Segir atvinnuleysi stærsta efnahagsmál stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 15:41 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskipktaráðs Íslands. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Hagfræðingur segir stærsta efnahagsmál stjórnvalda að vinna bug á atvinnuleysi. Hann óttast að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni leggja niður starfsemi í vetur. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um efnahagsmál í skugga faraldurs kórónuveirunnar. Konráð segir að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni neyðast til að leggja niður starfsemi í vetur. „Þetta ástand virðist vera að dragast á langinn og er að hafa kannski verri afleiðingar á afmarkaða geira en bara þá sem snúa beint að ferðaþjónustu. Mér finnst það kalla á tilefni til þess að endurskoða aðgerðir og breyta um stefnu ef tilefni er til,“ sagði Konráð. Tilbúin þegar hjólin fara að snúast Markmiðið segir hann að hljóti að vera fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem eru í góðum rekstri og eru lífvænleg séu tilbún þegar allt fer aftur af stað. „Hættan sem skapast núna er sú að ef fyrirtækin verða gjaldþrota eða lenda í öðrum alvarlegum vanda þá muni efnahagslífið verða lengur að komast af stað. Það verður erfiðara að vinna á atvinnuleysi,“ segir hann. Konráð segir að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu með breyttum lokunarstyrkjum. „Ég held það þurfi ekki bara að hugsa um þá sem þurfa að loka beinlínis vegna reglna. Sum starfsemi er gríðarlega skert bæði hvað varðar fjölda viðskiptavina og skerts opnunartíma“ Þó megi ekki taka markaðinn úr sambandi. „Þú vilt ekki búa til skakka hvata þannig að þróun sem var óumflýjanleg eigi sér ekki stað. Það þarf því að fara varlega í þetta. Þegar uppi er staðið snýst þetta um forgangsröðun.“ Ríkið á ekki að gera allt „Við getum ekki setið og sagt að ríkið eigi að gera allt. Lánadrottnar þurfa einnig að vera vakandi og vanda sig vel. Það ætti að mínu mati að brýna fyrir lánastofnunum, leigusölum og fleirum að reyna að leita leiða til að horfa fram í tímann og reyna að koma til móts við fyrrtæki sem gætu þá staðið af sér storminn,“ sagði Konráð. Hann segir það stærsta efnahagsmálið að vinna bug á atvinnuleysi núna. Það verði að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. „Við höfum horft á aðra leið sem væri að reyna að skapa fyririrækjum hvata til þess að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Tæknilega séð er slíkt úrræði í boði hjá Vinnumálastofnun en einhverra hluta vegna virðist það vera lítið kynnt. Það eru skilyrði á því sem henta ekki,“ sagði Konráð. Margt hafi gengð vel í sumar. „Í sumar gekk vel í ýmis konar verslun og innlendri þjónustu. Það fer þó hratt versnandi. Þeir sem selja nauðsynjavörur halda flestir velli núna. Við sjáum líka að það gengur ágætlega á fasteignamarkaðnum,“ sagði Konráð. Fasteignir í Reykjavík.Vilhelm Áhyggjur af útflutningi „Maður hefur mestar áhyggjur af útflutningi. Rúmlega 40% af innlendri eftirspurn er innflutt. Forsendan fyrir því að það geti haldið áfram er útflutningur. Þess vegna hefur maður mestar áhyggjur af honum ef þetta ástand ílegngist,“ sagði Konráð. Nauðsynlegt að horfa til langs tíma Hann segir að það verði einnig að horfa fram í tímann og hugsa hvernig hægt sé að styðja fólk til lengri tíma. „Þá getum við horft á það sem var gert til að styðja við nýsköpun. Reyna að nota tímann núna til að byggja upp atvinnuvegi fyrir framtíðina, það er eitt í þessu. Almennt þarf þó að horfa til lengri tíma og sjá hvernig við getum komist úr út þessu þegar storminn lægir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Hagfræðingur segir stærsta efnahagsmál stjórnvalda að vinna bug á atvinnuleysi. Hann óttast að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni leggja niður starfsemi í vetur. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um efnahagsmál í skugga faraldurs kórónuveirunnar. Konráð segir að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni neyðast til að leggja niður starfsemi í vetur. „Þetta ástand virðist vera að dragast á langinn og er að hafa kannski verri afleiðingar á afmarkaða geira en bara þá sem snúa beint að ferðaþjónustu. Mér finnst það kalla á tilefni til þess að endurskoða aðgerðir og breyta um stefnu ef tilefni er til,“ sagði Konráð. Tilbúin þegar hjólin fara að snúast Markmiðið segir hann að hljóti að vera fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem eru í góðum rekstri og eru lífvænleg séu tilbún þegar allt fer aftur af stað. „Hættan sem skapast núna er sú að ef fyrirtækin verða gjaldþrota eða lenda í öðrum alvarlegum vanda þá muni efnahagslífið verða lengur að komast af stað. Það verður erfiðara að vinna á atvinnuleysi,“ segir hann. Konráð segir að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu með breyttum lokunarstyrkjum. „Ég held það þurfi ekki bara að hugsa um þá sem þurfa að loka beinlínis vegna reglna. Sum starfsemi er gríðarlega skert bæði hvað varðar fjölda viðskiptavina og skerts opnunartíma“ Þó megi ekki taka markaðinn úr sambandi. „Þú vilt ekki búa til skakka hvata þannig að þróun sem var óumflýjanleg eigi sér ekki stað. Það þarf því að fara varlega í þetta. Þegar uppi er staðið snýst þetta um forgangsröðun.“ Ríkið á ekki að gera allt „Við getum ekki setið og sagt að ríkið eigi að gera allt. Lánadrottnar þurfa einnig að vera vakandi og vanda sig vel. Það ætti að mínu mati að brýna fyrir lánastofnunum, leigusölum og fleirum að reyna að leita leiða til að horfa fram í tímann og reyna að koma til móts við fyrrtæki sem gætu þá staðið af sér storminn,“ sagði Konráð. Hann segir það stærsta efnahagsmálið að vinna bug á atvinnuleysi núna. Það verði að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. „Við höfum horft á aðra leið sem væri að reyna að skapa fyririrækjum hvata til þess að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Tæknilega séð er slíkt úrræði í boði hjá Vinnumálastofnun en einhverra hluta vegna virðist það vera lítið kynnt. Það eru skilyrði á því sem henta ekki,“ sagði Konráð. Margt hafi gengð vel í sumar. „Í sumar gekk vel í ýmis konar verslun og innlendri þjónustu. Það fer þó hratt versnandi. Þeir sem selja nauðsynjavörur halda flestir velli núna. Við sjáum líka að það gengur ágætlega á fasteignamarkaðnum,“ sagði Konráð. Fasteignir í Reykjavík.Vilhelm Áhyggjur af útflutningi „Maður hefur mestar áhyggjur af útflutningi. Rúmlega 40% af innlendri eftirspurn er innflutt. Forsendan fyrir því að það geti haldið áfram er útflutningur. Þess vegna hefur maður mestar áhyggjur af honum ef þetta ástand ílegngist,“ sagði Konráð. Nauðsynlegt að horfa til langs tíma Hann segir að það verði einnig að horfa fram í tímann og hugsa hvernig hægt sé að styðja fólk til lengri tíma. „Þá getum við horft á það sem var gert til að styðja við nýsköpun. Reyna að nota tímann núna til að byggja upp atvinnuvegi fyrir framtíðina, það er eitt í þessu. Almennt þarf þó að horfa til lengri tíma og sjá hvernig við getum komist úr út þessu þegar storminn lægir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira