Brotaþoli í nauðgunarmáli nuddara fær að bera vitni í gegnum Teams Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:39 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Manninum er alls gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans sem nuddara á árunum 2009 til 2015. Er manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri þeirra og sett fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm, þeim að óvörum. Alls gera konurnar kröfu um að maðurinn greiði hverri þeirra 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Það sem tekist var á um í Landsrétti og í Héraðsdómi var hvort að umrætt vitni þyrfti að mæta í persónu í dómsal til þess að bera vitni. Verjandi nuddarans gerði þá kröfu, um lykilvitni væri að ræða og því ætti að skylda hana til að mæta í dómsal, ella ætti að draga mál hennar til baka. Saksóknari í málinu benti hins vegar á að umrædd kona væri í ferli um að fá varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hún mætti því ekki yfirgefa landið. Auk þess lægi það ljóst fyrir að kórónuveirufaraldurinn flækti allar brottfarir frá Bandaríkjunum og óvíst væri hvort konan myndi komast heim á nýjan leik. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir að þrátt fyrir að æskilegt væri að konan kæmi til landsins til þess að bera vitni væri hægt að fallast á það að slíkt væri ekki hægt miðað við núverandi stöðu. Konunni væri því heimilt að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað Microsoft Teams með því að mæta á skrifstofu ótilgreinds ræðismanns í Bandaríkjunum með vegabréf, þar sem hún gefi skýrslu í hljóði og mynd, sem tekin verði upp af hálfu Héraðsdóms Reykjaness. Kemur einnig fram að haga skuli skýrslutökunni þannig að allir sem staddir verði í dómsal geti séð og hlýtt á orðaskipti á milli spyrjenda og vitnisins, líkt og hún væri á staðnum í persónu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Manninum er alls gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans sem nuddara á árunum 2009 til 2015. Er manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri þeirra og sett fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm, þeim að óvörum. Alls gera konurnar kröfu um að maðurinn greiði hverri þeirra 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Það sem tekist var á um í Landsrétti og í Héraðsdómi var hvort að umrætt vitni þyrfti að mæta í persónu í dómsal til þess að bera vitni. Verjandi nuddarans gerði þá kröfu, um lykilvitni væri að ræða og því ætti að skylda hana til að mæta í dómsal, ella ætti að draga mál hennar til baka. Saksóknari í málinu benti hins vegar á að umrædd kona væri í ferli um að fá varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hún mætti því ekki yfirgefa landið. Auk þess lægi það ljóst fyrir að kórónuveirufaraldurinn flækti allar brottfarir frá Bandaríkjunum og óvíst væri hvort konan myndi komast heim á nýjan leik. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir að þrátt fyrir að æskilegt væri að konan kæmi til landsins til þess að bera vitni væri hægt að fallast á það að slíkt væri ekki hægt miðað við núverandi stöðu. Konunni væri því heimilt að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað Microsoft Teams með því að mæta á skrifstofu ótilgreinds ræðismanns í Bandaríkjunum með vegabréf, þar sem hún gefi skýrslu í hljóði og mynd, sem tekin verði upp af hálfu Héraðsdóms Reykjaness. Kemur einnig fram að haga skuli skýrslutökunni þannig að allir sem staddir verði í dómsal geti séð og hlýtt á orðaskipti á milli spyrjenda og vitnisins, líkt og hún væri á staðnum í persónu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira