Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, hyggst ekki kalla á annan leikmann í stað Andreas Skov Olsen.
Olsen meiddist á Laugardalsvelli í gærkvöldi en undir lok leik Íslands og Danmerkur var Andreas Skov borinn af velli.
Síðar meir var hann fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl en þar kom í ljós að hann brotið bein í hryggjarlið.
Hjulmand segir að það sé ekki á dagskránni að kalla á nýjan mann inn í stað Andreas og segir að þetta sé leiðinlegt fyrir Olsen sem hefur byrjað vel með Bologna á leiktíðinni.
Danir mæta Englendingum á Wembley á miðvikudagskvöldið en á sama tíma mætir Ísland liði Belgíu á Laugardalsvelli.
Hann verður frá í allt að sex vikur en hann er samherji Andra Fannars Baldurssonar hjá Bologna.
Hjulmand vil ikke erstatte skadet Skov Olsen https://t.co/66SaExE9Ej
— bold.dk (@bolddk) October 12, 2020