Forsendubrestur tollasamninga Þórunn Egilsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 11:30 Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. Um er að ræða gríðarlegan samdrátt á markaði en það að er ekki það eina, fyrirséð útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa áhrif á inn- og útflutning á landbúnaðarvörum sem leiðir til forsendubrests tollasamninga við Evrópusambandið. Tollasamningur við ESB Tollasamningur Íslands við ESB hefur stóraukið framboð á innfluttum landbúnaðarvörum, afleiðingar af því hefur verið lækkandi verð til bænda ásamt því að biðtími eftir slátrun hefur aukist þar sem of mikið magn af kjöti hefur verið flutt inn. Því miður hefur lækkandi verð til bænda ekki skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs. Ísland veitir tollfrjálsa kvóta fyrir um 11-12 kg pr. íbúa af landbúnaðarvörum, en á móti fær Ísland ca. 0.02 kg pr. íbúa Evrópusambandsins. Ekki er hægt að sjá að þessi samningur mjög hagstæður fyrir íslenskan landbúnað. Gríðarleg aukning hefur verið á tollkvótum fyrir ferskt og frosið nauta-, svína, og alifuglakjöt eða úr 650 tonnum í 2600 tonn, á móti hefur tollkvóti Íslands til ESB fyrir lambakjöt aukist úr 1850 tonnum í 3000 tonn. Áhrif Brexit á samninginn Síðastliðin ár hefur verið meiri útflutningur á lambakjöti og ostum til Bretlands en allra annara landa innan ESB. Meira en helmingur alls útflutnings á kindakjöti til ESB hefur farið á Bretlandsmarkað. Með útgöngu Breta af Evrópumarkaði þá eru samningsforsendur algjörlega brostnar. Þeir takmörkuðu tollkvótar sem samið var um fyrir íslenskar vörur á Evrópumarkaði munu ekki nýtast eins og til stóð, það hlýtur að teljast sem alvarlegur forsendubrestur. Það verður að endurskoða tollasamninga, ekki er hægt að hafa þá óbreytta samhliða því að þurfum svo að semja aukalega við Bretland til viðbótar við þá tollkvóta sem nú eru til staðar. Afkomubrestur ef ekki er brugðist við Ef ekkert er að gert þá er nokkuð víst að samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu muni versna ásamt því að innlend framleiðsla mun dragast saman. Fyrirséð er að afkomubrestur í greininni muni hafa mikil og varanleg áhrif á íslenskan landbúnað. Það er því brýn nauðsyn að endurskoða tollasamninga við Evrópusambandið ásamt því að grípa til annara nauðsynlegra aðgerða. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem afurðarstöðvum í kjötiðnaði er veitt undanþága frá samkeppnislögum og þeim heimilað að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu ásamt því að hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Í Noregi eru bændur og afurðarstöðvar með undanþágur frá samkeppnislögum, það ætti því að vera sjálfsagt að veita þessar undanþágur hérlendis. Það er nauðsynlegt í ljósi aðstæðna að grípa til aðgerða strax til þess að koma í veg fyrir tjón og tryggja hagsmuni íslenskra bænda. Þá þurfum við ávallt og alla daga að vinna að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, með því erum við einnig að teysta atvinnu í landinu. Það hlýtur að vera markmið í sjálfur sér að tryggja fæðuöryggi og skapa atvinnu, þannig vinnum við saman. Áfram veginn. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. Um er að ræða gríðarlegan samdrátt á markaði en það að er ekki það eina, fyrirséð útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa áhrif á inn- og útflutning á landbúnaðarvörum sem leiðir til forsendubrests tollasamninga við Evrópusambandið. Tollasamningur við ESB Tollasamningur Íslands við ESB hefur stóraukið framboð á innfluttum landbúnaðarvörum, afleiðingar af því hefur verið lækkandi verð til bænda ásamt því að biðtími eftir slátrun hefur aukist þar sem of mikið magn af kjöti hefur verið flutt inn. Því miður hefur lækkandi verð til bænda ekki skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs. Ísland veitir tollfrjálsa kvóta fyrir um 11-12 kg pr. íbúa af landbúnaðarvörum, en á móti fær Ísland ca. 0.02 kg pr. íbúa Evrópusambandsins. Ekki er hægt að sjá að þessi samningur mjög hagstæður fyrir íslenskan landbúnað. Gríðarleg aukning hefur verið á tollkvótum fyrir ferskt og frosið nauta-, svína, og alifuglakjöt eða úr 650 tonnum í 2600 tonn, á móti hefur tollkvóti Íslands til ESB fyrir lambakjöt aukist úr 1850 tonnum í 3000 tonn. Áhrif Brexit á samninginn Síðastliðin ár hefur verið meiri útflutningur á lambakjöti og ostum til Bretlands en allra annara landa innan ESB. Meira en helmingur alls útflutnings á kindakjöti til ESB hefur farið á Bretlandsmarkað. Með útgöngu Breta af Evrópumarkaði þá eru samningsforsendur algjörlega brostnar. Þeir takmörkuðu tollkvótar sem samið var um fyrir íslenskar vörur á Evrópumarkaði munu ekki nýtast eins og til stóð, það hlýtur að teljast sem alvarlegur forsendubrestur. Það verður að endurskoða tollasamninga, ekki er hægt að hafa þá óbreytta samhliða því að þurfum svo að semja aukalega við Bretland til viðbótar við þá tollkvóta sem nú eru til staðar. Afkomubrestur ef ekki er brugðist við Ef ekkert er að gert þá er nokkuð víst að samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu muni versna ásamt því að innlend framleiðsla mun dragast saman. Fyrirséð er að afkomubrestur í greininni muni hafa mikil og varanleg áhrif á íslenskan landbúnað. Það er því brýn nauðsyn að endurskoða tollasamninga við Evrópusambandið ásamt því að grípa til annara nauðsynlegra aðgerða. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem afurðarstöðvum í kjötiðnaði er veitt undanþága frá samkeppnislögum og þeim heimilað að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu ásamt því að hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Í Noregi eru bændur og afurðarstöðvar með undanþágur frá samkeppnislögum, það ætti því að vera sjálfsagt að veita þessar undanþágur hérlendis. Það er nauðsynlegt í ljósi aðstæðna að grípa til aðgerða strax til þess að koma í veg fyrir tjón og tryggja hagsmuni íslenskra bænda. Þá þurfum við ávallt og alla daga að vinna að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, með því erum við einnig að teysta atvinnu í landinu. Það hlýtur að vera markmið í sjálfur sér að tryggja fæðuöryggi og skapa atvinnu, þannig vinnum við saman. Áfram veginn. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun