Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 21:16 Schmeichel í leiknum gegn Færeyjum á miðvikudaginn var. Lars Ronbog/Getty Images Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hinn 33 ára gamli Dani býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. Líkt og Ísland hefur Danmörk ekki enn náð sigri. Liðið gerði markalaust jafntefli við England og tapaði fyrir Belgum. Schmeichel var milli stanganna í báðum leikjum liðsins og verður það einnig á morgun. Hann hefur alls spilað 56 leiki fyrir A-landslið Dana og er því töluvert á eftir þeim fjölda sem faðir hans Peter náði á sínum tíma. Schmeichel eldri lék 129 landsleiki og gerði í þeim eitt mark. „Við búumst við mjög erfiðum leik. Ég held að allir sem hafi horft á íslenska liðið spila undanfarin ár viti að þeir eru mjög gott lið sem er erfitt að spila gegn. Úrslitin sem þeir hafa náð sýna það og sanna,“ sagði Schmeichel yngri um leik morgundagsins. „Þeir hafa sína styrkleika en það gerum við einnig. Þeir munu eflaust ætla sér að nýta styrkleika sína en við höfum séð þá og vonandi undirbúið okkur nægilega vel til að koma í veg fyrir að íslenska liðið nái að nýta þá að neinu viti. Það er svo sem ekkert nýtt, það eru mörg lið sem eru sterk líkamlega og við höfum allir mætt slíkum liðum í gegnum tíðina, sagði markvörðurinn einnig. „Það má búast við liði sem er tilbúið frá fyrstu mínútu. Það má búast við liði sem er mjög hungrað í sigur og mun gera allt til að vinna. Einnig má búast við liði sem er tilbúið að leggja mikið á sig og þá er það eiginlega upptalið,“ sagði Scheimchel að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hinn 33 ára gamli Dani býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. Líkt og Ísland hefur Danmörk ekki enn náð sigri. Liðið gerði markalaust jafntefli við England og tapaði fyrir Belgum. Schmeichel var milli stanganna í báðum leikjum liðsins og verður það einnig á morgun. Hann hefur alls spilað 56 leiki fyrir A-landslið Dana og er því töluvert á eftir þeim fjölda sem faðir hans Peter náði á sínum tíma. Schmeichel eldri lék 129 landsleiki og gerði í þeim eitt mark. „Við búumst við mjög erfiðum leik. Ég held að allir sem hafi horft á íslenska liðið spila undanfarin ár viti að þeir eru mjög gott lið sem er erfitt að spila gegn. Úrslitin sem þeir hafa náð sýna það og sanna,“ sagði Schmeichel yngri um leik morgundagsins. „Þeir hafa sína styrkleika en það gerum við einnig. Þeir munu eflaust ætla sér að nýta styrkleika sína en við höfum séð þá og vonandi undirbúið okkur nægilega vel til að koma í veg fyrir að íslenska liðið nái að nýta þá að neinu viti. Það er svo sem ekkert nýtt, það eru mörg lið sem eru sterk líkamlega og við höfum allir mætt slíkum liðum í gegnum tíðina, sagði markvörðurinn einnig. „Það má búast við liði sem er tilbúið frá fyrstu mínútu. Það má búast við liði sem er mjög hungrað í sigur og mun gera allt til að vinna. Einnig má búast við liði sem er tilbúið að leggja mikið á sig og þá er það eiginlega upptalið,“ sagði Scheimchel að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45