Eftir hverju erum við að bíða? Bryndís Theódórsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 13:01 Eftir um það bil sjö vikur eiga Sameyki stéttarfélag, og önnur aðildarfélög BSRB, að hafa innleitt styttri vinnuviku í dagvinnu fyrir félagsmenn sína. Þessari innleiðingu er lokið hjá hluta félagsmanna, og er það vel, á meðan annars staðar er verið að vinna í málinu. Það getur verið flókið mál fyrir vinnustaði að takast á við og útfæra styttingu vinnuvikunnar þar sem verið er að breyta 40 klukkustunda gamalgróinni vinnuviku í 36 stunda vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar krefst endurskipulagningar og þar af leiðandi gæti þurft að endurmeta starfseiningar og/eða vinnubrögð sem hafa verið með ákveðnum formföstum hætti hingað til. Það gleymist stundum hversu mikilvægt og hollt það er fyrir starfseiningar að skoða og endurmeta vinnubrögð sín með það að markmiði að gera betur, bæði hvað varðar þjónustu, markvissari vinnubrögð, og síðast en ekki síst, til að bæta líðan starfsmanna. Stytting vinnuvikunnar er ekki einungis lífskjaramál, heldur einnig hreint og klárt jafnréttismál sem hefur mikil samfélagsleg áhrif til lengri tíma litið eins og kemur fram í þeim niðurstöðum sem fengust að loknu tilraunaverkefni ríkis og borgar þar sem vinnutími var styttur á nokkrum vinnustöðum. Á niðurstöðunum sést að vinnutímastyttingin er liður í jafnréttisbaráttunni og snýr að hinni svokölluðu „þriðju vakt” sem sífellt heyrist meira talað um og er sú vakt oftar en ekki eyrnamerkt konum á heimilinu. Í lokaskýrslu sem gerð var um tilraunaverkefnið á vegum Reykjavíkurborgar segir að viðmælendur úr tilraunaverkefninu hafi upplifað bætta líkamlega og andlega heilsu. Að þeir hafi haft meiri orku til að sinna félagslífi eða stunda líkamsrækt. Svo hafi virst sem karlar tækju meiri þátt í húsverkum og aukna ábyrgð í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og væru ánægðir með að geta tekið þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna. Að loknu áðurnefndu tilraunaverkefni kom einnig fram hjá starfsmönnum á starfsstöðum borgarinnar „að styttri vinnuvika auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf, minnkaði álag á heimilum og þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna.“ Hvað segir þetta okkur? Jú, að við séum að rétta af halla sem lengi hefur þrifist í samfélagsgerðinni okkar og haft neikvæð áhrif á fjölskyldur og jafnréttismál og því löngu tímabært að rétta hann við. Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á samband okkar við börnin okkar, maka, fjölskylduna og okkur sjálf - og nú er styttingin bundin í kjarasamninga! Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Höfundur er stjórnarkona í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftir um það bil sjö vikur eiga Sameyki stéttarfélag, og önnur aðildarfélög BSRB, að hafa innleitt styttri vinnuviku í dagvinnu fyrir félagsmenn sína. Þessari innleiðingu er lokið hjá hluta félagsmanna, og er það vel, á meðan annars staðar er verið að vinna í málinu. Það getur verið flókið mál fyrir vinnustaði að takast á við og útfæra styttingu vinnuvikunnar þar sem verið er að breyta 40 klukkustunda gamalgróinni vinnuviku í 36 stunda vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar krefst endurskipulagningar og þar af leiðandi gæti þurft að endurmeta starfseiningar og/eða vinnubrögð sem hafa verið með ákveðnum formföstum hætti hingað til. Það gleymist stundum hversu mikilvægt og hollt það er fyrir starfseiningar að skoða og endurmeta vinnubrögð sín með það að markmiði að gera betur, bæði hvað varðar þjónustu, markvissari vinnubrögð, og síðast en ekki síst, til að bæta líðan starfsmanna. Stytting vinnuvikunnar er ekki einungis lífskjaramál, heldur einnig hreint og klárt jafnréttismál sem hefur mikil samfélagsleg áhrif til lengri tíma litið eins og kemur fram í þeim niðurstöðum sem fengust að loknu tilraunaverkefni ríkis og borgar þar sem vinnutími var styttur á nokkrum vinnustöðum. Á niðurstöðunum sést að vinnutímastyttingin er liður í jafnréttisbaráttunni og snýr að hinni svokölluðu „þriðju vakt” sem sífellt heyrist meira talað um og er sú vakt oftar en ekki eyrnamerkt konum á heimilinu. Í lokaskýrslu sem gerð var um tilraunaverkefnið á vegum Reykjavíkurborgar segir að viðmælendur úr tilraunaverkefninu hafi upplifað bætta líkamlega og andlega heilsu. Að þeir hafi haft meiri orku til að sinna félagslífi eða stunda líkamsrækt. Svo hafi virst sem karlar tækju meiri þátt í húsverkum og aukna ábyrgð í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og væru ánægðir með að geta tekið þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna. Að loknu áðurnefndu tilraunaverkefni kom einnig fram hjá starfsmönnum á starfsstöðum borgarinnar „að styttri vinnuvika auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf, minnkaði álag á heimilum og þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna.“ Hvað segir þetta okkur? Jú, að við séum að rétta af halla sem lengi hefur þrifist í samfélagsgerðinni okkar og haft neikvæð áhrif á fjölskyldur og jafnréttismál og því löngu tímabært að rétta hann við. Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á samband okkar við börnin okkar, maka, fjölskylduna og okkur sjálf - og nú er styttingin bundin í kjarasamninga! Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Höfundur er stjórnarkona í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun