Telur tíu ár í að rafmagnsvélar komi í innanlandsflugið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2020 09:07 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair er hluti af samnorrænu samstarfi sem þar sem unnið er að þróun nítján sæta rafmagnsflugvélar. Forstjóri Icelandair segir verkefnið spennandi og mögulegt sé að slík flugvél yrði komin í loftið eftir tíu ár. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ræddi framtíð innanlandsflugs hér á landi í Reykjavík síðdegis í gær en félagið á Air Iceland Connect sem sinnt hefur innanlandsflugi hér á landi. Þar var Bogi meðal annars spurður um afstöðu Icelandair til orkuskipta í flugi. Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. „Við höfum verið í norrænu samstarfi í tengslum við þróunarverkefni á þessu sviði. Þetta er mjög spennandi verkefni að okkar mati og Ísland getur algjörlega smellpassað fyrir vélar þar sem við erum með þessi orkuskipti og jafnvel bara hreinar rafmagnsvélar,“ sagði Bogi. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar hefur sagt að tölur sem nefndin hafi séð gefi til kynna að mikill sparnaður geti hlotist af því að stuðla að orkuskiptum í flugi með tilkomu rafhleðsluvéla og jafn vel flugvéla sem gangi fyrir vetni. Jón nefndi sérstaklega 19 sæta vélar sem gætu nýst vel í innanlandsflugi hér á landi. Icelandair hefur tekið þátt í þessari þróun. „Það er verið að vinna þróun véla, allt að nítján sæta véla og við höfum verið að taka þátt í slíku verkefni eins og ég segi. Það getur verið mjög spennandi vara fyrir innanlandsflugið á Íslandi að vera með 19 sæta vélar, meiri tíðni og ódýrari rekstri. Það er ekki bara eldsneytið sem lækkar, það eru ýmis kerfi í þessum vélum sem eru miklu einfaldari og sá rekstrarkostnaður lækkar líka. En það er talsverð fjárfesting í byrjun í innviðum og vélunum sjálfum en engu að síður þetta er spennandi og við erum að skoða þetta alvarlega,“ sagði Bogi. Jón nefndi að áætlað væri að slíkar vélar gætu komist í gagnið á árunum 2025-2026 en ef marka má orð Boga telur hann að aðeins lengri tíma þurfi til. „Það er ýmislegt sem þarf að klára en það gæti alveg gerst eftir tíu ár, ég myndi skjóta á það, um það bil tíu ár eins og við erum að horfa á þetta núna“ Jón ræddi orkuskipti í flugi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á það viðtal hér fyrir neðan. Umhverfismál Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49 Sameinast um þróun fjölnota 2ja-hreyfla rafmagnsflugvélar Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam og breski hreyflaframleiðandinn Rolls Royce hafa tekið höndum saman um að þróa tveggja hreyfla rafmagnsflugvél. Þau stefna að því að verða fyrst til að koma rafmagnsflugvél af þessari stærð á markað. 1. nóvember 2020 22:19 Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. 17. júní 2020 08:07 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ræddi framtíð innanlandsflugs hér á landi í Reykjavík síðdegis í gær en félagið á Air Iceland Connect sem sinnt hefur innanlandsflugi hér á landi. Þar var Bogi meðal annars spurður um afstöðu Icelandair til orkuskipta í flugi. Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. „Við höfum verið í norrænu samstarfi í tengslum við þróunarverkefni á þessu sviði. Þetta er mjög spennandi verkefni að okkar mati og Ísland getur algjörlega smellpassað fyrir vélar þar sem við erum með þessi orkuskipti og jafnvel bara hreinar rafmagnsvélar,“ sagði Bogi. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar hefur sagt að tölur sem nefndin hafi séð gefi til kynna að mikill sparnaður geti hlotist af því að stuðla að orkuskiptum í flugi með tilkomu rafhleðsluvéla og jafn vel flugvéla sem gangi fyrir vetni. Jón nefndi sérstaklega 19 sæta vélar sem gætu nýst vel í innanlandsflugi hér á landi. Icelandair hefur tekið þátt í þessari þróun. „Það er verið að vinna þróun véla, allt að nítján sæta véla og við höfum verið að taka þátt í slíku verkefni eins og ég segi. Það getur verið mjög spennandi vara fyrir innanlandsflugið á Íslandi að vera með 19 sæta vélar, meiri tíðni og ódýrari rekstri. Það er ekki bara eldsneytið sem lækkar, það eru ýmis kerfi í þessum vélum sem eru miklu einfaldari og sá rekstrarkostnaður lækkar líka. En það er talsverð fjárfesting í byrjun í innviðum og vélunum sjálfum en engu að síður þetta er spennandi og við erum að skoða þetta alvarlega,“ sagði Bogi. Jón nefndi að áætlað væri að slíkar vélar gætu komist í gagnið á árunum 2025-2026 en ef marka má orð Boga telur hann að aðeins lengri tíma þurfi til. „Það er ýmislegt sem þarf að klára en það gæti alveg gerst eftir tíu ár, ég myndi skjóta á það, um það bil tíu ár eins og við erum að horfa á þetta núna“ Jón ræddi orkuskipti í flugi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á það viðtal hér fyrir neðan.
Umhverfismál Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49 Sameinast um þróun fjölnota 2ja-hreyfla rafmagnsflugvélar Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam og breski hreyflaframleiðandinn Rolls Royce hafa tekið höndum saman um að þróa tveggja hreyfla rafmagnsflugvél. Þau stefna að því að verða fyrst til að koma rafmagnsflugvél af þessari stærð á markað. 1. nóvember 2020 22:19 Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. 17. júní 2020 08:07 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49
Sameinast um þróun fjölnota 2ja-hreyfla rafmagnsflugvélar Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam og breski hreyflaframleiðandinn Rolls Royce hafa tekið höndum saman um að þróa tveggja hreyfla rafmagnsflugvél. Þau stefna að því að verða fyrst til að koma rafmagnsflugvél af þessari stærð á markað. 1. nóvember 2020 22:19
Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. 17. júní 2020 08:07
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24