Fær bætur frá WADA sem tók frá honum úrslitaleik með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 09:01 Mamadou Sakho í leik með Liverpool í desember 2016. Getty/David Price Mamadou Sakho, varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Liverpool, hefur sætt sig við málalok eftir að hafa ranglega verið settur í lyfjabann fyrir rúmum fjórum árum síðan. Mamadou Sakho hefur nú sagt frá því að Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hafi viðurkennt mistök sín frá því um vorið 2016. Sakho var dæmdur í bann í stuttan tíma eftir að fitubrennsluefnið higenamine fannst í sýni hans. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hreinsaði hann af því broti þegar í ljós kom að efnið var ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Mamadou Sakho has received an apology from - and been paid substantial damages by - the World Anti-Doping Agency after it wrongly asserted that the Crystal Palace defender had failed a drugs test during his time at #LFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2020 Lögmaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins viðurkenndi það í gær að eftirlitið gangist við því að það hafi ekki átt að gefa út þær ærumeiðandi ásakanir gegn Mamadou Sakho sem og það gerði. Þótt bannið hafi ekki verið langt þá kom það engu að síður í veg fyrir að Mamadou Sakho gæti spilað úrslitaleik í Evrópudeildinni með Liverpool. Liverpool mætti þar Sevilla án Sakho og tapaði þar 3-1. Hann fékk heldur ekki að spila undanúrslitaleikina í keppninni eða síðustu fimm leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hinn þrítugi Sakho heldur því einnig fram að bannið hafi komið í veg fyrir það að hann var valinn í EM-hóp Frakka á Evrópumótinu sem fór fram seinna um sumarið. „Ég er ánægður með WADA sé búið að viðurkenna það að ég hafi ekki brotið neinar lyfjareglur UEFA, að ég svindlaði ekki, að ég hafi aldrei ætlaði mér að búa mér til forskot og að ég hafi gert þetta í góðri trú,“ skrifaði Mamadou Sakho í færslu á Twitter sem var bæði á ensku og frönsku. „Ég er einnig ánægður með það að WADA hefur nú beðið mig afsökunar og einnig greitt mér verulegar skaðabætur. Ég lít svo á að ég hafi fengið uppreisn æru og ég horfi nú fram á veginn á mínum ferli,“ skrifaði Sakho. „Það versta sem þú getur verið sakaður um sem íþróttamaður er að nota ólögleg lyf. Þessi dagur er því stór dagur í sögu minni,“ skrifaði Mamadou Sakho eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/CfIL4zSNkt— Mamadou Sakho (@mamadousakho) November 4, 2020 Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira
Mamadou Sakho, varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Liverpool, hefur sætt sig við málalok eftir að hafa ranglega verið settur í lyfjabann fyrir rúmum fjórum árum síðan. Mamadou Sakho hefur nú sagt frá því að Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hafi viðurkennt mistök sín frá því um vorið 2016. Sakho var dæmdur í bann í stuttan tíma eftir að fitubrennsluefnið higenamine fannst í sýni hans. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hreinsaði hann af því broti þegar í ljós kom að efnið var ekki á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Mamadou Sakho has received an apology from - and been paid substantial damages by - the World Anti-Doping Agency after it wrongly asserted that the Crystal Palace defender had failed a drugs test during his time at #LFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2020 Lögmaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins viðurkenndi það í gær að eftirlitið gangist við því að það hafi ekki átt að gefa út þær ærumeiðandi ásakanir gegn Mamadou Sakho sem og það gerði. Þótt bannið hafi ekki verið langt þá kom það engu að síður í veg fyrir að Mamadou Sakho gæti spilað úrslitaleik í Evrópudeildinni með Liverpool. Liverpool mætti þar Sevilla án Sakho og tapaði þar 3-1. Hann fékk heldur ekki að spila undanúrslitaleikina í keppninni eða síðustu fimm leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hinn þrítugi Sakho heldur því einnig fram að bannið hafi komið í veg fyrir það að hann var valinn í EM-hóp Frakka á Evrópumótinu sem fór fram seinna um sumarið. „Ég er ánægður með WADA sé búið að viðurkenna það að ég hafi ekki brotið neinar lyfjareglur UEFA, að ég svindlaði ekki, að ég hafi aldrei ætlaði mér að búa mér til forskot og að ég hafi gert þetta í góðri trú,“ skrifaði Mamadou Sakho í færslu á Twitter sem var bæði á ensku og frönsku. „Ég er einnig ánægður með það að WADA hefur nú beðið mig afsökunar og einnig greitt mér verulegar skaðabætur. Ég lít svo á að ég hafi fengið uppreisn æru og ég horfi nú fram á veginn á mínum ferli,“ skrifaði Sakho. „Það versta sem þú getur verið sakaður um sem íþróttamaður er að nota ólögleg lyf. Þessi dagur er því stór dagur í sögu minni,“ skrifaði Mamadou Sakho eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/CfIL4zSNkt— Mamadou Sakho (@mamadousakho) November 4, 2020
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira