„Það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 07:13 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sést hér fyrr í vikunni á svölum Hvíta hússins eftir að hann útskrifaðist af spítala. Getty/Jabin Botsford Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Trump greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku og sagði Sean Conley, læknir forsetans, í yfirlýsingu í gær telja að hann gæti farið aftur að sinna opinberum embættisskyldum á laugardag. Áður hafði Conley gefið í skyn að forsetinn myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa, og þar með úr einangrun, fyrr en á mánudag. Forsetinn var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi. Hannity spurði Trump meðal annars hvort hann væri búinn að greinast neikvæður fyrir veirunni en hann vék sér undan því að svara spurningunni. Í staðinn sagði hann frá lyfjunum sem honum hefðu verið gefin sem tilraun til meðferðar við Covid-19. Þá kvaðst forsetinn búast við því að fara í sýnatöku í dag, föstudag. Flórída á laugardagskvöld og jafnvel Pennsylvanía á sunnudag Hannity spurði forsetann einnig hvort hann hefði farið í einhverja sýnatöku síðan hann greindist jákvæður í síðustu viku. „Sko, það sem við erum að gera, er að sýnatakan verður væntanlega á morgun. Hin raunverulega sýnataka því það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni,“ sagði Trump. Varðandi mögulegan kosningafund í Flórída á morgun sagði Trump að fundurinn yrði líklega haldinn ef nægur tími væri til þess að skipuleggja hann. „Við viljum halda kosningafund í Flórída, líklega í Flórída á laugardagskvöld, svo gætum við komið til baka og haldið einn í Pennsylvaníu kvöldið eftir,“ sagði forsetinn. Flestir þeirra stuðningsmanna Trump sem mæta á kosningafundi hans eru ekki með grímur og virða ekki fjarlægðarmörk og hefur kosningafundur forsetans í Tulsa í Oklahoma fyrr á árinu til að mynda verið tengdur við mikla fjölgun smita sem varð í borginni. Ætla að ræða heimild til að víkja forseta úr embætti vegna vanheilsu Í frétt Guardian um viðtal Hannity við Trump segir að forsetinn hafi verið með hása rödd og hafi stundum þurft að gera hlé á máli sínu til að hósta. Viðtalið við Hannity er þó ekki eina viðtalið við Fox sem Trump veitti í gær. Fyrr um daginn hafði hann rætt við Fox Business þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, þann 15. október. Tilkynnt var í gær að kappræðurnar yrðu rafrænar þar sem áhyggjur væru uppi um að forsetinn yrði enn smitandi og myndi þannig breiða út veiruna. Sagði Trump að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í slíkar kappræður. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að Demókratar á Bandaríkjaþingi ætli að funda til þess að ræða 25. breytinguna á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Breytingin kveður á um heimild til þess að víkja forseta úr embætti, gegn hans vilja, vegna líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu. Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Trump greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku og sagði Sean Conley, læknir forsetans, í yfirlýsingu í gær telja að hann gæti farið aftur að sinna opinberum embættisskyldum á laugardag. Áður hafði Conley gefið í skyn að forsetinn myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa, og þar með úr einangrun, fyrr en á mánudag. Forsetinn var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi. Hannity spurði Trump meðal annars hvort hann væri búinn að greinast neikvæður fyrir veirunni en hann vék sér undan því að svara spurningunni. Í staðinn sagði hann frá lyfjunum sem honum hefðu verið gefin sem tilraun til meðferðar við Covid-19. Þá kvaðst forsetinn búast við því að fara í sýnatöku í dag, föstudag. Flórída á laugardagskvöld og jafnvel Pennsylvanía á sunnudag Hannity spurði forsetann einnig hvort hann hefði farið í einhverja sýnatöku síðan hann greindist jákvæður í síðustu viku. „Sko, það sem við erum að gera, er að sýnatakan verður væntanlega á morgun. Hin raunverulega sýnataka því það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni,“ sagði Trump. Varðandi mögulegan kosningafund í Flórída á morgun sagði Trump að fundurinn yrði líklega haldinn ef nægur tími væri til þess að skipuleggja hann. „Við viljum halda kosningafund í Flórída, líklega í Flórída á laugardagskvöld, svo gætum við komið til baka og haldið einn í Pennsylvaníu kvöldið eftir,“ sagði forsetinn. Flestir þeirra stuðningsmanna Trump sem mæta á kosningafundi hans eru ekki með grímur og virða ekki fjarlægðarmörk og hefur kosningafundur forsetans í Tulsa í Oklahoma fyrr á árinu til að mynda verið tengdur við mikla fjölgun smita sem varð í borginni. Ætla að ræða heimild til að víkja forseta úr embætti vegna vanheilsu Í frétt Guardian um viðtal Hannity við Trump segir að forsetinn hafi verið með hása rödd og hafi stundum þurft að gera hlé á máli sínu til að hósta. Viðtalið við Hannity er þó ekki eina viðtalið við Fox sem Trump veitti í gær. Fyrr um daginn hafði hann rætt við Fox Business þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, þann 15. október. Tilkynnt var í gær að kappræðurnar yrðu rafrænar þar sem áhyggjur væru uppi um að forsetinn yrði enn smitandi og myndi þannig breiða út veiruna. Sagði Trump að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í slíkar kappræður. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að Demókratar á Bandaríkjaþingi ætli að funda til þess að ræða 25. breytinguna á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Breytingin kveður á um heimild til þess að víkja forseta úr embætti, gegn hans vilja, vegna líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu.
Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira