Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2020 11:30 Elísabet Gunnars í Konur Eru Konum Bestar bolnum fyrir árið 2020. Bolurinn er seldur fyrir gott málefni tengt konum á hverju ári. Aldís Pálsdóttir „Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um söfnunarátakið Konur eru konum bestar. Síðan árið 2017 hefur hópur kvenna selt boli fyrir góðan málstað og í ár safna þær fyrir Bjarkarhlíð. Í stað þess að halda viðburð selja þær bolina eingöngu rafrænt í ár. Salan hefst í hádeginu á sunnudag og stendur í tvær vikur. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók líka fallegar myndir af fullt af fólki sem birtar verða á samfélagsmiðlum og á síðunni Trendnet. Elísabet hvetur þær konur sem kaupa bolina að merkja myndir á samfélagsmiðlum með #konurerukonumbestar. Í færslu á Trendnet segir Elísabet að 2020 útgáfan af bolnum sæki innblástur í íþróttirnar, hugmyndin kemur út frá handboltatreyju frá Ribe Esberg, liðinu sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar með. Letrið á bolnum er eins og áður hannað af listakonunni og grafíska hönnuðinum Rakel Tómas. Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.Konur eru konum bestar „Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum. Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konum Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað,“ segir Elísabet. Árið 2017 safnaði hópurinn milljón fyrir kvennaathvarfið og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Á síðasta ári söfnuðu þær svo 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Bjarkarhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Elísabet um málstaðinn. „Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“ Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Trendnet. Heimilisofbeldi Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um söfnunarátakið Konur eru konum bestar. Síðan árið 2017 hefur hópur kvenna selt boli fyrir góðan málstað og í ár safna þær fyrir Bjarkarhlíð. Í stað þess að halda viðburð selja þær bolina eingöngu rafrænt í ár. Salan hefst í hádeginu á sunnudag og stendur í tvær vikur. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók líka fallegar myndir af fullt af fólki sem birtar verða á samfélagsmiðlum og á síðunni Trendnet. Elísabet hvetur þær konur sem kaupa bolina að merkja myndir á samfélagsmiðlum með #konurerukonumbestar. Í færslu á Trendnet segir Elísabet að 2020 útgáfan af bolnum sæki innblástur í íþróttirnar, hugmyndin kemur út frá handboltatreyju frá Ribe Esberg, liðinu sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar með. Letrið á bolnum er eins og áður hannað af listakonunni og grafíska hönnuðinum Rakel Tómas. Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.Konur eru konum bestar „Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum. Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konum Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað,“ segir Elísabet. Árið 2017 safnaði hópurinn milljón fyrir kvennaathvarfið og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Á síðasta ári söfnuðu þær svo 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Bjarkarhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Elísabet um málstaðinn. „Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“ Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Trendnet.
Heimilisofbeldi Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira