Óveðurslægðin fjarlægist og önnur lægð á leiðinni Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2020 07:23 Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun fari ný lægð til norðausturs fyrir vestan land, en hún sé mun vægari. Vísir/Vilhelm Óveðurslægð gærdagsins er komin norður fyrir land og fjarlægist. Íbúar sunnan- og vestantil á landinu sitja þó eftir í stífri suðvestanátt, 10 til 18 metrum á sekúndu og með éljagangi. Þó er bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi, en hitinn á landinu verður á bilinu 0 til 5 stig. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu segir að hún hafi þurft að sinna nokkrum útköllum vegna veðurs í gærkvöldi og í nótt, en þó ekkert stórfenglegt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun fari ný lægð til norðausturs fyrir vestan land, en hún sé mun vægari. „Vindátt verður áfram suðlæg og vindstyrkur á bilinu 8 til 15 m/s víðast hvar. Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands, annars skýjað en þurrt. Á sunnudag er útlit fyrir heldur hægari vind og litla sem enga úrkomu, en á mánudag er búist við suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákortið fyrir hádegið í dag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 1 til 7 stig. Á sunnudag: Suðlæg átt, 5-13 m/s. Bjartviðri N- og A-lands, en skýjað og dálítil væta öðru hverju á S- og V-landi. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark NA-til á landinu. Á mánudag: Suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið N-lands. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 7 stig. Veður Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Sjá meira
Óveðurslægð gærdagsins er komin norður fyrir land og fjarlægist. Íbúar sunnan- og vestantil á landinu sitja þó eftir í stífri suðvestanátt, 10 til 18 metrum á sekúndu og með éljagangi. Þó er bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi, en hitinn á landinu verður á bilinu 0 til 5 stig. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu segir að hún hafi þurft að sinna nokkrum útköllum vegna veðurs í gærkvöldi og í nótt, en þó ekkert stórfenglegt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun fari ný lægð til norðausturs fyrir vestan land, en hún sé mun vægari. „Vindátt verður áfram suðlæg og vindstyrkur á bilinu 8 til 15 m/s víðast hvar. Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands, annars skýjað en þurrt. Á sunnudag er útlit fyrir heldur hægari vind og litla sem enga úrkomu, en á mánudag er búist við suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákortið fyrir hádegið í dag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 1 til 7 stig. Á sunnudag: Suðlæg átt, 5-13 m/s. Bjartviðri N- og A-lands, en skýjað og dálítil væta öðru hverju á S- og V-landi. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark NA-til á landinu. Á mánudag: Suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið N-lands. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 7 stig.
Veður Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Sjá meira