Einar Ágúst missti allt á viku: „Algjör skelfing, vanlíðan, myrkur og kvöl“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. september 2020 11:30 Einar Ágúst opnar sig í samtali við Sölva Tryggvason en hann endaði í mikilli neyslu og komst í kast við lögin. Einar Ágúst Víðisson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Einar Ágúst, sem varð þjóðþekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Skítamórals, fer í viðtalinu yfir tímabilin þegar hann var kominn á kaf í neyslu og glæpi. Einar var á beinu brautinni sem tónlistarmaður, sjónvarps- og útvarpsmaður þegar það fór að halla verulega undir fæti. Hann missti öll tök á tilverunni, endaði í mjög slæmum félagsskap og fór á kaf í neyslu. Einar hefur gengið í gegnum hluti sem fæstir geta gert sér í hugarlund og var oftar en einu sinni látinn dúsa í fangaklefa eftir brölt í röngum félagsskap. Eitt skiptið var sérlega eftirminnilegt: „Ég var handtekinn með 40 stolin skotvopn, 20 kíló af sykri, skothelt vesti, 900 kamagara töflur og slatta af dópi. Þetta var allt saman í húsi sem að ég var í. Baksagan er sú að vopnasafni var stolið og vinur minn var fenginn til þess að redda þessu áður en vopnin yrðu seld úr landi, svo hafði hann verið erlendis, reyndar í glæpsamlegum tilgangi og ég er í húsinu. Og ég er bara að ryksuga eins og fínn maður þegar ég sé rauða bletti á bringunni á mér, af því að sérsveitin var að miða á mig fyrir utan húsið. 30 manns,“ segir Einar Ágúst í viðtalinu. Klippa: Einar Ágúst missti allt á viku: Algjör skelfing, vanlíðan, myrkur og kvöl Þarna var Einar kominn dýpra í rangan félagskap og neyslu eftir að hafa misst allt á skömmum tíma árið áður. „Ég missi eiginlega allt saman á einni viku, þó að blessuð konan hafi nú gefið mér séns aðeins lengur. En þarna fór allt á einni viku, mannorðið, vinnan á FM, ég þurfti að segja upp og Popp Tíví var líka búið og innslögin mín í Íslandi í dag, þetta fór bara allt. Og ég sagði líka upp í hljómsveitinni. Þetta var eftir að það var gert opinbert að ég var handtekinn heima hjá konu í hóp sem var að flytja inn fíkniefni. Ég var í röngum félagsskap og slægðist þarna með og var í gæsluvarðhaldi í einhverja sex tíma, en var svo sleppt. En þetta var nóg til þess að ég missti eiginlega allt.“ Einar Ágúst segir erfitt að lýsa líðaninni sem fylgir því að missa mannorðið, vinnuna, vini og fleira, allt á einu bretti. Þarf að horfast í augu við aðstandendur „Það er svakaleg tilfinning að missa allt svona á einu bretti. Hún er rosaleg. Það er ekki nokkur maður sem myndi vilja upplifa þetta. Algjör skelfing, vanlíðan, myrkur og kvöl. Það er eins og það sé hnífur í síðunni á þér þegar þú þarft að horfast í augu við aðstandendur þína sem þú ert búinn að bregðast til dæmis og þorir ekki heim til þín og felur þig bara. Það er bara allt farið og það snúa allir við þér bakinu og þú veist ekki hvort þú færð að sjá börnin þín aftur eða hvort pabbi þinn og mamma verði á lífi þegar þú kemur úr felum.“ Einar segist muna eftir mikilli vanlíðan allt frá barnæsku og telur að hann hafi á löngum köflum verið að reyna að flýja þá vanlíðan með neyslu og rugli. „Frá því ég man eftir mér hefur mér liðið illa. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið í kvíða og þunglyndi og samt er ég besti skemmtikrafturinn. Mín fyrsta minning er kvíða- og áhyggjutilfinning og mín ævi hefur mjög mikið farið í að reyna að spila fram hjá þessum tilfinningum. Bæði með félagsskap, öðru fólki, íhugun, lestri og fleiru. En maður leitar kannski of mikið í það sem heldur manni frá vanlíðaninni tímabundið og ég held að þess vegna hafi ég byrjað að drekka 13 ára.“ Erfitt að tjá sig sem góður gæi Einar Ágúst var á tímabili kominn á gífurlega dimman stað þar sem hann var bæði laminn hræðilega illa sjálfur og beitti aðra ofbeldi. Hann segist stundum eiga erfitt með að sjá sig sem góðan gæja eftir hlutina sem hann hefur gert í gegnum tíðina. „Þegar maður hefur gert svona hræðilega hluti á maður stundum erfitt með að selja sér að maður sé góð manneskja. Ég hef farið svo rosalega langt Sölvi. Ef þú horfir á Svartur á Leik eða aðrar bíómyndir í þeim dúr, þá verður þú að átta þig á því að ég hef tekið þátt í að gera þessa hluti sem eru sýndir í þessum myndum. Ég hef verið á dimmustu stöðunum og þá á maður stundum erfitt með að telja sér trú um að maður sé góður gaur, en jú, ég vil trúa því að ég sé góður gaur.“ Í viðtalinu ræða Einar og Sölvi um stærstu sigrana, myrkustu tímabilin, tengslin við glæpastarfsemi, endurkomu Skítamórals og þakklæti Einars fyrir að vera enn á lífi. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Einar Ágúst Víðisson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Einar Ágúst, sem varð þjóðþekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Skítamórals, fer í viðtalinu yfir tímabilin þegar hann var kominn á kaf í neyslu og glæpi. Einar var á beinu brautinni sem tónlistarmaður, sjónvarps- og útvarpsmaður þegar það fór að halla verulega undir fæti. Hann missti öll tök á tilverunni, endaði í mjög slæmum félagsskap og fór á kaf í neyslu. Einar hefur gengið í gegnum hluti sem fæstir geta gert sér í hugarlund og var oftar en einu sinni látinn dúsa í fangaklefa eftir brölt í röngum félagsskap. Eitt skiptið var sérlega eftirminnilegt: „Ég var handtekinn með 40 stolin skotvopn, 20 kíló af sykri, skothelt vesti, 900 kamagara töflur og slatta af dópi. Þetta var allt saman í húsi sem að ég var í. Baksagan er sú að vopnasafni var stolið og vinur minn var fenginn til þess að redda þessu áður en vopnin yrðu seld úr landi, svo hafði hann verið erlendis, reyndar í glæpsamlegum tilgangi og ég er í húsinu. Og ég er bara að ryksuga eins og fínn maður þegar ég sé rauða bletti á bringunni á mér, af því að sérsveitin var að miða á mig fyrir utan húsið. 30 manns,“ segir Einar Ágúst í viðtalinu. Klippa: Einar Ágúst missti allt á viku: Algjör skelfing, vanlíðan, myrkur og kvöl Þarna var Einar kominn dýpra í rangan félagskap og neyslu eftir að hafa misst allt á skömmum tíma árið áður. „Ég missi eiginlega allt saman á einni viku, þó að blessuð konan hafi nú gefið mér séns aðeins lengur. En þarna fór allt á einni viku, mannorðið, vinnan á FM, ég þurfti að segja upp og Popp Tíví var líka búið og innslögin mín í Íslandi í dag, þetta fór bara allt. Og ég sagði líka upp í hljómsveitinni. Þetta var eftir að það var gert opinbert að ég var handtekinn heima hjá konu í hóp sem var að flytja inn fíkniefni. Ég var í röngum félagsskap og slægðist þarna með og var í gæsluvarðhaldi í einhverja sex tíma, en var svo sleppt. En þetta var nóg til þess að ég missti eiginlega allt.“ Einar Ágúst segir erfitt að lýsa líðaninni sem fylgir því að missa mannorðið, vinnuna, vini og fleira, allt á einu bretti. Þarf að horfast í augu við aðstandendur „Það er svakaleg tilfinning að missa allt svona á einu bretti. Hún er rosaleg. Það er ekki nokkur maður sem myndi vilja upplifa þetta. Algjör skelfing, vanlíðan, myrkur og kvöl. Það er eins og það sé hnífur í síðunni á þér þegar þú þarft að horfast í augu við aðstandendur þína sem þú ert búinn að bregðast til dæmis og þorir ekki heim til þín og felur þig bara. Það er bara allt farið og það snúa allir við þér bakinu og þú veist ekki hvort þú færð að sjá börnin þín aftur eða hvort pabbi þinn og mamma verði á lífi þegar þú kemur úr felum.“ Einar segist muna eftir mikilli vanlíðan allt frá barnæsku og telur að hann hafi á löngum köflum verið að reyna að flýja þá vanlíðan með neyslu og rugli. „Frá því ég man eftir mér hefur mér liðið illa. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið í kvíða og þunglyndi og samt er ég besti skemmtikrafturinn. Mín fyrsta minning er kvíða- og áhyggjutilfinning og mín ævi hefur mjög mikið farið í að reyna að spila fram hjá þessum tilfinningum. Bæði með félagsskap, öðru fólki, íhugun, lestri og fleiru. En maður leitar kannski of mikið í það sem heldur manni frá vanlíðaninni tímabundið og ég held að þess vegna hafi ég byrjað að drekka 13 ára.“ Erfitt að tjá sig sem góður gæi Einar Ágúst var á tímabili kominn á gífurlega dimman stað þar sem hann var bæði laminn hræðilega illa sjálfur og beitti aðra ofbeldi. Hann segist stundum eiga erfitt með að sjá sig sem góðan gæja eftir hlutina sem hann hefur gert í gegnum tíðina. „Þegar maður hefur gert svona hræðilega hluti á maður stundum erfitt með að selja sér að maður sé góð manneskja. Ég hef farið svo rosalega langt Sölvi. Ef þú horfir á Svartur á Leik eða aðrar bíómyndir í þeim dúr, þá verður þú að átta þig á því að ég hef tekið þátt í að gera þessa hluti sem eru sýndir í þessum myndum. Ég hef verið á dimmustu stöðunum og þá á maður stundum erfitt með að telja sér trú um að maður sé góður gaur, en jú, ég vil trúa því að ég sé góður gaur.“ Í viðtalinu ræða Einar og Sölvi um stærstu sigrana, myrkustu tímabilin, tengslin við glæpastarfsemi, endurkomu Skítamórals og þakklæti Einars fyrir að vera enn á lífi.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira