Galopið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Katrín Oddsdóttir skrifar 30. september 2020 11:30 Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best á þessum einkennilegu tímum sem við göngum nú í gegnum. Mig langar enn og aftur að rita þér örfá orð um stjórnarskrámál Íslands. Tilefnið er að nú hafa yfir 26.200 kjósendur skrifað undir kröfuna um að nýja stjórnarskráin skuli lögfest. Undirskriftum hefur því fjölgað um meira en 10.000 frá því ég skrifaði þér síðast opið bréf, fyrir um mánuði síðan. Þetta eru staðfestar undirskriftir sem þýðir að hver einasta manneskja á listanum hefur náð kosningaaldri og notað rafræn auðkenni til að setja nafn sitt á listann. Aldrei áður hefur viðlíka fjöldi af staðfestum undirskriftum safnast hér á landi, sem tengist eflaust þeirri staðreynd að aldrei áður hefur niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verið hunsuð hér á landi. Ekki fyrr en þjóðaratkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána var haldin. Árið 2012 boðaði Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar svöruðu um 67% þeirra sem mættu á kjörstað eftirfarandi spurningu játandi: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?” Ég hef feitletrað tvö orð í þessari spurningu sem skipta lykilmáli. Ef virða á niðurstöðu þessarar lögmætu þjóðaratkvæðagreiðslu þarf Alþingi að leggja fram frumvarp (í eintölu) að nýrri stjórnarskrá. Nú stendur yfir vinna sem þú stýrir sem miðar að því að taka tiltekin ákvæði stjórnarskrár og bæta þeim sem mismunandi frumvörpum inn í gildandi stjórnarskrá. Gildandi stjórnarskrá er, eins og við vitum báðar, að grunninum til gömul dönsk stjórnarskrá fyrir konungsríki sem var ætíð ætlað að vera til bráðabirgða. Af hálfu Alþingis virðist ekki örla á frumvarpinu að þeirri nýju stjórnarskrá sem kjósendur voru spurðir um í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það líður ekki sá dagur að ég spyrji mig hverju þetta raunverulega sæti. Kæra nafna. Við erum lýðræðisríki og allt vald sem þið kjörnir fulltrúar sýslið með dagsdaglega sprettur frá þjóðinni. Sjálf grundvallarlögin þurfa að koma frá þjóðinni vegna þess að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn en ekki Alþingi. Í það eina skipti sem kjósendur hafa verið spurðir með beinum hætti hvaða stjórnarskrá skyldi lögfest á Íslandi var svarið kristalskýrt. Eins og svo mörgum samborgurum mínum, þykir mér afar vænt um Alþingi Íslendinga og fulltrúalýðræðið okkar. Þess vegna er sárt að sjá það litla traust sem þessi grundvallarstofnun nýtur á meðal almennings. Öll okkar sameiginlegu kerfi byggja í grunninn á trausti. Ef það hverfur verður erfitt eða ógerlegt fyrir kerfið að virka með þeim hætti sem það á að gera. Ég veit að þú vilt bæta traust á löggjafa landsins og brúa þá gjá sem gjarnan sést á milli þings og þjóðar. Ég held hins vegar að það sé ógerlegt að ná því takmarki á meðan Alþingi leyfir sér að hunsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána. Ég vil því hvetja þig til þess að nýta tækifærið sem gefst til endurskoðunar á gildum okkar, aðferðum og framtíð sem þjóð í því ástandi sem við erum nú stödd í. Ef við komum út úr þessu kóf-tímabili með nýjan samfélagssáttmála, sem kjósendur hafa þegar sagt að þeir vilji að sé lagður til grundvallar, þá hefur þetta allt verið til einhvers. Ég veit að þú leggur hart að þér í störfum þínum fyrir þessa þjóð. Stjórnarskrármálið getur verið leið þín til að gera afar mikilvæga breytingu á þessu kjörtímabili fólkinu sem býr hér til heilla. Það er ekkert skammarlegt við að skipta um skoðun, og það er það sem ég bið þig hér með um að gera. Kæra Katrín, viltu vera svo væn að hlusta á ákall yfir 26 þúsund kjósenda og leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá á þessu kjörtímabili? Ég hvet alla kjósendur á Íslandi til að láta sig þetta mikilvæga mál varða og kynna sér nýju stjórnarskrána og skrifa undir kröfuna um lögfestingu hennar. Einn daginn mun þessi stjórnarskrá verða grundvöllur stjórnarskrár Íslands því fullveldi þjóðarinnar veltur á því að á hana sé hlustað af þeim sem fara með valdið hverju sinni. Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best á þessum einkennilegu tímum sem við göngum nú í gegnum. Mig langar enn og aftur að rita þér örfá orð um stjórnarskrámál Íslands. Tilefnið er að nú hafa yfir 26.200 kjósendur skrifað undir kröfuna um að nýja stjórnarskráin skuli lögfest. Undirskriftum hefur því fjölgað um meira en 10.000 frá því ég skrifaði þér síðast opið bréf, fyrir um mánuði síðan. Þetta eru staðfestar undirskriftir sem þýðir að hver einasta manneskja á listanum hefur náð kosningaaldri og notað rafræn auðkenni til að setja nafn sitt á listann. Aldrei áður hefur viðlíka fjöldi af staðfestum undirskriftum safnast hér á landi, sem tengist eflaust þeirri staðreynd að aldrei áður hefur niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verið hunsuð hér á landi. Ekki fyrr en þjóðaratkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána var haldin. Árið 2012 boðaði Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar svöruðu um 67% þeirra sem mættu á kjörstað eftirfarandi spurningu játandi: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?” Ég hef feitletrað tvö orð í þessari spurningu sem skipta lykilmáli. Ef virða á niðurstöðu þessarar lögmætu þjóðaratkvæðagreiðslu þarf Alþingi að leggja fram frumvarp (í eintölu) að nýrri stjórnarskrá. Nú stendur yfir vinna sem þú stýrir sem miðar að því að taka tiltekin ákvæði stjórnarskrár og bæta þeim sem mismunandi frumvörpum inn í gildandi stjórnarskrá. Gildandi stjórnarskrá er, eins og við vitum báðar, að grunninum til gömul dönsk stjórnarskrá fyrir konungsríki sem var ætíð ætlað að vera til bráðabirgða. Af hálfu Alþingis virðist ekki örla á frumvarpinu að þeirri nýju stjórnarskrá sem kjósendur voru spurðir um í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það líður ekki sá dagur að ég spyrji mig hverju þetta raunverulega sæti. Kæra nafna. Við erum lýðræðisríki og allt vald sem þið kjörnir fulltrúar sýslið með dagsdaglega sprettur frá þjóðinni. Sjálf grundvallarlögin þurfa að koma frá þjóðinni vegna þess að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn en ekki Alþingi. Í það eina skipti sem kjósendur hafa verið spurðir með beinum hætti hvaða stjórnarskrá skyldi lögfest á Íslandi var svarið kristalskýrt. Eins og svo mörgum samborgurum mínum, þykir mér afar vænt um Alþingi Íslendinga og fulltrúalýðræðið okkar. Þess vegna er sárt að sjá það litla traust sem þessi grundvallarstofnun nýtur á meðal almennings. Öll okkar sameiginlegu kerfi byggja í grunninn á trausti. Ef það hverfur verður erfitt eða ógerlegt fyrir kerfið að virka með þeim hætti sem það á að gera. Ég veit að þú vilt bæta traust á löggjafa landsins og brúa þá gjá sem gjarnan sést á milli þings og þjóðar. Ég held hins vegar að það sé ógerlegt að ná því takmarki á meðan Alþingi leyfir sér að hunsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána. Ég vil því hvetja þig til þess að nýta tækifærið sem gefst til endurskoðunar á gildum okkar, aðferðum og framtíð sem þjóð í því ástandi sem við erum nú stödd í. Ef við komum út úr þessu kóf-tímabili með nýjan samfélagssáttmála, sem kjósendur hafa þegar sagt að þeir vilji að sé lagður til grundvallar, þá hefur þetta allt verið til einhvers. Ég veit að þú leggur hart að þér í störfum þínum fyrir þessa þjóð. Stjórnarskrármálið getur verið leið þín til að gera afar mikilvæga breytingu á þessu kjörtímabili fólkinu sem býr hér til heilla. Það er ekkert skammarlegt við að skipta um skoðun, og það er það sem ég bið þig hér með um að gera. Kæra Katrín, viltu vera svo væn að hlusta á ákall yfir 26 þúsund kjósenda og leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá á þessu kjörtímabili? Ég hvet alla kjósendur á Íslandi til að láta sig þetta mikilvæga mál varða og kynna sér nýju stjórnarskrána og skrifa undir kröfuna um lögfestingu hennar. Einn daginn mun þessi stjórnarskrá verða grundvöllur stjórnarskrár Íslands því fullveldi þjóðarinnar veltur á því að á hana sé hlustað af þeim sem fara með valdið hverju sinni. Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar