Lestur er ævilöng iðja Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 17:21 „Lestur er ævilöng iðja,” var yfirskrift kynningar á Læsissáttmála Heimilis og skóla sem vinna hófst við fyrir fimm árum og gefinn var út árið 2016. Fimm ár eru liðin frá því undirritaður var Þjóðarsáttmáli um læsi með það að markmiði að öll börn gætu við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Fulltrúar sveitarfélaga landsins ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum Heimilis og skóla undirrituðu sáttmálann. Markmið hans var og er að efla læsi barna og auka þannig möguleika þeirra til virkrar þátttöku í samfélaginu. Ærið verkefni og langhlaup en ekki sprettur. Með undirritun sáttmálans staðfestu aðilar hans sameiginlegan skilning á mikilvægi læsis til virkrar þátttöku í samfélaginu þannig að hver og einn geti nýtt hæfileika sína samfélaginu öllu til velferðar. Metnaðarfull markmið Ljóst var frá byrjun að markmiðin voru metnaðarfull og að það tæki tíma að ná þeim. Einnig búum við í ört breytilegu samfélagi þar sem tækninýjungar hafa umbylt lífi okkar á ýmsa vegu og nýjasta áskorunin er heimsfaraldur sem hefur óhjákvæmilega áhrif á nám og menntun barna. Hins vegar er brýnt að vekja foreldra og aðra uppalendur til vitundar um mikilvægi þess að börnin þeirra nái góðum tökum á lestri og séu læs á umhverfi sitt. Lestur er grundvallarfærni sem nauðsynlegt er að ná tökum á til að geta tileinkað sér aðra hluti. Hlutverk Menntamálastofnunar var að útbúa skimunarpróf fyrir skóla, aðstoða kennara við að greina niðurstöður mælinga, veita sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf við að ná markmiðum sínum, reka virka upplýsingagátt varðandi læsi og kennslu og að standa fyrir ráðstefnum um læsi. Heimili og skóli – landssamtök foreldra vildu leggja áherslu á að styðja við foreldra þegar kemur að lestrarnámi barna og auka samstarf heimila og skóla um læsi nemenda. Við bjuggum því til Læsissáttmálann í góðu samstarfi við teymi sérfræðinga í lestri og læsi en settur var saman rýnihópur fagfólks við gerð sáttmálans. Í honum eru sex gagnleg ráð sem styðja við lestur barna. Læsissáttmáli Heimilis og skóla Með innleiðingu Læsissáttmála var ætlunin að höfða til samtakamáttar og samábyrgðar foreldra. Sáttmálanum svipar til Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem notið hefur mikilla vinsælda í gegnum árin og er eins konar rammi um uppeldisleg gildi og heilbrigð mörk í því samhengi. Læsissáttmálinn inniheldur sex atriði um lestur og læsi sem rædd eru á fundi bekkjarforeldra með umsjónarkennara. Á fundinum er efni sáttmálans rætt og ítarefni dreift til foreldra þar sem farið er nánar í hvert atriði sáttmálans. Þegar umræður hafa farið fram og foreldrar borið saman bækur sínar um hvað þeim finnst mikilvægt í þessu samhengi og jafnvel lært af hver öðrum er sáttmálinn undirritaður og hengdur upp, yfirleitt í skólastofu barnanna. Þannig eru umræðurnar rammaðar inn á táknrænan hátt og sýnilegar nemendum. Sáttmálanum er þannig ætlað að vera liður í að efla læsi barna á Íslandi og einnig að styrkja samstarf heimila og skóla í landinu. Læsissáttmálinn hefur verið notaður á þann hátt sem lagt var upp með en einnig sem efni í fræðslu og foreldraviðtölum og hefur hann nýst bæði á leik- og grunnskólastigi þó svo upphaflega hafi hann verið hugsaður fyrir fyrstu bekki grunnskóla. Hægt er að skoða sáttmálann á vefsíðu Heimilis og skóla, heimiliogskoli.is. Hvað hefur áunnist? Áhersla og vitund um mikilvægi lesturs og læsis hafa aukist síðastliðin ár og foreldrar virðast almennt meðvitaðri um að fylgja heimalestri eftir og að þeir hafi hlutverki að gegna í þessu samhengi, til dæmis við að vekja áhuga á lestri og við þjálfun. Foreldrar gegna nefnilega lykilhlutverki hvað varðar þjálfun í lestri. Því meiri þjálfun því betri árangur. Einnig hefur verið unnið að því að leiðrétta misskilning til dæmis um lestur fjöltyngdra barna þar sem foreldrum er meðal annars gerð grein fyrir að mikilvægt sé að lesa á sínu móðurmáli og halda áfram að tala, lesa og skrifa á móðurmálinu á sama tíma og færni í íslensku er efld. Sveitarfélögin hafa sett sér markvissa læsisstefnu í samræmi við ákvæði í aðalnámskrá leik- og grunnskóla og ákveðin hafa verið lágmarksviðmið um lestrarhraða.Menntamálastofnun hefur veitt sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf við að ná markmiðum sínum og læsisráðgjafar hafa stutt skóla í sínu umbótaferli og meðal annars útvegað skólum viðeigandi skimunarpróf og aðstoð við að greina niðurstöður mælinga og ákveða aðgerðir í kjölfarið. Í samfélaginu hefur auk þess borið á metnaðarfullum verkefnum og vakningu í kringum lestur og má þar nefna Lestrarátak Ævars vísindamanns, Bókabrölt í Breiðholti, framlag Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, ýmiss konar hvatningarátök hjá bókasöfnum og skólum og svo einnig eldri verkefni eins og stóru og litlu upplestrarkeppnina sem hafa í áraraðir stuðlað að áhuga barna á bókmenntum, upplestri og lestrarfærni. Greina má því skýr samfélagsleg áhrif þess að stjórnvöld og skólasamfélagið allt hafa sett lestur í öndvegi. En hvað segir tölfræðin? Samkvæmt lesfimiprófi Menntamálastofnunar sem lagt var fyrir nemendur í öllum bekkjum grunnskóla í lok árs 2018 jókst lesfimi skólabarna marktækt milli ára. Vísbendingar voru því um að aðgerðir til að auka lestrarfærni og áhuga barna væru að skila árangri. Niðurstöður úr PISA 2018 sýndu hins vegar að íslenskir nemendur væru enn undir væntingum í lesskilningi og læsi á náttúruvísindi en þeir bættu sig hins vegar í læsi á stærðfræði. Aðeins sex lönd innan OECD voru með færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Lesskilningur íslenskra ungmenna var mun minni en ungmenna á Norðurlöndunum og íslenskir drengir hafa dregist aftur úr. Hlutfall nemenda sem ekki náðu grunnhæfni í lesskilningi fór úr 22 prósentum í 26 prósent milli kannana. Hjá drengjum jókst þetta hlutfall úr 29 prósentum í 34 prósent. Samtals voru 18,7% prósent stúlkna og 34,4% drengja undir hæfniþrepi 2 í PISA 2018 og teljast því ekki búa yfir grunnhæfni í lesskilningi. Ekki sá árangur sem vonir stóðu til að yrði. Hins vegar ber að halda því til haga að Þjóðarsáttmáli um læsi kom til framkvæmda á árinu 2016 og þeir nemendur sem tóku þátt í PISA 2018 voru að koma á unglingastig á þeim tíma. Því er vandasamt að meta árangur aðgerða Þjóðarsáttmálans með tilliti til niðurstaðna PISA frá árinu 2018. Auk þess er lífið ekki bara tölfræði. Flókið samspil Ýmislegt hefur verið gert frá því PISA var lagt fyrir 9. bekkinga árið 2018 og því standa vonir til að árangur verði betri í næstu mælingu. Börnum á Íslandi virðist almennt líða vel í íslenskum skólum sem er ekki síst mikilvægt þegar kreppir að en árangur skiptir einnig máli, vellíðan og árangur þurfa að fara saman. Einnig er vert að minna á að miklar samfélagsbreytingar hafa átt sér stað frá því sá árgangur sem tók PISA könnunina árið 2018 fæddist og enn er samfélagið að breytast hratt. Mögulega tekur lengri tíma að sjá árangur af þeim aðgerðum sem ráðist var í fyrir fimm árum. Munið, þetta er langhlaup! Ljóst er þó að ekki tekst að efla læsi barna nema með samhentum aðgerðum allra hlutaðeigandi. Menntayfirvöld, kennarar, foreldrar, atvinnulífið og samfélagið allt þarf hér að leggja sitt af mörkum og í bígerð eru ýmsar breytingar í því samhengi, sumar jafnvel komnar til framkvæmda. Við megum því ekki láta deigan síga og auk þess að leitast við að bæta okkur þurfum við líka að vera dugleg við að nýta þær bjargir sem til eru. Við gerum þetta saman eins og flest allt sem gott er. Það þarf ekki bara þorp heldur heilt samfélag til að ala upp barn. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Börn og uppeldi Íslenska á tækniöld Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
„Lestur er ævilöng iðja,” var yfirskrift kynningar á Læsissáttmála Heimilis og skóla sem vinna hófst við fyrir fimm árum og gefinn var út árið 2016. Fimm ár eru liðin frá því undirritaður var Þjóðarsáttmáli um læsi með það að markmiði að öll börn gætu við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Fulltrúar sveitarfélaga landsins ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum Heimilis og skóla undirrituðu sáttmálann. Markmið hans var og er að efla læsi barna og auka þannig möguleika þeirra til virkrar þátttöku í samfélaginu. Ærið verkefni og langhlaup en ekki sprettur. Með undirritun sáttmálans staðfestu aðilar hans sameiginlegan skilning á mikilvægi læsis til virkrar þátttöku í samfélaginu þannig að hver og einn geti nýtt hæfileika sína samfélaginu öllu til velferðar. Metnaðarfull markmið Ljóst var frá byrjun að markmiðin voru metnaðarfull og að það tæki tíma að ná þeim. Einnig búum við í ört breytilegu samfélagi þar sem tækninýjungar hafa umbylt lífi okkar á ýmsa vegu og nýjasta áskorunin er heimsfaraldur sem hefur óhjákvæmilega áhrif á nám og menntun barna. Hins vegar er brýnt að vekja foreldra og aðra uppalendur til vitundar um mikilvægi þess að börnin þeirra nái góðum tökum á lestri og séu læs á umhverfi sitt. Lestur er grundvallarfærni sem nauðsynlegt er að ná tökum á til að geta tileinkað sér aðra hluti. Hlutverk Menntamálastofnunar var að útbúa skimunarpróf fyrir skóla, aðstoða kennara við að greina niðurstöður mælinga, veita sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf við að ná markmiðum sínum, reka virka upplýsingagátt varðandi læsi og kennslu og að standa fyrir ráðstefnum um læsi. Heimili og skóli – landssamtök foreldra vildu leggja áherslu á að styðja við foreldra þegar kemur að lestrarnámi barna og auka samstarf heimila og skóla um læsi nemenda. Við bjuggum því til Læsissáttmálann í góðu samstarfi við teymi sérfræðinga í lestri og læsi en settur var saman rýnihópur fagfólks við gerð sáttmálans. Í honum eru sex gagnleg ráð sem styðja við lestur barna. Læsissáttmáli Heimilis og skóla Með innleiðingu Læsissáttmála var ætlunin að höfða til samtakamáttar og samábyrgðar foreldra. Sáttmálanum svipar til Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem notið hefur mikilla vinsælda í gegnum árin og er eins konar rammi um uppeldisleg gildi og heilbrigð mörk í því samhengi. Læsissáttmálinn inniheldur sex atriði um lestur og læsi sem rædd eru á fundi bekkjarforeldra með umsjónarkennara. Á fundinum er efni sáttmálans rætt og ítarefni dreift til foreldra þar sem farið er nánar í hvert atriði sáttmálans. Þegar umræður hafa farið fram og foreldrar borið saman bækur sínar um hvað þeim finnst mikilvægt í þessu samhengi og jafnvel lært af hver öðrum er sáttmálinn undirritaður og hengdur upp, yfirleitt í skólastofu barnanna. Þannig eru umræðurnar rammaðar inn á táknrænan hátt og sýnilegar nemendum. Sáttmálanum er þannig ætlað að vera liður í að efla læsi barna á Íslandi og einnig að styrkja samstarf heimila og skóla í landinu. Læsissáttmálinn hefur verið notaður á þann hátt sem lagt var upp með en einnig sem efni í fræðslu og foreldraviðtölum og hefur hann nýst bæði á leik- og grunnskólastigi þó svo upphaflega hafi hann verið hugsaður fyrir fyrstu bekki grunnskóla. Hægt er að skoða sáttmálann á vefsíðu Heimilis og skóla, heimiliogskoli.is. Hvað hefur áunnist? Áhersla og vitund um mikilvægi lesturs og læsis hafa aukist síðastliðin ár og foreldrar virðast almennt meðvitaðri um að fylgja heimalestri eftir og að þeir hafi hlutverki að gegna í þessu samhengi, til dæmis við að vekja áhuga á lestri og við þjálfun. Foreldrar gegna nefnilega lykilhlutverki hvað varðar þjálfun í lestri. Því meiri þjálfun því betri árangur. Einnig hefur verið unnið að því að leiðrétta misskilning til dæmis um lestur fjöltyngdra barna þar sem foreldrum er meðal annars gerð grein fyrir að mikilvægt sé að lesa á sínu móðurmáli og halda áfram að tala, lesa og skrifa á móðurmálinu á sama tíma og færni í íslensku er efld. Sveitarfélögin hafa sett sér markvissa læsisstefnu í samræmi við ákvæði í aðalnámskrá leik- og grunnskóla og ákveðin hafa verið lágmarksviðmið um lestrarhraða.Menntamálastofnun hefur veitt sveitarfélögum stuðning og ráðgjöf við að ná markmiðum sínum og læsisráðgjafar hafa stutt skóla í sínu umbótaferli og meðal annars útvegað skólum viðeigandi skimunarpróf og aðstoð við að greina niðurstöður mælinga og ákveða aðgerðir í kjölfarið. Í samfélaginu hefur auk þess borið á metnaðarfullum verkefnum og vakningu í kringum lestur og má þar nefna Lestrarátak Ævars vísindamanns, Bókabrölt í Breiðholti, framlag Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, ýmiss konar hvatningarátök hjá bókasöfnum og skólum og svo einnig eldri verkefni eins og stóru og litlu upplestrarkeppnina sem hafa í áraraðir stuðlað að áhuga barna á bókmenntum, upplestri og lestrarfærni. Greina má því skýr samfélagsleg áhrif þess að stjórnvöld og skólasamfélagið allt hafa sett lestur í öndvegi. En hvað segir tölfræðin? Samkvæmt lesfimiprófi Menntamálastofnunar sem lagt var fyrir nemendur í öllum bekkjum grunnskóla í lok árs 2018 jókst lesfimi skólabarna marktækt milli ára. Vísbendingar voru því um að aðgerðir til að auka lestrarfærni og áhuga barna væru að skila árangri. Niðurstöður úr PISA 2018 sýndu hins vegar að íslenskir nemendur væru enn undir væntingum í lesskilningi og læsi á náttúruvísindi en þeir bættu sig hins vegar í læsi á stærðfræði. Aðeins sex lönd innan OECD voru með færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Lesskilningur íslenskra ungmenna var mun minni en ungmenna á Norðurlöndunum og íslenskir drengir hafa dregist aftur úr. Hlutfall nemenda sem ekki náðu grunnhæfni í lesskilningi fór úr 22 prósentum í 26 prósent milli kannana. Hjá drengjum jókst þetta hlutfall úr 29 prósentum í 34 prósent. Samtals voru 18,7% prósent stúlkna og 34,4% drengja undir hæfniþrepi 2 í PISA 2018 og teljast því ekki búa yfir grunnhæfni í lesskilningi. Ekki sá árangur sem vonir stóðu til að yrði. Hins vegar ber að halda því til haga að Þjóðarsáttmáli um læsi kom til framkvæmda á árinu 2016 og þeir nemendur sem tóku þátt í PISA 2018 voru að koma á unglingastig á þeim tíma. Því er vandasamt að meta árangur aðgerða Þjóðarsáttmálans með tilliti til niðurstaðna PISA frá árinu 2018. Auk þess er lífið ekki bara tölfræði. Flókið samspil Ýmislegt hefur verið gert frá því PISA var lagt fyrir 9. bekkinga árið 2018 og því standa vonir til að árangur verði betri í næstu mælingu. Börnum á Íslandi virðist almennt líða vel í íslenskum skólum sem er ekki síst mikilvægt þegar kreppir að en árangur skiptir einnig máli, vellíðan og árangur þurfa að fara saman. Einnig er vert að minna á að miklar samfélagsbreytingar hafa átt sér stað frá því sá árgangur sem tók PISA könnunina árið 2018 fæddist og enn er samfélagið að breytast hratt. Mögulega tekur lengri tíma að sjá árangur af þeim aðgerðum sem ráðist var í fyrir fimm árum. Munið, þetta er langhlaup! Ljóst er þó að ekki tekst að efla læsi barna nema með samhentum aðgerðum allra hlutaðeigandi. Menntayfirvöld, kennarar, foreldrar, atvinnulífið og samfélagið allt þarf hér að leggja sitt af mörkum og í bígerð eru ýmsar breytingar í því samhengi, sumar jafnvel komnar til framkvæmda. Við megum því ekki láta deigan síga og auk þess að leitast við að bæta okkur þurfum við líka að vera dugleg við að nýta þær bjargir sem til eru. Við gerum þetta saman eins og flest allt sem gott er. Það þarf ekki bara þorp heldur heilt samfélag til að ala upp barn. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar