Krakkar að leik fundu stolið málverk í Mosfellsbæ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 22:20 Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Facebook Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið, sem er eftir myndlistarmanninn Hjalta Parelius, og er það nú komið aftur á sinn stað. Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Vísir fjallaði um málið í síðustu viku en Óskar Gíslason, faðir Kristínar, hafði greint frá hvarfi myndarinnar á Facebook en hátt í þúsund manns deildu færslunni. Hann kveðst afar ánægður með að myndin sé komin í leitirnar. „Það voru krakkar sem að fundu myndina við sambýlið þarna í Þverholti 19. Hún var á sambýli í Þverholti 19 dóttir okkar á sínum tíma, en þar er svona holt fyrir ofan og þar fundu krakkar sem voru að leika sér myndina,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Þau fóru með myndina heim til foreldra sinna og foreldrarnir fóru á sambýlið og skiluðu myndinni. En hún hefur örugglega verið sett þarna myndin, af því ég fór að skoða myndina í morgun og hún hefur ekki legið þarna úti í tíu daga í rigningu og fleira,“ segir Óskar. Myndin sé dálítið skemmd en ekki mikið og því ólíklegt að hún hafi legið úti allan þennan tíma. Listamaðurinn muni lagfæra þær skemmdir sem þó urðu. „Það hefur einhver farið með myndina og skilað henni þarna í holtið í skjóli myrkurs svo að hún myndi finnast,“ segir Óskar sem veit ekki ennþá hver tók myndina ófrjálsri hendi eða hvað viðkomandi gekk til. Svo virðist þó sem fréttir af hvarfi myndarinnar hafi höfðað til samvisku þess sem hafði hana undir höndum en myndin hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar og eiginkonu hans. „Við höfum ekki hugmynd um það hver tók hana. En allir eru ánægðir að myndin skilaði sér, það er mikið gleðiefni,“ segir Óskar sem vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem deildu færslunni á Facebook af hvarfi myndarinnar og fréttum af málinu og öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina að myndinni. Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Krakkar Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Traustið við frostmark Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið, sem er eftir myndlistarmanninn Hjalta Parelius, og er það nú komið aftur á sinn stað. Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Vísir fjallaði um málið í síðustu viku en Óskar Gíslason, faðir Kristínar, hafði greint frá hvarfi myndarinnar á Facebook en hátt í þúsund manns deildu færslunni. Hann kveðst afar ánægður með að myndin sé komin í leitirnar. „Það voru krakkar sem að fundu myndina við sambýlið þarna í Þverholti 19. Hún var á sambýli í Þverholti 19 dóttir okkar á sínum tíma, en þar er svona holt fyrir ofan og þar fundu krakkar sem voru að leika sér myndina,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Þau fóru með myndina heim til foreldra sinna og foreldrarnir fóru á sambýlið og skiluðu myndinni. En hún hefur örugglega verið sett þarna myndin, af því ég fór að skoða myndina í morgun og hún hefur ekki legið þarna úti í tíu daga í rigningu og fleira,“ segir Óskar. Myndin sé dálítið skemmd en ekki mikið og því ólíklegt að hún hafi legið úti allan þennan tíma. Listamaðurinn muni lagfæra þær skemmdir sem þó urðu. „Það hefur einhver farið með myndina og skilað henni þarna í holtið í skjóli myrkurs svo að hún myndi finnast,“ segir Óskar sem veit ekki ennþá hver tók myndina ófrjálsri hendi eða hvað viðkomandi gekk til. Svo virðist þó sem fréttir af hvarfi myndarinnar hafi höfðað til samvisku þess sem hafði hana undir höndum en myndin hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar og eiginkonu hans. „Við höfum ekki hugmynd um það hver tók hana. En allir eru ánægðir að myndin skilaði sér, það er mikið gleðiefni,“ segir Óskar sem vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem deildu færslunni á Facebook af hvarfi myndarinnar og fréttum af málinu og öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina að myndinni.
Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Krakkar Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Traustið við frostmark Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira