„Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2020 10:30 Halla Bergþóra tók við sem lögreglustjóri í maí á þessu ári. Hefði hún ekki orðið lögfræðingur væri hún hjúkrunarfræðingur og í raun langaði hana að verða ljósmóðir. Hún elskar dýr, sérstaklega kýr, fugla og hunda enda alin upp á sveitabæ. Sindri Sindrason hitti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Halla saknar enn Akureyrar þar sem hún var síðast lögreglustjóri en kann þó vel við sig á nýjum stað, Grafarholtinu í Reykjavík. Halla Tók við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur í maí á þessu ári. Halla er fædd árið 1969 á Húsavík en flutti til borgarinnar 16 ára til að stunda nám við Menntaskólann við Sund. Þaðan lá leiðin í lögfræði og útskrifaðist hún með embættispróf frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún lauk LM gráðu í Evrópurétti í Stokkhólmsháskóla. Í dag býr hún ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundi í Grafarholtinu. En af hverju lögfræðin? „Í menntaskóla fór ég í svona valkúrs í lögfræði og það kveikti svona á áhuganum og síðar fór ég í lögfræðina,“ segir Halla en leið hennar lá í áttina að lögreglustarfinu eftir að hún varð fyrst afleysingalögreglukona á Húsavík. Hún segir að vinnustaðurinn sé ekki eins karlægur og hann var hér á árum áður. „Þetta er allt að koma og það eru að koma inn fleiri konur inn í lögregluna. Í dag eru enn fleiri karlmenn en þetta er allt í rétta átt,“ segir Halla en í dag eru karlmenn um sjötíu prósent lögreglumanna á Íslandi. Halla hefur fulla trú á því að hlutföllin jafnist enn meira í framtíðinni. „Á lögreglustöðinni hér í Grafarholtinu eru til að mynda fleiri konur en karlmenn,“ segir Halla en hún segir að lögreglufólk sé almenn sammála um að ekkert sé erfiðara í starfinu en að koma inn á heimili þar sem foreldrar séu að slást og hrædd grátandi börnin feli sig fyrir ástandinu á heimilinu. Upp til hópa gott fólk „Ég man þegar ég fór í fyrsta heimilisofbeldið mitt sem lögreglumaður. Það var bara um miðjan dag í miðri viku og mér fannst það skrýtið því ég hélt að svona gerðist bara á nóttinni þegar menn væru ölvaðir. Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu,“ segir Halla og bætir við að stundum hafi hún þurft að taka vinnuna með sér heim og átt í erfiðleikum með þær ömurlegur aðstæður sem hún upplifði í vinnunni. Halla Bergþóra segir lögreglustarfið vera mannlegt starf og að hún vilji þjóna fólki frekar en eitthvað annað. Hún er ekki smeyk við að gera mistök í starfi en er meðvituð um að fylgst sé vel með henni, jafnvel betur nú en áður. Hún segir að innan lögreglunnar sé upp til hópa gott fólk sem sé þarna af sömu ástæðu og hún. Oft verði þó umræðan um störf lögreglunnar óvægin og ósanngjörn segir hún. „Maður þarf líka að hugsa um það að umræðan í fjölmiðlum er af hinu góða og það er líka aðhald.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lögreglan Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Hefði hún ekki orðið lögfræðingur væri hún hjúkrunarfræðingur og í raun langaði hana að verða ljósmóðir. Hún elskar dýr, sérstaklega kýr, fugla og hunda enda alin upp á sveitabæ. Sindri Sindrason hitti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, í morgunkaffi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Halla saknar enn Akureyrar þar sem hún var síðast lögreglustjóri en kann þó vel við sig á nýjum stað, Grafarholtinu í Reykjavík. Halla Tók við af Sigríði Björk Guðjónsdóttur í maí á þessu ári. Halla er fædd árið 1969 á Húsavík en flutti til borgarinnar 16 ára til að stunda nám við Menntaskólann við Sund. Þaðan lá leiðin í lögfræði og útskrifaðist hún með embættispróf frá Háskóla Íslands 1995. Eftir það flutti hún til Svíþjóðar þar sem hún lauk LM gráðu í Evrópurétti í Stokkhólmsháskóla. Í dag býr hún ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundi í Grafarholtinu. En af hverju lögfræðin? „Í menntaskóla fór ég í svona valkúrs í lögfræði og það kveikti svona á áhuganum og síðar fór ég í lögfræðina,“ segir Halla en leið hennar lá í áttina að lögreglustarfinu eftir að hún varð fyrst afleysingalögreglukona á Húsavík. Hún segir að vinnustaðurinn sé ekki eins karlægur og hann var hér á árum áður. „Þetta er allt að koma og það eru að koma inn fleiri konur inn í lögregluna. Í dag eru enn fleiri karlmenn en þetta er allt í rétta átt,“ segir Halla en í dag eru karlmenn um sjötíu prósent lögreglumanna á Íslandi. Halla hefur fulla trú á því að hlutföllin jafnist enn meira í framtíðinni. „Á lögreglustöðinni hér í Grafarholtinu eru til að mynda fleiri konur en karlmenn,“ segir Halla en hún segir að lögreglufólk sé almenn sammála um að ekkert sé erfiðara í starfinu en að koma inn á heimili þar sem foreldrar séu að slást og hrædd grátandi börnin feli sig fyrir ástandinu á heimilinu. Upp til hópa gott fólk „Ég man þegar ég fór í fyrsta heimilisofbeldið mitt sem lögreglumaður. Það var bara um miðjan dag í miðri viku og mér fannst það skrýtið því ég hélt að svona gerðist bara á nóttinni þegar menn væru ölvaðir. Börnin grátandi og maður þroskaðist strax um mörg ár að mæta þessu,“ segir Halla og bætir við að stundum hafi hún þurft að taka vinnuna með sér heim og átt í erfiðleikum með þær ömurlegur aðstæður sem hún upplifði í vinnunni. Halla Bergþóra segir lögreglustarfið vera mannlegt starf og að hún vilji þjóna fólki frekar en eitthvað annað. Hún er ekki smeyk við að gera mistök í starfi en er meðvituð um að fylgst sé vel með henni, jafnvel betur nú en áður. Hún segir að innan lögreglunnar sé upp til hópa gott fólk sem sé þarna af sömu ástæðu og hún. Oft verði þó umræðan um störf lögreglunnar óvægin og ósanngjörn segir hún. „Maður þarf líka að hugsa um það að umræðan í fjölmiðlum er af hinu góða og það er líka aðhald.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lögreglan Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp