Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2020 12:24 Líkamsræktarstöðvum var gert að loka í byrjun október. Kórónuveirusmit hafa verið rakin til margra slíkra stöðva, að sögn sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. Þá kveðst hann munu ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um misræmi í reglugerð ráðuneytisins og tilmæla hans varðandi líkamsræktarstöðvar og íþróttaiðkun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil,“ segir á vef stjórnarráðsins. Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verði lokaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.Lögreglan Smit rakin til margra líkamsræktarstöðva Þórólfi var bent á á upplýsingafundinum í morgun að mörgum þætti misvísandi upplýsingar um íþróttastarf koma fram í reglugerð annars vegar og tilmælum hans hins vegar. Þannig bæri til dæmis á því að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva, sem og iðkendur, skilji ekki muninn á reglugerðinni og tilmælum hans. Spurður að því hvort þetta gæti ekki flokkast sem upplýsingaóreiða, einkum í ljósi þess að aðgerðirnar tækju gildi á morgun, sagði Þórólfur að hægt væri að taka undir það. Hann benti þó á að tillögur hans væru eitt en reglugerð ráðuneytisins annað. „Ég hef sagt það áður að mér finnst ekkert óeðlilegt þótt reglugerð ráðuneytisins sé einhvern veginn öðruvísi og taki tillit til annarra þátta en kom nákvæmlega fram í tillögum mínum. En það verður þá að vera ljóst og skýrt,“ sagði Þórólfur. Hann teldi þó alls ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum með aðaluppsprettu faraldursins sem er núna frá líkamsræktarstöðvum, ekki bara einni heldur fleirum. Og þetta er sú starfsemi sem ég held að væri ekki mjög heppilegt að fari aftur í gang núna með þá vitneskju. Það er það sem við þurfum að ræða betur við ráðuneytið,“ sagði Þórólfur. Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. Þá kveðst hann munu ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um misræmi í reglugerð ráðuneytisins og tilmæla hans varðandi líkamsræktarstöðvar og íþróttaiðkun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil,“ segir á vef stjórnarráðsins. Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verði lokaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.Lögreglan Smit rakin til margra líkamsræktarstöðva Þórólfi var bent á á upplýsingafundinum í morgun að mörgum þætti misvísandi upplýsingar um íþróttastarf koma fram í reglugerð annars vegar og tilmælum hans hins vegar. Þannig bæri til dæmis á því að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva, sem og iðkendur, skilji ekki muninn á reglugerðinni og tilmælum hans. Spurður að því hvort þetta gæti ekki flokkast sem upplýsingaóreiða, einkum í ljósi þess að aðgerðirnar tækju gildi á morgun, sagði Þórólfur að hægt væri að taka undir það. Hann benti þó á að tillögur hans væru eitt en reglugerð ráðuneytisins annað. „Ég hef sagt það áður að mér finnst ekkert óeðlilegt þótt reglugerð ráðuneytisins sé einhvern veginn öðruvísi og taki tillit til annarra þátta en kom nákvæmlega fram í tillögum mínum. En það verður þá að vera ljóst og skýrt,“ sagði Þórólfur. Hann teldi þó alls ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum með aðaluppsprettu faraldursins sem er núna frá líkamsræktarstöðvum, ekki bara einni heldur fleirum. Og þetta er sú starfsemi sem ég held að væri ekki mjög heppilegt að fari aftur í gang núna með þá vitneskju. Það er það sem við þurfum að ræða betur við ráðuneytið,“ sagði Þórólfur.
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira