Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 08:31 Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning, segjast ekki hafa brotið gegn sóttvarnareglum. EPA/PATRICK VAN KATWIJK Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. Konungshjónin voru harðlega gagnrýnd fyrir ferðina, enda hafði hollensku þjóðinni verið ráðlagt að halda sig heima til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld höfðu beint þeim tilmælum til fólks að takmarka öll ferðalög en konungshjónin eru þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Þau segjast þó hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni segja þau nauðsynlegt að fólk fari eftir tilmælum. „Við viljum ekki valda neinum vafa um að það er nauðsynlegt að fólk fylgi tilmælum til þess að ná tökum á Covid-19. Umræðan um okkar frí hjálpar ekki í þeirri baráttu.“ Konungshjónin sneru heim í gær. Þá virðist vera á reiki hvort einhver innan hollensku ríkisstjórnarinnar vissi af fyrirhuguðu ferðalagi konungshjónanna og þau hafi fengið ráðleggingar í þeim efnum. Hefur verið kallað eftir því að Mark Rutte, forsætisráðherra landsins, að útskýra hvort hann hafi leiðbeint konungshjónunum vegna ferðalagsins og þá hvers vegna hann hafi ekki ráðlagt þeim að vera heima. „Ef Rutte hefði sagt að þetta væri slæm hugmynd, þá myndi maður halda að konungurinn hefði breytt áformum sínum,“ sagði Peter Rehwinkel, þingmaður stjórnarandstöðuflokksins PvdA. Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum vexti í Hollandi og var greint frá metfjölda nýrra smita í gær, eða yfir átta þúsund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Kóngafólk Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. Konungshjónin voru harðlega gagnrýnd fyrir ferðina, enda hafði hollensku þjóðinni verið ráðlagt að halda sig heima til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld höfðu beint þeim tilmælum til fólks að takmarka öll ferðalög en konungshjónin eru þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Þau segjast þó hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni segja þau nauðsynlegt að fólk fari eftir tilmælum. „Við viljum ekki valda neinum vafa um að það er nauðsynlegt að fólk fylgi tilmælum til þess að ná tökum á Covid-19. Umræðan um okkar frí hjálpar ekki í þeirri baráttu.“ Konungshjónin sneru heim í gær. Þá virðist vera á reiki hvort einhver innan hollensku ríkisstjórnarinnar vissi af fyrirhuguðu ferðalagi konungshjónanna og þau hafi fengið ráðleggingar í þeim efnum. Hefur verið kallað eftir því að Mark Rutte, forsætisráðherra landsins, að útskýra hvort hann hafi leiðbeint konungshjónunum vegna ferðalagsins og þá hvers vegna hann hafi ekki ráðlagt þeim að vera heima. „Ef Rutte hefði sagt að þetta væri slæm hugmynd, þá myndi maður halda að konungurinn hefði breytt áformum sínum,“ sagði Peter Rehwinkel, þingmaður stjórnarandstöðuflokksins PvdA. Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum vexti í Hollandi og var greint frá metfjölda nýrra smita í gær, eða yfir átta þúsund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Kóngafólk Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira