Sjálfsögð réttindi barna tryggð til frambúðar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 26. október 2020 10:00 Hlutverk foreldra og forráðamanna er víðfeðmt og flókið og myndi það taka langan tíma að telja upp alla anga þess. Eitt þeirra er að annast börn ef þau veikjast eða lenda í slysum. Foreldrar á vinnumarkaði hafa áunnið sér þann rétt í kjarasamningum að annast um veik börn sín án þess að þeir missi nokkuð af sínum launum, yfirleitt í ákveðinn fjölda daga á tólf mánaða tímabili. Þessi réttindi eru óneitanlega mikilvæg barnafólki á vinnumarkaði sem og börnunum sjálfum. Í dag miðast þó fjöldi þeirra daga sem starfsmaður hefur til að annast veikt barn ekki við fjölda barna. Þetta þýðir að einbirni tveggja foreldra á vinnumarkaði er í allt annarri stöðu en t.d. tvö börn einstæðs foreldris. Ef foreldrarnir fá t.d. allir tólf daga til að annast veik börn á ári, fær einbirnið 24 daga, en systkinin tvö þurfa að deila með sér tólf dögum foreldris síns. Þetta setur börnin í gjörólíka stöðu. Ég hef ásamt nokkrum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lagt fram tvö þingmál til að taka á þessu. Fyrra málið er frumvarp til laga sem festir í barnalög að veikt eða slasað barn skuli eiga rétt á umönnun foreldra. Því rétturinn á ekki einvörðungu að vera foreldris að fá að annast barn sitt, heldur einnig barnsins að fá að njóta þeirrar umönnunar. Marga kann að undra að þetta sé ekki þegar tryggt í íslenskum lögum, en svo er ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa haft forystu í þessum málum, og kjarasamningar tryggja því foreldrum þennan rétt. Hitt málið er þingsályktunartillaga sem kallar á að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forráðamanna á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna. Í þeim hópi eigi sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, umboðsmanns barna og ráðuneyta. Ég tel að þar sem réttur foreldra til að annast veik börn er tryggður í kjarasamningum sé réttast að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kanni hvort taka þurfi tillit til fjölda barna foreldris. Þannig hafa verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins áfram frumkvæði í málum sem þessum réttindum tengjast, líkt og þau hafa svo oft áður samið um sín á milli. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í réttindamálum íslensks launafólks hefur skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag. Aðkoma hreyfingarinnar með sínum viðsemjendum að þessum málum mun vonandi verða til þess að sjálfsögð réttindi barna á Íslandi verði tryggð til frambúðar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Réttindi barna Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk foreldra og forráðamanna er víðfeðmt og flókið og myndi það taka langan tíma að telja upp alla anga þess. Eitt þeirra er að annast börn ef þau veikjast eða lenda í slysum. Foreldrar á vinnumarkaði hafa áunnið sér þann rétt í kjarasamningum að annast um veik börn sín án þess að þeir missi nokkuð af sínum launum, yfirleitt í ákveðinn fjölda daga á tólf mánaða tímabili. Þessi réttindi eru óneitanlega mikilvæg barnafólki á vinnumarkaði sem og börnunum sjálfum. Í dag miðast þó fjöldi þeirra daga sem starfsmaður hefur til að annast veikt barn ekki við fjölda barna. Þetta þýðir að einbirni tveggja foreldra á vinnumarkaði er í allt annarri stöðu en t.d. tvö börn einstæðs foreldris. Ef foreldrarnir fá t.d. allir tólf daga til að annast veik börn á ári, fær einbirnið 24 daga, en systkinin tvö þurfa að deila með sér tólf dögum foreldris síns. Þetta setur börnin í gjörólíka stöðu. Ég hef ásamt nokkrum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lagt fram tvö þingmál til að taka á þessu. Fyrra málið er frumvarp til laga sem festir í barnalög að veikt eða slasað barn skuli eiga rétt á umönnun foreldra. Því rétturinn á ekki einvörðungu að vera foreldris að fá að annast barn sitt, heldur einnig barnsins að fá að njóta þeirrar umönnunar. Marga kann að undra að þetta sé ekki þegar tryggt í íslenskum lögum, en svo er ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa haft forystu í þessum málum, og kjarasamningar tryggja því foreldrum þennan rétt. Hitt málið er þingsályktunartillaga sem kallar á að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forráðamanna á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna. Í þeim hópi eigi sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, umboðsmanns barna og ráðuneyta. Ég tel að þar sem réttur foreldra til að annast veik börn er tryggður í kjarasamningum sé réttast að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kanni hvort taka þurfi tillit til fjölda barna foreldris. Þannig hafa verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins áfram frumkvæði í málum sem þessum réttindum tengjast, líkt og þau hafa svo oft áður samið um sín á milli. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í réttindamálum íslensks launafólks hefur skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag. Aðkoma hreyfingarinnar með sínum viðsemjendum að þessum málum mun vonandi verða til þess að sjálfsögð réttindi barna á Íslandi verði tryggð til frambúðar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun