Slegist um ketti í Kattholti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. október 2020 21:01 Þetta er einn af þeim fáu köttum sem eftir eru í Kattholti en hann unir sér vel þrátt fyrir lítið sé um félagsskap. Vísir/Sigurjón Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. Þegar mest er eru um fjörutíu kettir í Kattholti í leit að nýju heimili. Undanfarið hefur staðan hins vegar verið sú að þeir kettir sem komið hafa þangað hafa stoppað stutt við þar sem eftirspurn eftir köttum er mikil. „Mér finnst það vera mjög mikil aukning á að fólk sé að leita sér að köttum núna. Það var þannig í fyrstu bylgjunni að það tæmdust öll búr hjá okkur. Það voru nokkrir dagar þar sem voru engir kettir í heimilisleit sem er bara fyrsta skipti ever í sögu Kattholts. Núna erum við með fjóra ketti í heimilisleit sem er líka sögulegt lágmark. Þannig að fólk er mjög mikið heima við og kannski farið að skrá sig í skóla og svona og vill fá félagsskap,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Hanna Evensen er rekstarstjóri Kattholts.Vísir/Sigurjón Reyna að velja fjölskyldurnar vel Hún segir marga vilja eignast ketti núna og kettlingar séu alltaf vinsælastir. „Það er slegist um hvern kött.“ „Það er bara á öllum facebooksíðum ef það er eitthvað got eða einhverjir kettir til sölu eða leitað að nýjum heimilum þá er bara slegist um þá þar líka.“ Hún óttast ekki að nýjir eigendur losi sig við kettina þegar kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. „Ég vona náttúrlega ekki. Við reynum að velja fjölskyldurnar vel og við erum að taka eftir því að fólk er svo miklu meðvitaðra í dag um kattarhald. Þetta er fjölskyldumeðlimur að koma inn á heimilið. Þetta er ekki bara að fá sætan kettling í smá stund og svo skila honum þegar Covid er búið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. Þegar mest er eru um fjörutíu kettir í Kattholti í leit að nýju heimili. Undanfarið hefur staðan hins vegar verið sú að þeir kettir sem komið hafa þangað hafa stoppað stutt við þar sem eftirspurn eftir köttum er mikil. „Mér finnst það vera mjög mikil aukning á að fólk sé að leita sér að köttum núna. Það var þannig í fyrstu bylgjunni að það tæmdust öll búr hjá okkur. Það voru nokkrir dagar þar sem voru engir kettir í heimilisleit sem er bara fyrsta skipti ever í sögu Kattholts. Núna erum við með fjóra ketti í heimilisleit sem er líka sögulegt lágmark. Þannig að fólk er mjög mikið heima við og kannski farið að skrá sig í skóla og svona og vill fá félagsskap,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Hanna Evensen er rekstarstjóri Kattholts.Vísir/Sigurjón Reyna að velja fjölskyldurnar vel Hún segir marga vilja eignast ketti núna og kettlingar séu alltaf vinsælastir. „Það er slegist um hvern kött.“ „Það er bara á öllum facebooksíðum ef það er eitthvað got eða einhverjir kettir til sölu eða leitað að nýjum heimilum þá er bara slegist um þá þar líka.“ Hún óttast ekki að nýjir eigendur losi sig við kettina þegar kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. „Ég vona náttúrlega ekki. Við reynum að velja fjölskyldurnar vel og við erum að taka eftir því að fólk er svo miklu meðvitaðra í dag um kattarhald. Þetta er fjölskyldumeðlimur að koma inn á heimilið. Þetta er ekki bara að fá sætan kettling í smá stund og svo skila honum þegar Covid er búið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira