Ragga Gísla lá ekki á svörum sínum þegar Ingó bað hana um að nefna einn af sínum uppáhalds tónlistarmönnum í þættinum, Í kvöld er gigg.
Það er bara einn sem kemur upp í hugann minn, það er Ómar Ragnarsson. Hann er svo frábær, ég bara dýrka hann.
Í framhaldinu byrjaði Ingó að rifja upp lag Ómars, Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot og endaði það með stórbrotnum flutningi þeirra Ingó og Röggu.
Við tók svo Stuðmannalagið úr myndinni Með allt á hreinu, Franskar (sósa og salat).
Þættirnir Í kvöld er gigg eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:50.