Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 09:59 Lang flest staðfest smit hafa greinst í Suður-Afríku. Þar hafa líka flestir dáið. AP/Themba Vísindamenn velta nú vöngum yfir því af hverju Afríka virðist hafa sloppið svo vel frá heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Sérfræðingar höfðu sérstakar áhyggjur af heimsálfunni í upphafi faraldursins og vöruðu yfirvöld Afríkuríkja við og sögðu þau að búa sig undir það versta. Óttast var að heilbrigðiskerfi jafnvel ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur, skima fyrir veirunni og í heimsálfunni er mikið um þéttbýl fátækrahverfi. Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Dómsdagsspár þessar rættust ekki og vísindamenn skilja ekki af hverju. Samkvæmt Reuters þykir víst að bæði smitaðir og dánir séu mun fleiri en opinberar tölur segja til um. Skimun er til að mynda mun minni en víðast hvar annarsstaðar. BBC sagði frá því um helgina að faraldurinn í Afríku virtist þegar hafa náð hámarki. Fjöldi nýsmitaðra á degi hverjum hefur verið að lækka í tvo mánuði, þó þeim hafi haldið áfram að fjölga í einhverjum ríkjum. Samkvæmt tölum WHO hafa alls 1,4 milljónir smitast í Afríku og 35 þúsund dáið. Langflestir, eða 671 þúsund, hafa greinst smitaðir í Suður-Afríku. Over 1.4 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 1.1 million recoveries & 35,000 deaths cumulatively.View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/ccftxIGdZZ— WHO African Region (@WHOAFRO) September 28, 2020 Í Suður-Afríku dóu um 17 þúsund fleiri frá maí til júlí en gerðu á undanförnum árum að meðaltali. Aukningin er um 59 prósent og þykir það til marks um að mun fleiri eldri borgarar hafi dáið úr Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Þrátt fyrir það virðist heimsálfan hafa sloppið vel og er verið að skoða ýmsar ástæður, samkvæmt frétt Reuters. Heilt yfir eru íbúar Afríku ungir og þykir líklegt að það hafi hjálpað til. Þá teygði veiran anga sína til Afríku seinna en víðast hvar annarsstaðar og yfirvöld þar fengu tíma til að undirbúa sig. Vísindamenn eru einnig að kanna hvort að bóluefni við berklum, sem hafi verið gefið ungum íbúum Afríku hafi hjálpað til við að draga úr dánartíðni í Afríku. Önnur kenning snýr að því að aðrir faraldrar kórónuveira í Afríku hafi byggt upp varnir meðal íbúa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Vísindamenn velta nú vöngum yfir því af hverju Afríka virðist hafa sloppið svo vel frá heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Sérfræðingar höfðu sérstakar áhyggjur af heimsálfunni í upphafi faraldursins og vöruðu yfirvöld Afríkuríkja við og sögðu þau að búa sig undir það versta. Óttast var að heilbrigðiskerfi jafnvel ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur, skima fyrir veirunni og í heimsálfunni er mikið um þéttbýl fátækrahverfi. Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Dómsdagsspár þessar rættust ekki og vísindamenn skilja ekki af hverju. Samkvæmt Reuters þykir víst að bæði smitaðir og dánir séu mun fleiri en opinberar tölur segja til um. Skimun er til að mynda mun minni en víðast hvar annarsstaðar. BBC sagði frá því um helgina að faraldurinn í Afríku virtist þegar hafa náð hámarki. Fjöldi nýsmitaðra á degi hverjum hefur verið að lækka í tvo mánuði, þó þeim hafi haldið áfram að fjölga í einhverjum ríkjum. Samkvæmt tölum WHO hafa alls 1,4 milljónir smitast í Afríku og 35 þúsund dáið. Langflestir, eða 671 þúsund, hafa greinst smitaðir í Suður-Afríku. Over 1.4 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 1.1 million recoveries & 35,000 deaths cumulatively.View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/ccftxIGdZZ— WHO African Region (@WHOAFRO) September 28, 2020 Í Suður-Afríku dóu um 17 þúsund fleiri frá maí til júlí en gerðu á undanförnum árum að meðaltali. Aukningin er um 59 prósent og þykir það til marks um að mun fleiri eldri borgarar hafi dáið úr Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Þrátt fyrir það virðist heimsálfan hafa sloppið vel og er verið að skoða ýmsar ástæður, samkvæmt frétt Reuters. Heilt yfir eru íbúar Afríku ungir og þykir líklegt að það hafi hjálpað til. Þá teygði veiran anga sína til Afríku seinna en víðast hvar annarsstaðar og yfirvöld þar fengu tíma til að undirbúa sig. Vísindamenn eru einnig að kanna hvort að bóluefni við berklum, sem hafi verið gefið ungum íbúum Afríku hafi hjálpað til við að draga úr dánartíðni í Afríku. Önnur kenning snýr að því að aðrir faraldrar kórónuveira í Afríku hafi byggt upp varnir meðal íbúa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35
Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31