Efling nefnir fyrirtæki á svörtum lista sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 11:39 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún átti í töluverðum útistöðum við Árna Val Sólonsson hótelstjóra þegar á verkfalli félagsmanna Eflingar stóð í fyrra. Árni Valur segir fyrirtæki sitt komið í gjaldþrot en að fólk fái launin sín á endanum. Vísir/Vilhelm 23 starfsmenn Bryggjunnar brugghúss eiga inni laun hjá fyrirtækinu sem farið er í þrot. Sömu sögu er að segja um ellefu starfsmenn City Park Hotels og þrettán starfsmenn Messans en fyrirtækin eru einnig farin í þrot. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Eflingar sem stéttarfélagið birtir á vef sínum. Eigandi City Park Hotels segir að fólkið fái launin sín þótt það taki tíma. Til þess greiði fyrirtæki í tryggingarsjóð launa. Rektrarfélag Bryggjunnar brugghús var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Um var að ræða veitingastað á Grandanum í vesturbæ Reykjavíkur sem sérhæfði sig í bjór. Engar eignir fundust í þrotabúinu en gjaldþrotaskiptum lauk í júlí. Sólveig Anna Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Árni Valur Sólonsson, sem rak City Park Hotel í Ármúla og Capital-Inn í Suðurhlíð, segir rekstrarfélagið hafa farið í þrot vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit ekki til hvers er verið að birta þetta,“ segir Árni Valur. Launakröfurnar hafi komið í kjölfar gjaldþrotsins en fólkið fái launin sín greidd. „Til þess er tryggingarsjóður launa. Fólk fær þetta greitt,“ segir Árni Valur. Það taki bara smá tíma. 42 milljóna króna kröfur á þrjú fyrirtæki Samkvæmt gögnum Eflingar nema launakröfur 23 starfsmenna Bryggjunar rúmlega 27 milljónum króna. Ellefu starfsmenn City Park og Capital inn eru með tæplega tíu milljóna króna kröfu samanlagt. Þá eru þrettán launakröfur á veitingastaðinn Messann upp á rúmlega fimm milljónir króna. Stundin hefur fjallað um erfiða stöðu starfsfólks Messans sem barðist fyrir launum sínum. Efling vekur athygli á því að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki,“ segir á vef Eflingar. Eru veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 og þrifafyrirtækið Topp þrif nefnd til sögunnar. „Dæmi um þetta er veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hefur verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu (Harrow house ehf. kt. 600511-0840 og Ítalskt ehf. kt. 520912-1260). Í dag er veitingastaðurinn í rekstri sömu aðila en á á nýrri kennitölu (Garda ehf. kt. 490720-1460). Annað dæmi er þrifafyrirtækið Topp þrif sem hefur verið skráð undir nöfnunum Tipp Topp þrif ehf. (kt. 430518-1270) og N 32 þrif ehf. (kt. 560519-0600).Í dag er það í rekstri undir heitinu Topp Þrif ehf. (kt. 491219-0840),“ segir á vef Eflingar. Segist ekkert tengjast fyrri rekstraraðilum Vísir hafði samband við Kristján Nóa Sæmundssson sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Primo í Þingholtsstræti 1 á þeirri kennitölu sem Efling nefnir á heimasíðu sinni. Kristján Nói segir nýja rekstur sinn ekkert tengjast fyrri aðilum sem hafi verið með veitingarekstur á staðnum, undir sama nafni. Aðspurður segir hann annað starfsfólk vera hjá sér en hafi verið hjá fyrri eigendum. „Við komum inn í þetta í júlí, eftir lokun í vor. Þá var þessu lokið. Við komum inn, höldum merki Primo en þetta eru allt aðrir aðilar og ekkert tengdir okkur.“ Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
23 starfsmenn Bryggjunnar brugghúss eiga inni laun hjá fyrirtækinu sem farið er í þrot. Sömu sögu er að segja um ellefu starfsmenn City Park Hotels og þrettán starfsmenn Messans en fyrirtækin eru einnig farin í þrot. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Eflingar sem stéttarfélagið birtir á vef sínum. Eigandi City Park Hotels segir að fólkið fái launin sín þótt það taki tíma. Til þess greiði fyrirtæki í tryggingarsjóð launa. Rektrarfélag Bryggjunnar brugghús var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Um var að ræða veitingastað á Grandanum í vesturbæ Reykjavíkur sem sérhæfði sig í bjór. Engar eignir fundust í þrotabúinu en gjaldþrotaskiptum lauk í júlí. Sólveig Anna Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Árni Valur Sólonsson, sem rak City Park Hotel í Ármúla og Capital-Inn í Suðurhlíð, segir rekstrarfélagið hafa farið í þrot vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit ekki til hvers er verið að birta þetta,“ segir Árni Valur. Launakröfurnar hafi komið í kjölfar gjaldþrotsins en fólkið fái launin sín greidd. „Til þess er tryggingarsjóður launa. Fólk fær þetta greitt,“ segir Árni Valur. Það taki bara smá tíma. 42 milljóna króna kröfur á þrjú fyrirtæki Samkvæmt gögnum Eflingar nema launakröfur 23 starfsmenna Bryggjunar rúmlega 27 milljónum króna. Ellefu starfsmenn City Park og Capital inn eru með tæplega tíu milljóna króna kröfu samanlagt. Þá eru þrettán launakröfur á veitingastaðinn Messann upp á rúmlega fimm milljónir króna. Stundin hefur fjallað um erfiða stöðu starfsfólks Messans sem barðist fyrir launum sínum. Efling vekur athygli á því að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki,“ segir á vef Eflingar. Eru veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 og þrifafyrirtækið Topp þrif nefnd til sögunnar. „Dæmi um þetta er veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hefur verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu (Harrow house ehf. kt. 600511-0840 og Ítalskt ehf. kt. 520912-1260). Í dag er veitingastaðurinn í rekstri sömu aðila en á á nýrri kennitölu (Garda ehf. kt. 490720-1460). Annað dæmi er þrifafyrirtækið Topp þrif sem hefur verið skráð undir nöfnunum Tipp Topp þrif ehf. (kt. 430518-1270) og N 32 þrif ehf. (kt. 560519-0600).Í dag er það í rekstri undir heitinu Topp Þrif ehf. (kt. 491219-0840),“ segir á vef Eflingar. Segist ekkert tengjast fyrri rekstraraðilum Vísir hafði samband við Kristján Nóa Sæmundssson sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Primo í Þingholtsstræti 1 á þeirri kennitölu sem Efling nefnir á heimasíðu sinni. Kristján Nói segir nýja rekstur sinn ekkert tengjast fyrri aðilum sem hafi verið með veitingarekstur á staðnum, undir sama nafni. Aðspurður segir hann annað starfsfólk vera hjá sér en hafi verið hjá fyrri eigendum. „Við komum inn í þetta í júlí, eftir lokun í vor. Þá var þessu lokið. Við komum inn, höldum merki Primo en þetta eru allt aðrir aðilar og ekkert tengdir okkur.“
Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira