Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 21. október 2020 12:14 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ánægjulegt að nýgengi smits sé á niðurleið. Hann hefur þó áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað aftur í ljósi opnunar hjá líkamsræktarstöðvum. „Staðan er þannig að nýgengið er að fara niður og við sjáum að kúrvan er að fara niður en þetta getur alveg gengið svona upp og niður á milli daga. En það er greinilega niðursveifla í þessu og það er mjög ánægjulegt,“ segir Þórólfur í viðtali við fréttastofu. Hann telur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á síðustu tveimur til þremur vikum og svo samtakamáttur þjóðarinnar séu að skila árangri. Það sé einnig ánægjulegt. „Við getum gert þetta ef við tökum höndum saman“ „Og sýnir það að við getum gert þetta ef við tökum höndum saman. Við þurfum bara að halda áfram til þess að ná þessu neðar niður á sama tíma og við förum kannski eitthvað að slaka á,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort hann búist við því að tölur yfir fjölda smitaðra fari hækkandi næstu daga frá því sem nú er segir hann það alveg geta gerst. „Það getur komið svona hópsýking upp einhvers staðar þar sem tölurnar fara upp eins og þessi hópsýking sem varð þarna í bátnum fyrir vestan þannig að það getur ýmislegt gerst sem gerir það að verkum að tölurnar fara upp aftur. Það skyldi maður aldrei útiloka en við vonum bara að það gerist ekki.“ Ósáttir við að vera áfram um borð með hinum sýktu Báturinn sem Þórólfur vísar til er frystiskipið Júlíus Germundsson frá Ísafirði. 19 af 25 áhafnarmeðlimum eru með Covid-19. Áhöfnin hafði verið um þrjár vikur á sjó og sýndu nokkrir starfsmenn flensueinkenni. Í gær fóru áhafnarmeðlimir í mótefnamælingu og mun niðurstaðan liggja fyrir síðar í dag. Heimildir fréttastofu herma að þeir sem ekki eru sýktir séu ósáttir með að þurfa að vera áfram um borð í togaranum með hinum sýktu þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður út í hvort ekki hafi verið talið betra að þeir myndu vera í sóttkví heima hjá sér segir Þórólfur: „Það er bara ákvörðun þeirra fyrir vestan hvernig að því er staðið. Sumir búa þarna fyrir vestan en helmingurinn af áhöfninni býr annars staðar, býr hér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis og það er meiriháttar mál að flytja þá á milli landshluta fyrr en við vitum hvernig staðan er. Það er allt bara í undirbúningi.“ Hættuspil að hópast saman Þó nokkuð margar líkamsræktarstöðvar opnuðu í gær í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra. Reglugerðin heimilar líkamsræktarstöðvum að halda hópatíma þar sem tuttugu manna samkomubann er virt og ítrustu sóttvörnum fylgt. Ljóst er að margir hafa beðið spenntir eftir því að komast aftur í ræktina en til dæmis var nánast fullt í alla hópatíma hjá World Class í gær. Þórólfur kveðst hafa áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað vegna þessa. „Ef fólk fer að hópast saman og það skiptir engu máli hvað við köllum starfsemina þar sem fólk er að hópast saman. Öll starfsemi þar sem fólk hópast saman og er kannski hvert ofan í öðru, það er áhættuspil hvað varðar veiruna og það er það sem við erum að reyna biðja menn um að forðast og gera ekki. Það er að segja að hópast ekki saman, vera ekki í mikilli nánd og passa snertingu á sameiginlegum hlutum, sótthreinsa og hreinsa vel,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ánægjulegt að nýgengi smits sé á niðurleið. Hann hefur þó áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað aftur í ljósi opnunar hjá líkamsræktarstöðvum. „Staðan er þannig að nýgengið er að fara niður og við sjáum að kúrvan er að fara niður en þetta getur alveg gengið svona upp og niður á milli daga. En það er greinilega niðursveifla í þessu og það er mjög ánægjulegt,“ segir Þórólfur í viðtali við fréttastofu. Hann telur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á síðustu tveimur til þremur vikum og svo samtakamáttur þjóðarinnar séu að skila árangri. Það sé einnig ánægjulegt. „Við getum gert þetta ef við tökum höndum saman“ „Og sýnir það að við getum gert þetta ef við tökum höndum saman. Við þurfum bara að halda áfram til þess að ná þessu neðar niður á sama tíma og við förum kannski eitthvað að slaka á,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort hann búist við því að tölur yfir fjölda smitaðra fari hækkandi næstu daga frá því sem nú er segir hann það alveg geta gerst. „Það getur komið svona hópsýking upp einhvers staðar þar sem tölurnar fara upp eins og þessi hópsýking sem varð þarna í bátnum fyrir vestan þannig að það getur ýmislegt gerst sem gerir það að verkum að tölurnar fara upp aftur. Það skyldi maður aldrei útiloka en við vonum bara að það gerist ekki.“ Ósáttir við að vera áfram um borð með hinum sýktu Báturinn sem Þórólfur vísar til er frystiskipið Júlíus Germundsson frá Ísafirði. 19 af 25 áhafnarmeðlimum eru með Covid-19. Áhöfnin hafði verið um þrjár vikur á sjó og sýndu nokkrir starfsmenn flensueinkenni. Í gær fóru áhafnarmeðlimir í mótefnamælingu og mun niðurstaðan liggja fyrir síðar í dag. Heimildir fréttastofu herma að þeir sem ekki eru sýktir séu ósáttir með að þurfa að vera áfram um borð í togaranum með hinum sýktu þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður út í hvort ekki hafi verið talið betra að þeir myndu vera í sóttkví heima hjá sér segir Þórólfur: „Það er bara ákvörðun þeirra fyrir vestan hvernig að því er staðið. Sumir búa þarna fyrir vestan en helmingurinn af áhöfninni býr annars staðar, býr hér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis og það er meiriháttar mál að flytja þá á milli landshluta fyrr en við vitum hvernig staðan er. Það er allt bara í undirbúningi.“ Hættuspil að hópast saman Þó nokkuð margar líkamsræktarstöðvar opnuðu í gær í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra. Reglugerðin heimilar líkamsræktarstöðvum að halda hópatíma þar sem tuttugu manna samkomubann er virt og ítrustu sóttvörnum fylgt. Ljóst er að margir hafa beðið spenntir eftir því að komast aftur í ræktina en til dæmis var nánast fullt í alla hópatíma hjá World Class í gær. Þórólfur kveðst hafa áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað vegna þessa. „Ef fólk fer að hópast saman og það skiptir engu máli hvað við köllum starfsemina þar sem fólk er að hópast saman. Öll starfsemi þar sem fólk hópast saman og er kannski hvert ofan í öðru, það er áhættuspil hvað varðar veiruna og það er það sem við erum að reyna biðja menn um að forðast og gera ekki. Það er að segja að hópast ekki saman, vera ekki í mikilli nánd og passa snertingu á sameiginlegum hlutum, sótthreinsa og hreinsa vel,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira