Plássið í plássinu Guðmundur Gunnarsson skrifar 30. september 2020 14:01 Hvernig má það vera að á meðan við horfum upp á lítil þorp leggjast í eyði vegna fámennis og fólksflótta standi ráðherrar okkar í pontu erlendis og haldi því fram að við séum ekki í aðstöðu til að taka við fleira fólki? Sérstaklega ekki fólki á hrakhólum vegna grimmdar og harðneskju í eigin heimalandi. Á fundi evrópskra dómsmálaráðherra árið 2017 gerði Ísland einmitt það. Skilaboðin voru mjög skýr. Við beinlínis höfnuðum aukinni samábyrgð til bjargar fólki í neyð. Blákalt og kuldalega. Það var okkar innlegg. Okkar framlag. Förum aðeins yfir þetta. Á þessari afskekktu eyju höfum við glímt við lamandi fólksfækkun svo áratugum skiptir. Nema í allra stærstu þorpunum. Þar er reyndar mannmergðin ekki meiri en svo að það væri hægt að koma öllum íbúunum fyrir á einum íþróttavelli. Það er nú allt yfirþyrmandi mannhafið. En allt í lagi, látum stóru þorpin liggja á milli hluta. Í minnstu sveitarfélögunum er fámennið slíkt að bókhaldið stendur og fellur með hverri einustu fjölskyldu sem flytur. Þannig standa sum sveitarfélög bærilega á meðan öll minni samfélögin eru að kafna. Úr fámenni. Um þessa nöturlegu staðreynd er hægt að lesa í heilu fjalli af skýrslum um stöðu landsbyggðarinnar. Þetta er ekkert nýtt. Það er því vel skiljanlegt að íbúarnir slái upp veislu í hvert skipti sem barnafjölskylda flytur í þorpið. Ef fjölskyldan reynist hinsvegar vera frá Egyptalandi þá kaffærir kerfið henni í reglufargani og málið fer að snúast um það hvort við eigum að aumka okkur yfir þau. Upp á náð og miskunn. Þegar okkur sárvantar fólk. Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Ég er kannski svona blindur á dásemdir íslenskrar sveitarómantíkur en mér finnst það bara alls ekkert merki um sterkt samfélag að rekast á nítján náskylda ættingja á tuttugu manna sveitaballi. Krúttlegt kannski, en ekkert sérstaklega líklegt til árangurs ef markmiðið er að sækja fram og fjölga fólki. Það gefur augaleið. Okkur skortir nýjar hugmyndir og ferska sýn. Þorpin þurfa fleiri skríkjandi börn. Það vantar fólk í kvenfélagið, kórinn, heita pottinn og á kaffistofuna. Það er svo mikið pláss í plássunum að að sveitastjórar keppast við að garga á fjallstoppum. Eftir fólki. Útsvarsgreiðendum. Súrefni. En enginn kemur. Eða mjög fáir. Fyrir vikið bítast þorpin innbyrðis. Um fólk. Reita fjaðrirnar hvert af öðru og rífast um hverja einustu sál sem flytur frá Bíldudal til Bolungarvíkur. Fjölgun um tvo íbúa hér, fækkun um þrjá íbúa þar. Lifa í þeirri von að heill landshluti, eins og Vestfirðir, lafi í sjö þúsund íbúum. Þegar staðreyndin er sú að Vestfirðir færu létt með að rúma 17 þúsund íbúa. Þannig myndi fjórðungurinn fyrst blómstra. Af hverju komast kjörnir fulltrúar upp með að skauta framhjá þessum augljósa anga byggðaumræðunnar? Að það er beinlínis efnahagslegur ábati af því að fjölga fólki. Stuðla að menningarlegri fjölbreytni og vinna bug á lamandi einsleitni. Í staðinn virðast þeir alltaf hverfa vandræðalegir undir lampaskerma þegar talið berst að fjölmenningu, innflytjendum og hælisleitendum. Auðvitað þurfa að vera reglur um alla hluti. Ég skil það. Enda er ég ekkert að tala fyrir einhverju frumskógarlögmáli. Ég vil bara að við, sem afkomendum fólks á flótta, veltum fyrir okkur stöðu okkar og þeim tækifærum sem felast í manngæsku, fólksfjölgun og fjölbreytni. Við þurfum að hefja okkur upp fyrir úrelt þras um að við eigum nóg með okkur sjálf. Það er beinlínis rangt. Ísland er vandræðalega undirmannað. Í þvi felst risastóra þversögnin um plássið í plássinu. Það er beinlínis órökrétt að láta órökstuddan ótta við allt og alla, sem eru ekki nákvæmlega eins og þeir örfáu sem fyrir eru, stjórna allri umræðu. Fólk sem þráir að tilheyra samfélaginu okkar á að geta látið þann draum rætast. Við eigum að gera þeim það kleift. Bæði út frá mannúðarsjónarmiðum og vegna þess að það er skynsamlegt. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Byggðamál Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig má það vera að á meðan við horfum upp á lítil þorp leggjast í eyði vegna fámennis og fólksflótta standi ráðherrar okkar í pontu erlendis og haldi því fram að við séum ekki í aðstöðu til að taka við fleira fólki? Sérstaklega ekki fólki á hrakhólum vegna grimmdar og harðneskju í eigin heimalandi. Á fundi evrópskra dómsmálaráðherra árið 2017 gerði Ísland einmitt það. Skilaboðin voru mjög skýr. Við beinlínis höfnuðum aukinni samábyrgð til bjargar fólki í neyð. Blákalt og kuldalega. Það var okkar innlegg. Okkar framlag. Förum aðeins yfir þetta. Á þessari afskekktu eyju höfum við glímt við lamandi fólksfækkun svo áratugum skiptir. Nema í allra stærstu þorpunum. Þar er reyndar mannmergðin ekki meiri en svo að það væri hægt að koma öllum íbúunum fyrir á einum íþróttavelli. Það er nú allt yfirþyrmandi mannhafið. En allt í lagi, látum stóru þorpin liggja á milli hluta. Í minnstu sveitarfélögunum er fámennið slíkt að bókhaldið stendur og fellur með hverri einustu fjölskyldu sem flytur. Þannig standa sum sveitarfélög bærilega á meðan öll minni samfélögin eru að kafna. Úr fámenni. Um þessa nöturlegu staðreynd er hægt að lesa í heilu fjalli af skýrslum um stöðu landsbyggðarinnar. Þetta er ekkert nýtt. Það er því vel skiljanlegt að íbúarnir slái upp veislu í hvert skipti sem barnafjölskylda flytur í þorpið. Ef fjölskyldan reynist hinsvegar vera frá Egyptalandi þá kaffærir kerfið henni í reglufargani og málið fer að snúast um það hvort við eigum að aumka okkur yfir þau. Upp á náð og miskunn. Þegar okkur sárvantar fólk. Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Ég er kannski svona blindur á dásemdir íslenskrar sveitarómantíkur en mér finnst það bara alls ekkert merki um sterkt samfélag að rekast á nítján náskylda ættingja á tuttugu manna sveitaballi. Krúttlegt kannski, en ekkert sérstaklega líklegt til árangurs ef markmiðið er að sækja fram og fjölga fólki. Það gefur augaleið. Okkur skortir nýjar hugmyndir og ferska sýn. Þorpin þurfa fleiri skríkjandi börn. Það vantar fólk í kvenfélagið, kórinn, heita pottinn og á kaffistofuna. Það er svo mikið pláss í plássunum að að sveitastjórar keppast við að garga á fjallstoppum. Eftir fólki. Útsvarsgreiðendum. Súrefni. En enginn kemur. Eða mjög fáir. Fyrir vikið bítast þorpin innbyrðis. Um fólk. Reita fjaðrirnar hvert af öðru og rífast um hverja einustu sál sem flytur frá Bíldudal til Bolungarvíkur. Fjölgun um tvo íbúa hér, fækkun um þrjá íbúa þar. Lifa í þeirri von að heill landshluti, eins og Vestfirðir, lafi í sjö þúsund íbúum. Þegar staðreyndin er sú að Vestfirðir færu létt með að rúma 17 þúsund íbúa. Þannig myndi fjórðungurinn fyrst blómstra. Af hverju komast kjörnir fulltrúar upp með að skauta framhjá þessum augljósa anga byggðaumræðunnar? Að það er beinlínis efnahagslegur ábati af því að fjölga fólki. Stuðla að menningarlegri fjölbreytni og vinna bug á lamandi einsleitni. Í staðinn virðast þeir alltaf hverfa vandræðalegir undir lampaskerma þegar talið berst að fjölmenningu, innflytjendum og hælisleitendum. Auðvitað þurfa að vera reglur um alla hluti. Ég skil það. Enda er ég ekkert að tala fyrir einhverju frumskógarlögmáli. Ég vil bara að við, sem afkomendum fólks á flótta, veltum fyrir okkur stöðu okkar og þeim tækifærum sem felast í manngæsku, fólksfjölgun og fjölbreytni. Við þurfum að hefja okkur upp fyrir úrelt þras um að við eigum nóg með okkur sjálf. Það er beinlínis rangt. Ísland er vandræðalega undirmannað. Í þvi felst risastóra þversögnin um plássið í plássinu. Það er beinlínis órökrétt að láta órökstuddan ótta við allt og alla, sem eru ekki nákvæmlega eins og þeir örfáu sem fyrir eru, stjórna allri umræðu. Fólk sem þráir að tilheyra samfélaginu okkar á að geta látið þann draum rætast. Við eigum að gera þeim það kleift. Bæði út frá mannúðarsjónarmiðum og vegna þess að það er skynsamlegt. Höfundur er Vestfirðingur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun