Pólitísk ákvörðun um sóun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 8. nóvember 2020 14:01 Nú þessa dagana þegar fjárlaganefnd Alþingis fundar dag eftir dag, marga klukkutíma í senn í gegnum fjarfundarbúnað við að gera fjárlagafrumvarpið klárt fyrir aðra umræðu í þinginu er kannski ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort takmörkuðum fjármunum ríkissjóðs sé ráðstafað á þann hátt að nýting þeirra sé sem best og árangur þeirra fyrirtækja og stofnana sem úthlutað fá skattfé almennings af fjárlögum sé í takt við fjárútlátin. Í gegnum tíðina hefur í alltof mörgum tilfellum sú mælistika sett á árangur fagráðuneyta og stofnana þeirra, hversu miklum fjármunum þeim tekst að kreista út úr fjárlögum hverju sinni. Takist ráðherra að kreista vel út fyrir sinn málaflokk, þá hljóti allt að vera á uppleið í þeim málum sem ráðherranum er treyst fyrir og ráðherrann er með afbrigðum duglegur og fylginn sér. En er það svo að auknir fjármunir þýði alltaf betri árangur? Eru það einhver merki um dugnað ráðherra, að hann sé frekur til fjársins? Ætti það ekki frekar að snúast um hversu vel það tekst að nýta þá fjármuni sem næst að kreista út úr fjárlögum? Sjaldan eða aldrei virðist mælistikan vera sett á það hvað ráðherrann og undirstofnanir hans, fá fyrir peninginn sem þau ná að kreista út úr fjárlögum. Er ríkið að fá meira frá þessum stofnunum í ár en árið á undan? Eru afköstin í samræmi við auknar fjárheimildir? Væri hægt að skila sömu afköstum og halda sama þjónustusstigi, án þess að hækka framlögin? Eða jafnvel lækka þau? Ár eftir ár er staðan sú að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) þurfa sífellt meira og meira fjármagn til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Ég ætla ekki að gera neinn ágreining um það. Enda spila þar inn í þættir eins og öldrun þjóðarinnar sem kallar á aukna heilbrigðisþjónustu. Ég ætla hins vegar að varpa fram þeirri spurningu hvort SÍ sé gert það kleift að nýta þá takmörkuðu fjármuni sem þær fá af fjárlögum eins vel og mögulegt er? Getur svarið við þeirri spurningu verið já þegar SÍ er samkvæmt lögum (fjárlögum) bannað að semja við Klíníkina um liðskiptiaðgerðir og að þær þurfi þá þess vegna að senda fólk af biðlista eftir slíkum aðgerðum til Svíþjóðar eða annarra landa fyrir allt að því þrefalt hærri upphæð en greidd yrði fyrir aðgerð og eftirfylgni á Klíníkinni? Annað dæmi sem nefna mætti, er hvernig heilbrigðisyfirvöld taka á, eða taka ekki á, fráflæðivandanum á Landspítalanum (LSH). Fráflæðivandi verður til þegar úrræði skortir fyrir þásjúklinga spítalans sem lokið hafa meðferð á spítalanum, en geta ekki af ýmsum ástæðum séð um sig sjálfir og þurfa því mismikla umönnun eftir að spítalavist lýkur. Ef ekki tekst að finna viðeigandi úrræði eins og t.d. pláss á hjúkrunarheimili fyrir viðkomandi sjúkling er hann vistaður áfram á spítalanum þar til úrræðið finnst. Það myndi kannski sleppa til, ef að ekki biði annar sjúklingur eftir rúminu sem ætti að losna við útskrift og ef að þessi leið væri ekki svona dýr. Sólarhringurinn á LSH kostar eftir því um hvaða deild er að ræða, á bilinu 120-250 þús. Það þýðir að einn sjúklingur í þannig stöðu kostar spítalann tæplega 44 milljónir á ári miðað við hann dvelji á deild með minnsta kostnaðinn. Dvelji þessi sami sjúklingur á deild með hæsta kostnaðnum er kostnaðurinn hins vegar rúmlega 91 milljón á ári. Það sér það auðvitað hver maður að það þarft ekki marga sjúklinga í þessari stöðu svo kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna eða jafnvel á milljörðum. Fyrir nokkrum árum var ráðist í það að breyta Vífilstöðum í úrræði fyrir þennan sjúklingahóp, þar er kostnaðurinn 52 þús pr. sólarhring eða tæplega 19 milljónir fyrir einn sjúkling sem dvelur þar í eitt ár.Vífilstaðir eru þó meira en helmingi ódýrara úrræði en ódýrasta vistunin á LSH. Gallinn við Vífilstaði er þó sá að þar ekki sama þjónustustig og á hjúkrunarheimilum, þar er takmarkaður fjöldi plássa sem annar engan vegin eftirspurn. Auk þess er þar ekki með í dæminu kostnaður við stoðþjónustu og stjórnun frá LSH. Munurinn gæti því verið minni en getið er hér að ofan. Nú undanfarið, við litlar sem engar undirtektir heilbrigðisyfirvalda,hafa tvö einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum boðist til að létta undir með LSH vegna fráflæðivandans. Fyrirtækin sem um ræðir eru Heilsumiðstöðin við Ármúla, sem nú þegar er með rammasamning við SÍ en þyrfti að útvíkka hann og breyta honum örlítið til þess að mögulegt væri að auka þjónustuna. Hitt fyrirtækið er Heilsuvernd í Urriðahvarfi í Kópavogi. Það fyrirtæki hefur oftar en einu sinni boðist til að taka við um það bil 100 einstaklingum til þess að létta undir með LSH vegna fráflæðivandans. Heilsuvernd í Urriðahvarfi leitar eftir sams konar rammasamningi og er í gildi við hjúkrunarheimilin. Þar er kostnaðurinn 32- 38 þús. á sjúkling pr. sólarhring. Á Heilsumiðstöðinni í Ármúla er kostar gisting með fæði 19 þús. pr. sólarhring. Við það bætist svo kostnaður við umönnun sem er eðli máls misjafn eftir sjúklingum. Engu að síður mun kostaðurinn þar aldrei verða meiri en á Vífilstöðum. Það þarf ekki velta þessu mikið fyrir sér til þess að sjá, að bara með því að benda á þessi tvö dæmi, er sóun fjármuna í heilbrigðiskerfinu gríðarleg og hleypur á milljörðum ár hvert. Þessi sóun er ekkert náttúrulögmál, heldur mannana verk.Sóunin er í rauninni ekkert annað en pólitísk ákvörðun heilbrigðisráðherra sem greinilega er tilbúinn að fórna háum fjárhæðum af skattfé almennings til þess að fóðra hatur sitt á einkarekinni heilbrigðisþjónustu í landinu. Hatur sem kostar skattgreiðendur milljarði árlega. Skattgreiðendur eiga skilið betri meðferð takmarkaða fjármuna ríkisins en þetta. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Nú þessa dagana þegar fjárlaganefnd Alþingis fundar dag eftir dag, marga klukkutíma í senn í gegnum fjarfundarbúnað við að gera fjárlagafrumvarpið klárt fyrir aðra umræðu í þinginu er kannski ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort takmörkuðum fjármunum ríkissjóðs sé ráðstafað á þann hátt að nýting þeirra sé sem best og árangur þeirra fyrirtækja og stofnana sem úthlutað fá skattfé almennings af fjárlögum sé í takt við fjárútlátin. Í gegnum tíðina hefur í alltof mörgum tilfellum sú mælistika sett á árangur fagráðuneyta og stofnana þeirra, hversu miklum fjármunum þeim tekst að kreista út úr fjárlögum hverju sinni. Takist ráðherra að kreista vel út fyrir sinn málaflokk, þá hljóti allt að vera á uppleið í þeim málum sem ráðherranum er treyst fyrir og ráðherrann er með afbrigðum duglegur og fylginn sér. En er það svo að auknir fjármunir þýði alltaf betri árangur? Eru það einhver merki um dugnað ráðherra, að hann sé frekur til fjársins? Ætti það ekki frekar að snúast um hversu vel það tekst að nýta þá fjármuni sem næst að kreista út úr fjárlögum? Sjaldan eða aldrei virðist mælistikan vera sett á það hvað ráðherrann og undirstofnanir hans, fá fyrir peninginn sem þau ná að kreista út úr fjárlögum. Er ríkið að fá meira frá þessum stofnunum í ár en árið á undan? Eru afköstin í samræmi við auknar fjárheimildir? Væri hægt að skila sömu afköstum og halda sama þjónustusstigi, án þess að hækka framlögin? Eða jafnvel lækka þau? Ár eftir ár er staðan sú að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) þurfa sífellt meira og meira fjármagn til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Ég ætla ekki að gera neinn ágreining um það. Enda spila þar inn í þættir eins og öldrun þjóðarinnar sem kallar á aukna heilbrigðisþjónustu. Ég ætla hins vegar að varpa fram þeirri spurningu hvort SÍ sé gert það kleift að nýta þá takmörkuðu fjármuni sem þær fá af fjárlögum eins vel og mögulegt er? Getur svarið við þeirri spurningu verið já þegar SÍ er samkvæmt lögum (fjárlögum) bannað að semja við Klíníkina um liðskiptiaðgerðir og að þær þurfi þá þess vegna að senda fólk af biðlista eftir slíkum aðgerðum til Svíþjóðar eða annarra landa fyrir allt að því þrefalt hærri upphæð en greidd yrði fyrir aðgerð og eftirfylgni á Klíníkinni? Annað dæmi sem nefna mætti, er hvernig heilbrigðisyfirvöld taka á, eða taka ekki á, fráflæðivandanum á Landspítalanum (LSH). Fráflæðivandi verður til þegar úrræði skortir fyrir þásjúklinga spítalans sem lokið hafa meðferð á spítalanum, en geta ekki af ýmsum ástæðum séð um sig sjálfir og þurfa því mismikla umönnun eftir að spítalavist lýkur. Ef ekki tekst að finna viðeigandi úrræði eins og t.d. pláss á hjúkrunarheimili fyrir viðkomandi sjúkling er hann vistaður áfram á spítalanum þar til úrræðið finnst. Það myndi kannski sleppa til, ef að ekki biði annar sjúklingur eftir rúminu sem ætti að losna við útskrift og ef að þessi leið væri ekki svona dýr. Sólarhringurinn á LSH kostar eftir því um hvaða deild er að ræða, á bilinu 120-250 þús. Það þýðir að einn sjúklingur í þannig stöðu kostar spítalann tæplega 44 milljónir á ári miðað við hann dvelji á deild með minnsta kostnaðinn. Dvelji þessi sami sjúklingur á deild með hæsta kostnaðnum er kostnaðurinn hins vegar rúmlega 91 milljón á ári. Það sér það auðvitað hver maður að það þarft ekki marga sjúklinga í þessari stöðu svo kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna eða jafnvel á milljörðum. Fyrir nokkrum árum var ráðist í það að breyta Vífilstöðum í úrræði fyrir þennan sjúklingahóp, þar er kostnaðurinn 52 þús pr. sólarhring eða tæplega 19 milljónir fyrir einn sjúkling sem dvelur þar í eitt ár.Vífilstaðir eru þó meira en helmingi ódýrara úrræði en ódýrasta vistunin á LSH. Gallinn við Vífilstaði er þó sá að þar ekki sama þjónustustig og á hjúkrunarheimilum, þar er takmarkaður fjöldi plássa sem annar engan vegin eftirspurn. Auk þess er þar ekki með í dæminu kostnaður við stoðþjónustu og stjórnun frá LSH. Munurinn gæti því verið minni en getið er hér að ofan. Nú undanfarið, við litlar sem engar undirtektir heilbrigðisyfirvalda,hafa tvö einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum boðist til að létta undir með LSH vegna fráflæðivandans. Fyrirtækin sem um ræðir eru Heilsumiðstöðin við Ármúla, sem nú þegar er með rammasamning við SÍ en þyrfti að útvíkka hann og breyta honum örlítið til þess að mögulegt væri að auka þjónustuna. Hitt fyrirtækið er Heilsuvernd í Urriðahvarfi í Kópavogi. Það fyrirtæki hefur oftar en einu sinni boðist til að taka við um það bil 100 einstaklingum til þess að létta undir með LSH vegna fráflæðivandans. Heilsuvernd í Urriðahvarfi leitar eftir sams konar rammasamningi og er í gildi við hjúkrunarheimilin. Þar er kostnaðurinn 32- 38 þús. á sjúkling pr. sólarhring. Á Heilsumiðstöðinni í Ármúla er kostar gisting með fæði 19 þús. pr. sólarhring. Við það bætist svo kostnaður við umönnun sem er eðli máls misjafn eftir sjúklingum. Engu að síður mun kostaðurinn þar aldrei verða meiri en á Vífilstöðum. Það þarf ekki velta þessu mikið fyrir sér til þess að sjá, að bara með því að benda á þessi tvö dæmi, er sóun fjármuna í heilbrigðiskerfinu gríðarleg og hleypur á milljörðum ár hvert. Þessi sóun er ekkert náttúrulögmál, heldur mannana verk.Sóunin er í rauninni ekkert annað en pólitísk ákvörðun heilbrigðisráðherra sem greinilega er tilbúinn að fórna háum fjárhæðum af skattfé almennings til þess að fóðra hatur sitt á einkarekinni heilbrigðisþjónustu í landinu. Hatur sem kostar skattgreiðendur milljarði árlega. Skattgreiðendur eiga skilið betri meðferð takmarkaða fjármuna ríkisins en þetta. Höfundur er bílstjóri.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun