Smituðust öll af veirunni: „Tilfinningin inni í líkamanum var svo skrýtin“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2020 10:30 Skúli og dætur hans smituðust öll af kórónuveirunni í fyrstu bylgjunni. Skúli Skúlason og dætur hans tvær, Elísabet og Hildur, fengu öll kórónuveiruna í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi í mars en smit þeirra áttu ekki sama uppruna. Þau vilja nýta sögur sínar sem víti til varnar fyrir aðra og segja að aldrei sé of varlega farið þegar kemur að kórónuveirunni. Þau hafi farið eftir öllum reglum. Skúli smitaðist á lokametrum í sóttkví af eina manninum sem hann hitti yfir stutta stund í sveitinni. Systurnar ásamt öllum saumaklúbbnum greindust með veiruna eftir helgarferð í sumarbústað. Í byrjun mars kom Skúli heim frá Afríku þar sem hann hafði verið í mótorhjólaferð með félögum sínum, faraldurinn var þá fyrst að koma upp hér á landi. Kona Skúla starfar innan heilbrigðiskerfisins og ákvað hann í ljósi þess hvert faraldurinn var að stefna að fara í sjálfskipaða sóttkví í heilsárshúsi fjölskyldunnar á austurlandi þegar hann kom til baka úr ferðinni. Þegar Skúli var búinn að vera nokkra daga í sóttkví og hafði ekki hitt neina manneskju hafði vinur hans í næsta húsi samband og segir honum að vatnið í húsinu sé frosið, Skúli var þá langt komin með sína sóttkví og taldi það hættulaust að hitta þennan eina félaga sinn ef þeir myndu passa upp á fjarlægðir og annað. Áttaði sig fljótlega á stöðunni „Ég segi við hann að ég komi bara yfir og við reddum þessu. Fljótlega eftir að við byrjum að vinna þarna í vatninu geri ég mér grein fyrir því að hann er eitthvað kvefaður eða lasinn. Ég spyr hann hvort hann sé lasinn og hann segist bara vera eitthvað kvefaður. Hann var búinn að hringja í 1700 og fékk þá bara greiningu að hann væri með kvef,“ segir Skúli Skúlason. Skúli var heillengi einn upp í bústað þar til að hann var lagður inn á spítala. „Eftir að ég var búinn að vera þarna í smástund geri ég mér grein fyrir því að þetta sé eitthvað meira en bara kvef þannig að ég þegar ég kem heim til mín um kvöldið og við búnir að leysa málið hringi ég í konuna mína og segir við hana að ég sé ekki að koma heim á næstunni því ég hef grun um það að þetta sé það sem allir eru að tala um. Þremur dögum seinna var ég orðinn lasinn.“ Skúli fékk hita og þurran hósta til að byrja með og segist hafa verið svona hliðina á sjálfum sér í fimm til sex daga en aldrei mikið veikur. Eftir um níu daga tekur hann eftir alveg hreint skelfilegu bragði af tannkreminu sínu og áttaði hann sig á því að þarna væri hann kominn með veiruna. „Svo um svona tveimur dögum seinna var ég orðinn fárveikur. Ég er bara með óráði og í ruglinu í fjóra daga og mikinn hita. Ég held að ég hafi verið þarna í tólf daga einn og mikið lasinn. Það endar síðan með því að ég er lagður inn með svokallaða Covid lungnabólgu og var mjög veikur þegar ég kem inn á sjúkrahúsið.“ Mikill kærleikur Skúli minnist þess hve mikil hlýja og kærleikur einkenndi þá aðila sem komu að umönnun hans á hans erfiðustu dögum. „Ég upplifði þetta ekki eins og fólk væri í vinnunni, ég upplifði eins og þetta væru bara nánir ættingja að hugsa um mig. Það var svo mikill kærleikur í þessu öllu saman. Þetta var ótrúleg upplifun og mér leið bara vel að vera kominn í hendurnar á svona góðu fólki.“ Skúli gat einungis legið í einni stellingu og var mjög illa haldinn af lungnabólgunni. Hann viðurkennir að hafa séð á starfsfólki að ástand hans væri alvarlegt þegar hann var hvað veikastur en segist þó aldrei hafa upplifað ótta. „Ég játa það samt að þegar ég var sem veikastur velti ég því fyrir mér hvort þetta væri að fara þangað sem enginn vill, hvort ég færi heim aftur. Ég fór að hugsa að ég væri búinn að lifa góðu og hröðu lífi og fór að sannfæra mig um að þetta væri kannski bara í lagi.“ Jákvæðnin hélt áfram í samtalinu við Skúla, hann sagðist fljótlega hafa ákveðið að taka málin í sínar hendur eins og hann gat og fór sjálfur í einhverskonar keppni við sjálfan sig. Hann reyndi að keppa við sig um að koma súrefnismettuninni upp. „Eftir að ég kom heim voru það bara fjörutíu hringir í kringum eyjuna og ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að ná einhverju ákveðnu. Þá var ég alveg dauðþreyttur en mér fannst þetta skipta alveg rosalega miklu máli.“ Skúli jafnaði sig og hefur ekki glímt við eftirköst þrátt fyrir hve alvarleg veikindin voru, hann grínaðist meira að segja með það að hann hafi aldrei verið betri, en dætur hans glíma enn við eftirköst hálfu ári síðar og þetta er sagan þeirra. Þær Elísabet og Hildur smituðust báðar í bústaðarferð ásamt öllum vinkonum sínum. „Við erum saman í saumaklúbb og það er að koma að saumaklúbbskvöldi. Við erum mikið að velta fyrir okkur hvort við eigum að mæta og höfum allar samband við hvort aðra. Það var ákveðið að fara þar sem það var enginn með nein einkenni. Það var kannski ekki besta ákvörðunin. Við tökum spritt með okkur og dreifum okkur vel um bústaðinn og vorum í sitthvorum herbergjum og allt þetta. Það gekk ekki betur en það að við smitumst allar,“ segir Elísabet Skúladóttir. Þrátt fyrir að vera sannfærðar um að vera með veiruna fengu þær ekki að fara strax í sýnatöku, einkenni þeirra þóttu ekki benda til þess að þær væru með kórónuveiruna. „Fyrstu einkennin hjá mér var í raun glært hor og höfuðverkur. Svo var einkennileg hitatilfinning aftan í hnakkanum sem var rosalega afgerandi öll veikindin,“ segir Hildur Skúladóttir. Veirutilfinningin Þrátt fyrir að hafa mætt í vinnu og verið í kringum sína nánustu allan tímann sem þær voru með einkenni þá smituðu þær ekki út frá sér. Þær fengu báðar eftirköst eftir veiruna sem þær glíma enn við hálfu ári seinna, þær viðurkenna að miðað við hve lítið var og er vitað um áhrif veirunnar að þær hefðu viljað fá meiri eftirfylgni eftir að þær voru lausar úr einangrun. „Það var einhver innri tilfinning hjá okkur að við værum með veiruna þar sem við höfðum báðar aldrei upplifað svona tilfinningu,“ segir Elísabet. „Læknar myndu eflaust kalla þetta svona veirutilfinningu. Þetta er svo ólíkt öllu. Tilfinningin inni í líkamanum var svo skrýtin,“ segir Hildur og tekur Skúli heilshugar undir með dóttur sinni. Skúli, Elísabet og Hildur eru öll sammála um að þetta tímabil hafði áhrif á þau til frambúðar og var mikill lærdómur. Skúli sem hélt á tímabili að hann kæmist ekki aftur heim af spítalanum vegna veikinda segist í dag vera hressari en áður og hefur hann ekki glímt við eftirköst veirunnar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Skúli Skúlason og dætur hans tvær, Elísabet og Hildur, fengu öll kórónuveiruna í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi í mars en smit þeirra áttu ekki sama uppruna. Þau vilja nýta sögur sínar sem víti til varnar fyrir aðra og segja að aldrei sé of varlega farið þegar kemur að kórónuveirunni. Þau hafi farið eftir öllum reglum. Skúli smitaðist á lokametrum í sóttkví af eina manninum sem hann hitti yfir stutta stund í sveitinni. Systurnar ásamt öllum saumaklúbbnum greindust með veiruna eftir helgarferð í sumarbústað. Í byrjun mars kom Skúli heim frá Afríku þar sem hann hafði verið í mótorhjólaferð með félögum sínum, faraldurinn var þá fyrst að koma upp hér á landi. Kona Skúla starfar innan heilbrigðiskerfisins og ákvað hann í ljósi þess hvert faraldurinn var að stefna að fara í sjálfskipaða sóttkví í heilsárshúsi fjölskyldunnar á austurlandi þegar hann kom til baka úr ferðinni. Þegar Skúli var búinn að vera nokkra daga í sóttkví og hafði ekki hitt neina manneskju hafði vinur hans í næsta húsi samband og segir honum að vatnið í húsinu sé frosið, Skúli var þá langt komin með sína sóttkví og taldi það hættulaust að hitta þennan eina félaga sinn ef þeir myndu passa upp á fjarlægðir og annað. Áttaði sig fljótlega á stöðunni „Ég segi við hann að ég komi bara yfir og við reddum þessu. Fljótlega eftir að við byrjum að vinna þarna í vatninu geri ég mér grein fyrir því að hann er eitthvað kvefaður eða lasinn. Ég spyr hann hvort hann sé lasinn og hann segist bara vera eitthvað kvefaður. Hann var búinn að hringja í 1700 og fékk þá bara greiningu að hann væri með kvef,“ segir Skúli Skúlason. Skúli var heillengi einn upp í bústað þar til að hann var lagður inn á spítala. „Eftir að ég var búinn að vera þarna í smástund geri ég mér grein fyrir því að þetta sé eitthvað meira en bara kvef þannig að ég þegar ég kem heim til mín um kvöldið og við búnir að leysa málið hringi ég í konuna mína og segir við hana að ég sé ekki að koma heim á næstunni því ég hef grun um það að þetta sé það sem allir eru að tala um. Þremur dögum seinna var ég orðinn lasinn.“ Skúli fékk hita og þurran hósta til að byrja með og segist hafa verið svona hliðina á sjálfum sér í fimm til sex daga en aldrei mikið veikur. Eftir um níu daga tekur hann eftir alveg hreint skelfilegu bragði af tannkreminu sínu og áttaði hann sig á því að þarna væri hann kominn með veiruna. „Svo um svona tveimur dögum seinna var ég orðinn fárveikur. Ég er bara með óráði og í ruglinu í fjóra daga og mikinn hita. Ég held að ég hafi verið þarna í tólf daga einn og mikið lasinn. Það endar síðan með því að ég er lagður inn með svokallaða Covid lungnabólgu og var mjög veikur þegar ég kem inn á sjúkrahúsið.“ Mikill kærleikur Skúli minnist þess hve mikil hlýja og kærleikur einkenndi þá aðila sem komu að umönnun hans á hans erfiðustu dögum. „Ég upplifði þetta ekki eins og fólk væri í vinnunni, ég upplifði eins og þetta væru bara nánir ættingja að hugsa um mig. Það var svo mikill kærleikur í þessu öllu saman. Þetta var ótrúleg upplifun og mér leið bara vel að vera kominn í hendurnar á svona góðu fólki.“ Skúli gat einungis legið í einni stellingu og var mjög illa haldinn af lungnabólgunni. Hann viðurkennir að hafa séð á starfsfólki að ástand hans væri alvarlegt þegar hann var hvað veikastur en segist þó aldrei hafa upplifað ótta. „Ég játa það samt að þegar ég var sem veikastur velti ég því fyrir mér hvort þetta væri að fara þangað sem enginn vill, hvort ég færi heim aftur. Ég fór að hugsa að ég væri búinn að lifa góðu og hröðu lífi og fór að sannfæra mig um að þetta væri kannski bara í lagi.“ Jákvæðnin hélt áfram í samtalinu við Skúla, hann sagðist fljótlega hafa ákveðið að taka málin í sínar hendur eins og hann gat og fór sjálfur í einhverskonar keppni við sjálfan sig. Hann reyndi að keppa við sig um að koma súrefnismettuninni upp. „Eftir að ég kom heim voru það bara fjörutíu hringir í kringum eyjuna og ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að ná einhverju ákveðnu. Þá var ég alveg dauðþreyttur en mér fannst þetta skipta alveg rosalega miklu máli.“ Skúli jafnaði sig og hefur ekki glímt við eftirköst þrátt fyrir hve alvarleg veikindin voru, hann grínaðist meira að segja með það að hann hafi aldrei verið betri, en dætur hans glíma enn við eftirköst hálfu ári síðar og þetta er sagan þeirra. Þær Elísabet og Hildur smituðust báðar í bústaðarferð ásamt öllum vinkonum sínum. „Við erum saman í saumaklúbb og það er að koma að saumaklúbbskvöldi. Við erum mikið að velta fyrir okkur hvort við eigum að mæta og höfum allar samband við hvort aðra. Það var ákveðið að fara þar sem það var enginn með nein einkenni. Það var kannski ekki besta ákvörðunin. Við tökum spritt með okkur og dreifum okkur vel um bústaðinn og vorum í sitthvorum herbergjum og allt þetta. Það gekk ekki betur en það að við smitumst allar,“ segir Elísabet Skúladóttir. Þrátt fyrir að vera sannfærðar um að vera með veiruna fengu þær ekki að fara strax í sýnatöku, einkenni þeirra þóttu ekki benda til þess að þær væru með kórónuveiruna. „Fyrstu einkennin hjá mér var í raun glært hor og höfuðverkur. Svo var einkennileg hitatilfinning aftan í hnakkanum sem var rosalega afgerandi öll veikindin,“ segir Hildur Skúladóttir. Veirutilfinningin Þrátt fyrir að hafa mætt í vinnu og verið í kringum sína nánustu allan tímann sem þær voru með einkenni þá smituðu þær ekki út frá sér. Þær fengu báðar eftirköst eftir veiruna sem þær glíma enn við hálfu ári seinna, þær viðurkenna að miðað við hve lítið var og er vitað um áhrif veirunnar að þær hefðu viljað fá meiri eftirfylgni eftir að þær voru lausar úr einangrun. „Það var einhver innri tilfinning hjá okkur að við værum með veiruna þar sem við höfðum báðar aldrei upplifað svona tilfinningu,“ segir Elísabet. „Læknar myndu eflaust kalla þetta svona veirutilfinningu. Þetta er svo ólíkt öllu. Tilfinningin inni í líkamanum var svo skrýtin,“ segir Hildur og tekur Skúli heilshugar undir með dóttur sinni. Skúli, Elísabet og Hildur eru öll sammála um að þetta tímabil hafði áhrif á þau til frambúðar og var mikill lærdómur. Skúli sem hélt á tímabili að hann kæmist ekki aftur heim af spítalanum vegna veikinda segist í dag vera hressari en áður og hefur hann ekki glímt við eftirköst veirunnar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið