Hvetur ríki til að auka ríkisútgjöld í Covid-kreppunni Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2020 16:25 Búðareigandi lokar snemma í Barcelona á Spáni. Faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir hafa lagst þungt á fyrirtæki og heimili víða um heim. Mótvægisaðgerðir sem var gripið til í mörgum löndum eru nú að renna sitt skeið þrátt fyrir að faraldurinn sé víða í mikilli sókn. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Djúp efnahagskreppa hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum enda hafa sóttvarnaaðgerðir komi verulega niður á starfsemi fjölda fyrirtækja, allt frá veitingastaða og öldurhúsa til iðnaðar og flugsamgangna. Mörg ríki hafa brugðist við með efnahagsinnspýtingu til þess að halda lífinu í fyrirtækjum og halda þeim sem missa vinnuna á floti. Slík innspýting hefur komið í veg fyrir enn dýpri kreppu, að því er kemur fram í grein sem sjóðurinn birti á vefsíðu sinni í dag. Þar eru G20-ríkin, helstu hagkerfi heims, hvött til að láta ekki deigan síga heldur bæta inn í útgjöld sín því faraldrinum sé hvergi nærri lokið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, tekur í svipaðan streng í grein sem hún skrifaði í Financial Times í dag. Fordæmalausar aðgerðir seðlabanka víða um heim, þar á meðal vaxtalækkanir og stórfelld kaup á skuldabréfum, hafi verið réttmætar en ekki nægjanlegar til þess að vega upp á móti áhrifum faraldursins. Þó að peningamálstefna verði áfram lykilþáttur í viðbrögðum við kreppunni þurfi ríkisútgjöld að leika stærra hlutverk. Kallar Gopinath eftir alþjóðlegu átaki til þess að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir efnahagslega. Hætti ríkin mótvægisaðgerðum of snemma á meðan atvinnuleysi er enn mikið kæmi það niður á afkomu fólks og leiddi að líkindum til fjöldagjaldþrota, að mati sjóðsins. Það kæmi niður á efnahagsbata eftir faraldurinn. AGS spáir nú 4,4% samdrætti á heimsvísu á þessu ári en 5,2% hagvexti á næsta ári. „Meiri stuðningur en þeim sem nú er spáð er æskilegur í sumum hagkerfum á næsta ári,“ segir í skýrslu um G20-ríkin sem AGS birti í dag. Sérstaklega vísaði sjóðurinn þar til Brasilíu, Mexíkó, Bretlands og Bandaríkjanna. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Djúp efnahagskreppa hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum enda hafa sóttvarnaaðgerðir komi verulega niður á starfsemi fjölda fyrirtækja, allt frá veitingastaða og öldurhúsa til iðnaðar og flugsamgangna. Mörg ríki hafa brugðist við með efnahagsinnspýtingu til þess að halda lífinu í fyrirtækjum og halda þeim sem missa vinnuna á floti. Slík innspýting hefur komið í veg fyrir enn dýpri kreppu, að því er kemur fram í grein sem sjóðurinn birti á vefsíðu sinni í dag. Þar eru G20-ríkin, helstu hagkerfi heims, hvött til að láta ekki deigan síga heldur bæta inn í útgjöld sín því faraldrinum sé hvergi nærri lokið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, tekur í svipaðan streng í grein sem hún skrifaði í Financial Times í dag. Fordæmalausar aðgerðir seðlabanka víða um heim, þar á meðal vaxtalækkanir og stórfelld kaup á skuldabréfum, hafi verið réttmætar en ekki nægjanlegar til þess að vega upp á móti áhrifum faraldursins. Þó að peningamálstefna verði áfram lykilþáttur í viðbrögðum við kreppunni þurfi ríkisútgjöld að leika stærra hlutverk. Kallar Gopinath eftir alþjóðlegu átaki til þess að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir efnahagslega. Hætti ríkin mótvægisaðgerðum of snemma á meðan atvinnuleysi er enn mikið kæmi það niður á afkomu fólks og leiddi að líkindum til fjöldagjaldþrota, að mati sjóðsins. Það kæmi niður á efnahagsbata eftir faraldurinn. AGS spáir nú 4,4% samdrætti á heimsvísu á þessu ári en 5,2% hagvexti á næsta ári. „Meiri stuðningur en þeim sem nú er spáð er æskilegur í sumum hagkerfum á næsta ári,“ segir í skýrslu um G20-ríkin sem AGS birti í dag. Sérstaklega vísaði sjóðurinn þar til Brasilíu, Mexíkó, Bretlands og Bandaríkjanna.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira