Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 12:55 Skjáskot úr frétte ríkismiðils Eþíópíu sem sýnir stjórnarhermenn í Tigrayhéraði. AP/Ethiopian News Agency Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. Frelsishreyfingu Tigray, sem stjórnar héraðinu, fékk í gær þriggja daga frest til að gefast upp. Erfiðlega hefur gengið að sannreyna fregnir af svæðinu þar sem lokað hefur verið fyrir síma og netsamband þar og aðgangur blaðamanna takmarkaður en samkvæmt frétt BBC er talið að hundruð hafi fallið í átökunum og þúsundir hafi þurft að flýja heimili sín. Nú þegar hafa minnst 33 þúsund flúið til Súdan. Herinn hefur varað um 500 þúsund íbúa borgarinnar Mekelle við því að hún verði umkringd og mögulegar stórskotaliðsárásir muni eiga sér stað. Sjá einnig: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Átökin hófust í ummhafi nóvember en deilur ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu og stjórnaði áður landinu öllu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings hans Eþíópíu og Erítreu, skipaði hernum þann 4. nóvember að hefja sókn gegn Tigray. Sakaði hann Frelsishreyfinguna um að hafa gert árás á herstöð á svæðinu og stela vopnum. Því hafna forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. Það hefur þó stefnt í deilur um mánaða skeið. Íbúar Tigray á flótta til Súdan.AP/Nariman El-Mofty Spennan hefur magnast Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum árið 2018, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Afríkusambandið hafa kallað eftir friðarviðræðum en þau áköll hafa ekki skilað árangri. Í skilaboðum til blaðamanns Reuters fréttaveitunnar segir Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, að þeir muni berjast til hins síðasta fyrir sjálfstjórnarrétti þeirra. Hann heldur því einnig fram að sveitir hreyfingarinnar hafi stöðvað sókn stjórnarhersins. Sögufrægar minjar í hættu Yfirvöld í Eþíópíu saka Frelsishreyfinguna um að hafa gert árásir á flugvöllinn í Aksum, sem er tiltölulega skammt frá Mekelle og er mjög vinsæll ferðamannastaður og á minjaskrá UNESCO. Þar eru fornar rústir og broddsúlur frá fjórðu öld frá gullöld Axumiteveldisins. Þjóðsögur segja að drottningin Shepa hafi búið í Axum og að kirkjan í bænum hafi eitt sinn hýst Sáttmálsörkina. Eþíópía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. Frelsishreyfingu Tigray, sem stjórnar héraðinu, fékk í gær þriggja daga frest til að gefast upp. Erfiðlega hefur gengið að sannreyna fregnir af svæðinu þar sem lokað hefur verið fyrir síma og netsamband þar og aðgangur blaðamanna takmarkaður en samkvæmt frétt BBC er talið að hundruð hafi fallið í átökunum og þúsundir hafi þurft að flýja heimili sín. Nú þegar hafa minnst 33 þúsund flúið til Súdan. Herinn hefur varað um 500 þúsund íbúa borgarinnar Mekelle við því að hún verði umkringd og mögulegar stórskotaliðsárásir muni eiga sér stað. Sjá einnig: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Átökin hófust í ummhafi nóvember en deilur ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu og stjórnaði áður landinu öllu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings hans Eþíópíu og Erítreu, skipaði hernum þann 4. nóvember að hefja sókn gegn Tigray. Sakaði hann Frelsishreyfinguna um að hafa gert árás á herstöð á svæðinu og stela vopnum. Því hafna forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. Það hefur þó stefnt í deilur um mánaða skeið. Íbúar Tigray á flótta til Súdan.AP/Nariman El-Mofty Spennan hefur magnast Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum árið 2018, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Afríkusambandið hafa kallað eftir friðarviðræðum en þau áköll hafa ekki skilað árangri. Í skilaboðum til blaðamanns Reuters fréttaveitunnar segir Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, að þeir muni berjast til hins síðasta fyrir sjálfstjórnarrétti þeirra. Hann heldur því einnig fram að sveitir hreyfingarinnar hafi stöðvað sókn stjórnarhersins. Sögufrægar minjar í hættu Yfirvöld í Eþíópíu saka Frelsishreyfinguna um að hafa gert árásir á flugvöllinn í Aksum, sem er tiltölulega skammt frá Mekelle og er mjög vinsæll ferðamannastaður og á minjaskrá UNESCO. Þar eru fornar rústir og broddsúlur frá fjórðu öld frá gullöld Axumiteveldisins. Þjóðsögur segja að drottningin Shepa hafi búið í Axum og að kirkjan í bænum hafi eitt sinn hýst Sáttmálsörkina.
Eþíópía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira