England og Skotland saman í riðli annað Evrópumótið í röð | Mætast á sama velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 07:00 Árið 1996 mættust Skotland og England á Wembley í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Árið 2021 munu þau gera slíkt hið sama. Shaun Botterill/Allsport Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu frá árinu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. Í gær tryggði Skotland sér þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Sigurinn gat vart verið dramatískari en liðið mætti Serbíu á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 og það var hún einnig eftir framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem David Marshall – 35 ára gamall markvörður Derby County sem situr um þessar mundir á botni ensku B-deildarinar – reyndist hetja Skota. Eftir að fyrstu níu spyrnurnar höfðu sungið í netinu var komið að Aleksandar Mitrović. Þurfti hann að skora til að tryggja bráðabana. Marshall varði og eftir að hafa fengið það staðfest frá dómara leiksins að hann hefði ekki farið með báða fætur af línunni þá hreinlega varð allt vitlaust, Skotlands-megin þar að segja. David Marshall waits for confirmation that Scotland are going to the Euros...pic.twitter.com/HkK7DrqqAU— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2020 Skotland tryggði sér þar með þátttöku á sínu fyrsta stórmóti frá árinu 1998 þegar liðið tók þátt á HM í Frakklandi. Tveimur árum áður hafði liðið verið á EM sem fram fór í Englandi. Það sem meira er, árið 1996 voru Skotland og England saman í riðli – ásamt Hollandi og Sviss. Það sama er upp á teningnum næsta sumar þar sem Skotland og England eru aftur saman í riðli, að þessu sinni ásamt Króatíu og Tékklandi. Þessir fornu fjendur eru því saman í riðli annað Evrópumótið í röð, þó það séu 25 ár á milli móta. Það sem meira er, þau mætast aftur á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga sem staðsettur er í Lundúnum. Völlurinn hefur farið í gegnum miklar breytingar frá því árið 1996 en heitir þó enn sama nafni. Scotland will play England in their second group game of Euro 2020 on June 18 2021.A date for the diary, Scotland fans. — Sky Sports Football (@SkyFootball) November 12, 2020 Stóra spurningin er svo hvort Skotar hefni fyrir tapið frá því 1996. England vann 2-0 þökk sé mörkum frá Alan Shearer og Paul Gascoigne. Í stöðunni 0-0 varði David Seaman - marvörður Englands- vítaspyrnu frá Gary McAllister sem átti heldur betur eftir að snúa leiknum Englandi í dag. Þeir skoruðu tvö mörk í kjölfarið, unnu leikinn og svo síðar meir riðilinn. Að sama skapi sátu Skotar eftir með súrt bragð í munninum. Liðið endaði í 3. sæti riðilsins með fjögur stig líkt og Holland. Bæði lið voru með markatöluna mínus eitt mark en þar sem Hollendingar höfðu skorað fleiri mörk en Skotarnir þá fóru þeir áfram í 8-liða úrslit mótsins. Þá var Gareth Southgate, núverandi þjálfari enska landsliðsins, í byrjunarliði Englands í leiknum. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15 „Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu frá árinu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. Í gær tryggði Skotland sér þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Sigurinn gat vart verið dramatískari en liðið mætti Serbíu á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 og það var hún einnig eftir framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem David Marshall – 35 ára gamall markvörður Derby County sem situr um þessar mundir á botni ensku B-deildarinar – reyndist hetja Skota. Eftir að fyrstu níu spyrnurnar höfðu sungið í netinu var komið að Aleksandar Mitrović. Þurfti hann að skora til að tryggja bráðabana. Marshall varði og eftir að hafa fengið það staðfest frá dómara leiksins að hann hefði ekki farið með báða fætur af línunni þá hreinlega varð allt vitlaust, Skotlands-megin þar að segja. David Marshall waits for confirmation that Scotland are going to the Euros...pic.twitter.com/HkK7DrqqAU— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2020 Skotland tryggði sér þar með þátttöku á sínu fyrsta stórmóti frá árinu 1998 þegar liðið tók þátt á HM í Frakklandi. Tveimur árum áður hafði liðið verið á EM sem fram fór í Englandi. Það sem meira er, árið 1996 voru Skotland og England saman í riðli – ásamt Hollandi og Sviss. Það sama er upp á teningnum næsta sumar þar sem Skotland og England eru aftur saman í riðli, að þessu sinni ásamt Króatíu og Tékklandi. Þessir fornu fjendur eru því saman í riðli annað Evrópumótið í röð, þó það séu 25 ár á milli móta. Það sem meira er, þau mætast aftur á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga sem staðsettur er í Lundúnum. Völlurinn hefur farið í gegnum miklar breytingar frá því árið 1996 en heitir þó enn sama nafni. Scotland will play England in their second group game of Euro 2020 on June 18 2021.A date for the diary, Scotland fans. — Sky Sports Football (@SkyFootball) November 12, 2020 Stóra spurningin er svo hvort Skotar hefni fyrir tapið frá því 1996. England vann 2-0 þökk sé mörkum frá Alan Shearer og Paul Gascoigne. Í stöðunni 0-0 varði David Seaman - marvörður Englands- vítaspyrnu frá Gary McAllister sem átti heldur betur eftir að snúa leiknum Englandi í dag. Þeir skoruðu tvö mörk í kjölfarið, unnu leikinn og svo síðar meir riðilinn. Að sama skapi sátu Skotar eftir með súrt bragð í munninum. Liðið endaði í 3. sæti riðilsins með fjögur stig líkt og Holland. Bæði lið voru með markatöluna mínus eitt mark en þar sem Hollendingar höfðu skorað fleiri mörk en Skotarnir þá fóru þeir áfram í 8-liða úrslit mótsins. Þá var Gareth Southgate, núverandi þjálfari enska landsliðsins, í byrjunarliði Englands í leiknum.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15 „Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15
„Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16