Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 10:44 Um er að ræða um 1,2 milljón tonn af vatni. EPA/KIMIMASA MAYAMA Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. Síðan þá hefur gífurlegt magn af geislavirku vatni safnast upp en vatn var notrað til að koma í veg fyrir að kjarnaofnar versins bráðnuðu. Til hefur staðið að hleypa vatninu út í Kyrrahafið um nokkuð skeið en heimamenn hafa mótmælt því harðlega. Sjómenn á svæðinu staðhæfa að það muni rústa iðnaði þeirra. Fréttir af þessum deilum bárust einnig í fyrra en nú virðist sem að endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Í frétt Reuters segir að búist sé við að ákvörðunin verði tilkynnt seinna í mánuðinum. Í frétt Guardian er vitnað í japanska fjölmiðla um að til standi að byrja að losa vatnið árið 2022 og að það muni taka minnst áratug. Vatninu hefur verið safnað saman í rúmlega þúsund tanka við orkuverið og er um 1,2 milljón tonna að ræða. Þar segir einnig að umhverfisverndarsamtök séu einnig mótfallinn áætluninni. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sömuleiðis mótmælt henni og segja hana ógna lífríki svæðisins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sendi sérfræðinga til Fukushima í apríl. Þeir sögðu að áætlun Japan ætti að ganga upp. Sambærilegum aðferðum væri beitt við kjarnorkuver víðsvegar um heiminn. Forsvarsmenn Tokyo Electric, fyrirtækisins sem rak Fukushima, segja að vatnið verði hreinsað af öllum geislavirkum efnum, nema tritíum. Það er vetnisísótópi sem erfitt er að sía úr vatni og er í senn talið tiltölulega meinlaust. Samkvæmt Reuters er tritíum iðulega í vatni sem veitt er úr kjarnorkuverum. Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. Síðan þá hefur gífurlegt magn af geislavirku vatni safnast upp en vatn var notrað til að koma í veg fyrir að kjarnaofnar versins bráðnuðu. Til hefur staðið að hleypa vatninu út í Kyrrahafið um nokkuð skeið en heimamenn hafa mótmælt því harðlega. Sjómenn á svæðinu staðhæfa að það muni rústa iðnaði þeirra. Fréttir af þessum deilum bárust einnig í fyrra en nú virðist sem að endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Í frétt Reuters segir að búist sé við að ákvörðunin verði tilkynnt seinna í mánuðinum. Í frétt Guardian er vitnað í japanska fjölmiðla um að til standi að byrja að losa vatnið árið 2022 og að það muni taka minnst áratug. Vatninu hefur verið safnað saman í rúmlega þúsund tanka við orkuverið og er um 1,2 milljón tonna að ræða. Þar segir einnig að umhverfisverndarsamtök séu einnig mótfallinn áætluninni. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sömuleiðis mótmælt henni og segja hana ógna lífríki svæðisins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sendi sérfræðinga til Fukushima í apríl. Þeir sögðu að áætlun Japan ætti að ganga upp. Sambærilegum aðferðum væri beitt við kjarnorkuver víðsvegar um heiminn. Forsvarsmenn Tokyo Electric, fyrirtækisins sem rak Fukushima, segja að vatnið verði hreinsað af öllum geislavirkum efnum, nema tritíum. Það er vetnisísótópi sem erfitt er að sía úr vatni og er í senn talið tiltölulega meinlaust. Samkvæmt Reuters er tritíum iðulega í vatni sem veitt er úr kjarnorkuverum.
Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15