Kærustuparið Eiríkur Hilmarsson og Marólína Fanney Friðfinnsdóttir, Malla, gáfu sitt eigið myndband við lagið Volcano Man fyrir tveimur dögum.
Þar endurleika þau nánast fullkomlega myndbandið sem Netflix gaf út í tengslum við Eurovision-mynd bandaríska leikarans Will Ferrell sem kom út í sumar.
Skógafoss, klettar, hafið og fegurð íslenskrar náttúru voru í aðalhlutverki í myndbandinu við lagið Volcano Man, eða Eldfjallamaðurinn, og það sama má segja við myndband parsins.
Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, og þar var Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar.
Hér að neðan má sjá bæði myndböndin til að bera þau saman.