Stærsta breytingin á liðinu er þó án efa koma miðherjans Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar austur. Í fyrsta sinn hefur Höttur náð í einn af stóru bitunum á leikmannamarkaðnum sem sýnir það vel að Hattarmönnum er full alvara með að halda loksins sæti sínu í deildinni. Sigurður Gunnar hefur verið örlagavaldur hjá mörgum liðum hér á landi og síðasta og kannski besta dæmið er uppkoma ÍR-liðsins með hann í teignum fyrir tveimur árum. Höttur hefur styrkt liðið sitt með mörgum aðkomumönnum og sá innflutningur þarf að ganga upp til að liðið geri betur en okkar spá segir til um. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var aðalmaðurinn í ævintýri ÍR-inga vorið 2019.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Sigurður Gunnar Þorsteinsson Það þekkja allir körfuboltaáhugamenn hversu öflugur leikmaður Sigurður Gunnar Þorsteinsson er. Hann bindur saman varnarleikinn og er akkerið í sóknarleiknum. Stóra spurningin er þó hvernig hann kemur undan erfiðum hnémeiðslum og hversu lengi hann verður að ná fullum styrk. Hattarmenn gerðu frábærlega í að ná í Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem hafði farið á kostum með ÍR-liðinu áður en hann sleit krossband í upphafi síðasta tímabils. Eins og þegar hann fór í ÍR þá er Sigurður Gunnar óhræddur við alvöru krefjandi verkefni og það sést vel á því að hann ætli að reyna að skrifa söguna á Egilsstöðum í vetur. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 13,4 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik með ÍR-liðinu þegar Breiðhyltingar fóru alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2019. Hann hefur líka farið alla leið með bæði Keflavík og Grindavík. Sigurður Gunnar þekkir það líka að spila með liði utan suðvesturhornsins því hann er uppalinn á Ísafirði og hóf ferillinn með KFÍ í úrvalsdeildinni. Það er ljóst að verði Sigurður Gunnar upp á sitt besta þá eru Hattarmenn búnir að krækja sig í frábæran leikmann í íslensku deildinni. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Hattar í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið Hattar í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Sigurður Gunnar Þorsteinsson frá ÍR Juan Luis Navarro frá Paterna (Spánn) Shavar Newkirk frá FC Schalke 04 (Þýskaland) Farnir: Ásmundur Hrafn Magnússon frá Hetti Hversu langt síðan að Höttur ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í bikarúrslitaviku: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 2 ár (2018) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi Hattar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (1. sæti) 2018-19 B-deild (4. sæti) 2017-18 12. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (1. sæti) 2015-16 12. sæti í deildinni 2014-15 B-deild (1. sæti) 2013-14 B-deild (4. sæti) 2012-13 B-deild (4. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Tölur Hattar frá tímabilinu 2019-20: Höttur lék ekki í Domino´s deildinni á síðustu leiktíð. Höttur vann 1. deildina eftir að hafa unnið 20 af 22 leikjum sínum þar af alla tíu útileikin. Höttur skoraði 86,9 stig í leik og fékk aðeins á sig 73,4 stig í leik. Davíð Arnar Ágústsson er mikilvægur fyrir Þórsliðið og hluti af kjarnanum sem hefur verið saman lengi.Vísir/Bára Þór Þorl. í 10. sæti: Fjórði þjálfarinn á fjórum árum skipti Þór út fyrir Þór Þór frá Þorlákshöfn er langt frá því að vera nærri því eins sterkt og það var á gullaldarárum liðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Það má því búast við að Þórsarar þurfi líklega að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í vetur frekar en að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Þriðja tímabilið í röð fá leikmenn Þórsliðsins nýja rödd inn í búningsklefann. Íslenski kjarninn hefur ekki breyst mikið á þessum tíma en auðvitað munu erlendir leikmenn ráða miklu um gengi liðsins í vetur. Körfuboltinn hefur verið aðalmálið í Þorlákshöfn í meira en áratug. Þorlákshafnarliðið er að hefja sitt tíunda tímabil í röð í deildinni og byggir áfram á sama kjarna og fyrr. Liðið hefur samt verið á niðurleið síðustu ár frekar en hitt og er ekki líklegt til mikilla afreka í vetur. Lárus Jónsson er fjórði þjálfari Þórsara á fjórum árum eftir hafa verið með mikinn stöðugleika í þjálfaramálum sínunm. Síðasta tímabil Einars Árna Jóhannssonar var 2017-18, Baldur Þór Ragnarsson gerði góða hluti tímabilið 2018-19 og Friðrik Ingi Rúnarsson var með liðið á síðustu leiktíð. Nú er komið að Lárusi Jónssyni. Lárus Jónsson er af suðurlandinu, spilaði stærstan hluta ferils síns með Hamri í Hveragerði og hefur einnig þjálfað Hamarsliðið. Lárus Jónsson skipti Þór Akueyri út fyrir Þór Þorlákshöfn. Akureyrar-Þórsarar stríddu andstæðingum sínum kannski meira en margir bjuggust við síðasta vetur. Þeir buðu upp á hraðann og skemmtilegan bolta og tókst meðal annars að vinna Íslandsmeistara KR. Það má búast við því að Þorlákshafnar Þórsarar spili sama tempóbolta og að sóknarleikurinn blómstri í Þorlákshöfn. Stóru spurningarnar snúast því um varnarleik liðsins. Lárus hefur ákveðið að veðja á Larry Thomas í vetur en Bandaríkjamaðurinn fær nú tækifæri til að sýna það og sanna að hann sé meira en 1. deildarkani. Larry Thomas er á sínu fjórða tímabili á Íslandi en þetta verður hans fyrsta í Domino´s deildinni. Larry Thomas gerði mjög góða hluti í 1. deildinni (24,0 stig, 9,6 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik með Blikum í fyrravetur) en það á eftir að koma í ljós hvort hann sé nógu góður til að skila því krefjandi hlutverki sem hann verður í með Þorlákshafnarliðinu. Emil Karel Einarsson og Halldór Garðar Hermannsson eru kannski ekki gamlir en þeir eru bæði leikja- og stigahæstu leikmenn félagsins í efstu deild og hafa haldið tryggð við sitt félag . Mikilvægi þeirra fyrir Þórsliðið hefur aldrei verið meira en nú og liðið væri eflaust ekki í deildinni hefðu þeir stokkið í burtu. Ragnar Bragason og Davíð Arnar Ágústsson eru síðan tveir aðrir reynsluboltar sem þekkja hvern kima í Þórsliðinu. Þórsarar voru að standa sig vel á Icelandic Glacial-æfingamótinu sínu sem þeir unnu eftir 114-96 sigur á Njarðvík en þeir höfðu áður unnið Keflavíkurliðið. Með sömu frammistöðu verða Þórsarar ekki að berjast við að forðast fallliðin heldur meira að banka á dyr úrslitakeppninnar. Litháinn Adomas Drungilas er greinilega öflugur leikmaður sem setti niður fjóra þrista í Njarðvíkurleiknum. Larry Thomas var líka öflugur og allt liðið setti niður sautján þriggja stiga körfur. Þetta sýnir hvað þeir geta gert í sókninni en geta þeir varist fullmönnuðum liðum. Það á eftir að koma betur í ljós. Þórsliðið kom á óvart undir stjórn Baldurs Þórs Ragnarssonar fyrir tveimur árum og hefur oft náð betri árangri en menn setja fram í spám fyrir tímabilið. Það bendir þó allt til þess að það vanti eitthvað upp á að Þórsarar komist í úrslitakeppnina á þessu tímabili og þeir mega líka passa sig að lenda ekki í fallbaráttunni. Halldór Garðar Hermannsson á ferðinni með Þórsliðinu en leikur liðsins fer mikið í gegnum hann.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Halldór Garðar Hermannsson Það hefur ekkert breyst í Þorlákshöfn. Halldór Garðar Hermannsson er áfram algjör lykilmaður í leik liðsins og hann er fyrir löngu kominn í hóp reynslubolta þrátt fyrir að vera bara 23 ára gamall. Halldór Garðar Hermannsson kom fyrst inn í meistaraflokkinn undir stjórn Benedikts Guðmundssonar fyrir átta árum og er nú að fara að hefja sitt áttunda alvöru tímabil í Domino´s deildinni og það níunda með meistaraflokki Þórs. Halldór Garðar var með 14,9 stig og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino´s deildinni í fyrra en hitti ekki nærri því eins vel og tímabilið á undan. Það kom fyrir að Halldór lenti í erfiðleikum og liðið fann alltaf fyrir því. Hann átti samt stórkostlega leiki inn á milli (26 stig og 12 stoðs. á móti Haukum, 31 stig á móti ÍR og 34 stig á móti Keflavík) og sýndi þar hvað hann er öflugur á góðum degi. Þórsliðið þarf miklu meira af slíkum leikjum frá Halldóri Garðari í vetur ef liðið ætlar að enda ofar og jafnvel komast í úrslitakeppnina. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Þórs Þorl. í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um Þór Þorl. í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Callum Lawson frá Keflavík Adomas Drungilas frá Tartu Ulikool Rock (Eistlandi) Larry Thomas frá Breiðablik Ingimundur Orri Jóhannsson frá Stjörnunni Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar frá Leikni R Farnir: Vincent Bailey til Monthey (Sviss) Jerome Frink til Contern (Lúxemborg) Marko Bakovic til Gorica (Króatía) Magnús Breki Þórðarson til Hrunamanna Hversu langt síðan að Þór Þorl. ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 7 ár (2013) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslitaviku: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 8 ár (2012) ... féll úr deildinni: 13 ár (2007) ... kom upp í deildina: 9 ár (2011) Gengi Þór Þorl. í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 9. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 9. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 7. sæti í deildinni 2013-14 6. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 3. sæti í deildinni Tölur Þór Þorl. frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 12. sæti (79,4) Skotnýting: 6. sæti (43,4%) 3ja stiga skotnýting: 10. sæti (32,1%) Þristar í leik: 9. sæti (9,4) Vítanýting: 11. sæti (70,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 6. sæti (83,5) Stolnir boltar í leik: 10. sæti (6,7) Varin skot í leik: 2. sæti (3,8) Skotnýting mótherja: 7. sæti (44,5%) Hlutfall frákasta: 9. sæti (47,8%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 11. sæti (11,6) Hraðaupphlaupsstig í leik: 7. sæti (11,5) Stig í teig í leik: 9. sæti (34,2)
Komnir: Srdan Stojanovic frá Fjölni Dedrick Basile frá Oulun NMKY (Finnland) Rowell Graham frá Valladolid (Spánn) Andy Johnston frá Ura Basket (þjálfari) Ivan Aurrecoechea frá New Mexico State Hlynur Freyr Einarsson frá Tindastól Farnir: Baldur Örn Jóhannesson til Njarðvík Elías Þórir Jóhannsson til Fjölnis Pablo Hernandez til Ponferrada (Spánn) Hansel Atencia til Hauka
Hversu langt síðan að Þór Ak.. ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í bikarúrslitaviku: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: 3 ár (2017) ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 2 ár (2018) ... kom upp í deildina: 1 ár (2019) Gengi Þór Ak. í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil: 2019-20 11. sæti í deildinni 2018-19 B-deild (1. sæti) 2017-18 11. sæti í deildinni 2016-17 8. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 B-deild (8. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (7. sæti) Tölur Þór Ak. frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 6. sæti (86,1) Skotnýting: 8. sæti (43,4%) 3ja stiga skotnýting: 9. sæti (32,4%) Þristar í leik: 12. sæti (8,0) Vítanýting: 6. sæti (75,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 12. sæti (95,1) Stolnir boltar í leik: 2. sæti (8,7) Varin skot í leik: 11. sæti (2,0) Skotnýting mótherja: 9. sæti (45,7%) Hlutfall frákasta: 11. sæti (46,1%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 6. sæti (16,8) Hraðaupphlaupsstig í leik: 3. sæti (13,9) Stig í teig í leik: 3. sæti (40,3)
Komnir: Sigurður Gunnar Þorsteinsson frá ÍR Juan Luis Navarro frá Paterna (Spánn) Shavar Newkirk frá FC Schalke 04 (Þýskaland) Farnir: Ásmundur Hrafn Magnússon frá Hetti
Hversu langt síðan að Höttur ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: Aldrei ... komst í bikarúrslitaviku: Aldrei ... komst í úrslitakeppni: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 2 ár (2018) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi Hattar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (1. sæti) 2018-19 B-deild (4. sæti) 2017-18 12. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (1. sæti) 2015-16 12. sæti í deildinni 2014-15 B-deild (1. sæti) 2013-14 B-deild (4. sæti) 2012-13 B-deild (4. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Tölur Hattar frá tímabilinu 2019-20: Höttur lék ekki í Domino´s deildinni á síðustu leiktíð. Höttur vann 1. deildina eftir að hafa unnið 20 af 22 leikjum sínum þar af alla tíu útileikin. Höttur skoraði 86,9 stig í leik og fékk aðeins á sig 73,4 stig í leik.
Komnir: Callum Lawson frá Keflavík Adomas Drungilas frá Tartu Ulikool Rock (Eistlandi) Larry Thomas frá Breiðablik Ingimundur Orri Jóhannsson frá Stjörnunni Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar frá Leikni R Farnir: Vincent Bailey til Monthey (Sviss) Jerome Frink til Contern (Lúxemborg) Marko Bakovic til Gorica (Króatía) Magnús Breki Þórðarson til Hrunamanna
Hversu langt síðan að Þór Þorl. ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 7 ár (2013) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslitaviku: 3 ár (2017) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 8 ár (2012) ... féll úr deildinni: 13 ár (2007) ... kom upp í deildina: 9 ár (2011) Gengi Þór Þorl. í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 9. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 9. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 7. sæti í deildinni 2013-14 6. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 3. sæti í deildinni Tölur Þór Þorl. frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 12. sæti (79,4) Skotnýting: 6. sæti (43,4%) 3ja stiga skotnýting: 10. sæti (32,1%) Þristar í leik: 9. sæti (9,4) Vítanýting: 11. sæti (70,1%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 6. sæti (83,5) Stolnir boltar í leik: 10. sæti (6,7) Varin skot í leik: 2. sæti (3,8) Skotnýting mótherja: 7. sæti (44,5%) Hlutfall frákasta: 9. sæti (47,8%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 11. sæti (11,6) Hraðaupphlaupsstig í leik: 7. sæti (11,5) Stig í teig í leik: 9. sæti (34,2)
Dominos-deild karla Þór Akureyri Höttur Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira