Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn fjögurra gesta gistiskýlisins úti á Granda til að færa þá í sóttvarnahúsið á Rauðarárstíg eftir að einn gestur gistiskýlisins greindist með Covid-19.
Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að síðastliðna tvo daga hafi lögregla staðið í ströngu við að ná til fjórtán gesta gistiskýlisins úti á Granda vegna umrædds smits. Þó nokkrir sem boðaðir voru mættu ekki og létu sig hverfa.
„Tíu eru nú komnir í sóttvarnarhúsið en fjórir hafa enn ekki skilað sér og er því unnið að því að ná til þeirra. Verkefnið er unnið í góðri samvinnu við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni.
Síðastliðna tvo daga höfum við staðið í ströngu við að ná til fjórtán gesta gistiskýlisins úti á Granda til að færa þá í...
Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, 6 October 2020