Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 12:20 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vísir/egill Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. Framlenging átaksins Allir vinna sé gott en ASÍ muni til að mynda aldrei leggja blessun sína yfir það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofi verði frestað vegna lækkunar tryggingagjalds. Félagsmálaráðherra segir þó að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á lengingu fæðingarorlofs. Drífa sagði í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að ASÍ fagni því að stjórnvöld ætli að axla ábyrgð og reyna að tryggja frið á vinnumarkaði. Sambandið hyggist halda áfram þeirri vegferð sem það hóf með lífskjarasamningnum í vor. Þá kvað Drífa framlengingu á átakinu Allir vinna vera gott en ýmislegt ætti eftir að útfæra betur og ASÍ gerði kröfu um að koma að slíkri útfærslu. Drífa sagði lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. ASÍ telji frekar þörf á sértækum aðgerðum. „Við skulum hafa í huga að tryggingagjaldið fjármagnar fæðingarorlofið og atvinnuleysistryggingar. Það er mjög mikilvægt að halda því áfram. Við munum aldrei samþykkja það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofinu verði frestað vegna þessa og ég vona að það sé ekki ætlunin,“ sagði Drífa. Innt eftir því hvort hún teldi að aðgerðapakkinn hefði áhrif á fyrirhugaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um uppsögn lífskjarasamningsins kvaðst Drífa ekki vita það. Spyrja þyrfti SA að því. Framkvæmdastjórn SA fundar nú og fer yfir aðgerðapakkann. Viðbragða er að vænta frá samtökunum nú eftir hádegi. Lengja á fæðingarorlof í tólf mánuði um næstu áramót en orlofið er tíu mánuðir í dag. Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Uppfært klukkan 12:39: Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að lengingu fæðingarorlofs verði ekki frestað. Aðgerðirnar hafi engin áhrif á þær fyrirætlanir. Kjaramál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. Framlenging átaksins Allir vinna sé gott en ASÍ muni til að mynda aldrei leggja blessun sína yfir það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofi verði frestað vegna lækkunar tryggingagjalds. Félagsmálaráðherra segir þó að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á lengingu fæðingarorlofs. Drífa sagði í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að ASÍ fagni því að stjórnvöld ætli að axla ábyrgð og reyna að tryggja frið á vinnumarkaði. Sambandið hyggist halda áfram þeirri vegferð sem það hóf með lífskjarasamningnum í vor. Þá kvað Drífa framlengingu á átakinu Allir vinna vera gott en ýmislegt ætti eftir að útfæra betur og ASÍ gerði kröfu um að koma að slíkri útfærslu. Drífa sagði lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. ASÍ telji frekar þörf á sértækum aðgerðum. „Við skulum hafa í huga að tryggingagjaldið fjármagnar fæðingarorlofið og atvinnuleysistryggingar. Það er mjög mikilvægt að halda því áfram. Við munum aldrei samþykkja það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofinu verði frestað vegna þessa og ég vona að það sé ekki ætlunin,“ sagði Drífa. Innt eftir því hvort hún teldi að aðgerðapakkinn hefði áhrif á fyrirhugaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um uppsögn lífskjarasamningsins kvaðst Drífa ekki vita það. Spyrja þyrfti SA að því. Framkvæmdastjórn SA fundar nú og fer yfir aðgerðapakkann. Viðbragða er að vænta frá samtökunum nú eftir hádegi. Lengja á fæðingarorlof í tólf mánuði um næstu áramót en orlofið er tíu mánuðir í dag. Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Uppfært klukkan 12:39: Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að lengingu fæðingarorlofs verði ekki frestað. Aðgerðirnar hafi engin áhrif á þær fyrirætlanir.
Kjaramál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49
Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22
Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54