Telja ekki hagsmuni barna að eineltismál séu rekin í fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 12:48 Garðaskóli í Garðabæ. Garðaskóli Bæjarstjóri í Garðabæ segir að í undantekningartilfellum dugi ekki aðgerðaráætlanir í eineltismálum til að leysa mál sem komi upp. Mál sem varði samskiptavandamál geti verið sérstaklega erfið þegar börn eigi í hlut. Þá hafi börn ekki hag af því að slík mál séu rakin í fjölmiðlum. Ríkisútvarpið greindi frá málinu um helgina sem snýr að ungri stúlku í Garðabæ. Foreldrar hennar urðu þess áskynja að henni liði ekki vel í Hofstaðaskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Eftir flutning yfir í Garðaskóla, sem er fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, var svo komið að foreldrar ákváðu að halda henni heima. Hún er nú í heimakennslu og tekur engan þátt í félagsstörfum. Foreldrar barnsins segjast ráðþrota vegna skorts á svörum frá skólanum og bæjaryfirvöldum. Engin bein samskipti við foreldra Foreldrar barnsins segja um eineltismál að ræða á meðan skólayfirvöld vísi til samskiptavanda. RÚV sagði frá því að tilfinningaþrunginn fundur foreldra með skólayfirvöldum hefði farið fram hafi foreldrum verið meinað að hafa samband í tölvupósti eða síma. Öll samskipti fari fram í gegnum millilið. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi bréf til bæjarstjóra Garðabæjar í nóvember og lýsti yfir áhyggjum á því að málið væri komið í þennan farvegi. Ekki samrýmdist lögum að loka á samskipti við foreldra. Þá væri óeðlilegt að málinu hefði verið lokað í júní án þess að fullnægjandi árangur hefði náðst. Lögbundin skylda hvíli á Garðabæ að takast á við vandann. Segir starfsmenn vinna faglega að lausn Jóhann Skagfjörð Magnússon, skólastjóri Garðaskóla, hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem það varði málefni einstakra nemenda. Bæjarstjóri í Garðabæ sendir frá sér tilkynningu í dag þar sem hann svarar gagnrýni á almennum nótum. „Bæði sveitarfélagið og grunnskólar þess leggja ríka áherslu á þá skyldu sína að tryggja á öllum tímum velferð, vellíðan og öryggi allra nemenda í skólanum. Starfsmenn grunnskólanna og sveitarfélagsins leggja sig þannig fram í störfum sínum og vinna faglega að lausn allra þeirra mála sem upp koma í skólasamfélaginu,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri. „Í Garðabæ eru slík mál unnin í samræmi við viðeigandi aðgerðaráætlanir, sem sæta sífelldri endurskoðun. Vinnu eftir slíkum áætlunum er ætlað að tryggja faglega og vandaða málsmeðferð með það að leiðarljósi að ná fram farsælli lausn og tryggja hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga.“ Í undantekningartilfellum dugi það hins vegar því miður ekki til. Málið í vinnslu í ráðuneytinu „Mál er varða samskipti og samskiptavandamál eru sérstaklega erfið og vandmeðfarin, sér í lagi þegar börn eiga í hlut. Eðli slíkra mála er að á þeim geta verið margar hliðar og sæta stöðugri úrvinnslu starfsmanna og annarra fagaðila þar til að viðunandi lausn fæst.“ Þannig hafi starfsmenn grunnskólans og sveitarfélagsins lagt mikla vinnu í að leita leiða til að leysa umrætt mál á öllum stigum þess, og leitað ráðgjafar utanaðkomandi fagaðila, m.a. fagráðs eineltismála. Málið sé og hafi verið í stöðugri vinnslu, m.a. með aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Að öðru leyti vísar sveitarfélagið til þess að það getur ekki tjáð sig opinberlega um einstök mál sem til meðferðar eru og mun því ekki taka þátt frekari fjölmiðlaumfjöllun eða annarri umræðu um málið. Af hálfu Garðabæjar er þó rétt að taka fram að sveitarfélagið telur það ekki hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga, að mál sem þetta sé rekið í fjölmiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að stúlkan hefði hætt í Hofstaðaskóla en það var ekki rétt. Garðabær Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Réttindi barna Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34 Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá málinu um helgina sem snýr að ungri stúlku í Garðabæ. Foreldrar hennar urðu þess áskynja að henni liði ekki vel í Hofstaðaskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Eftir flutning yfir í Garðaskóla, sem er fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, var svo komið að foreldrar ákváðu að halda henni heima. Hún er nú í heimakennslu og tekur engan þátt í félagsstörfum. Foreldrar barnsins segjast ráðþrota vegna skorts á svörum frá skólanum og bæjaryfirvöldum. Engin bein samskipti við foreldra Foreldrar barnsins segja um eineltismál að ræða á meðan skólayfirvöld vísi til samskiptavanda. RÚV sagði frá því að tilfinningaþrunginn fundur foreldra með skólayfirvöldum hefði farið fram hafi foreldrum verið meinað að hafa samband í tölvupósti eða síma. Öll samskipti fari fram í gegnum millilið. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi bréf til bæjarstjóra Garðabæjar í nóvember og lýsti yfir áhyggjum á því að málið væri komið í þennan farvegi. Ekki samrýmdist lögum að loka á samskipti við foreldra. Þá væri óeðlilegt að málinu hefði verið lokað í júní án þess að fullnægjandi árangur hefði náðst. Lögbundin skylda hvíli á Garðabæ að takast á við vandann. Segir starfsmenn vinna faglega að lausn Jóhann Skagfjörð Magnússon, skólastjóri Garðaskóla, hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem það varði málefni einstakra nemenda. Bæjarstjóri í Garðabæ sendir frá sér tilkynningu í dag þar sem hann svarar gagnrýni á almennum nótum. „Bæði sveitarfélagið og grunnskólar þess leggja ríka áherslu á þá skyldu sína að tryggja á öllum tímum velferð, vellíðan og öryggi allra nemenda í skólanum. Starfsmenn grunnskólanna og sveitarfélagsins leggja sig þannig fram í störfum sínum og vinna faglega að lausn allra þeirra mála sem upp koma í skólasamfélaginu,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri. „Í Garðabæ eru slík mál unnin í samræmi við viðeigandi aðgerðaráætlanir, sem sæta sífelldri endurskoðun. Vinnu eftir slíkum áætlunum er ætlað að tryggja faglega og vandaða málsmeðferð með það að leiðarljósi að ná fram farsælli lausn og tryggja hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga.“ Í undantekningartilfellum dugi það hins vegar því miður ekki til. Málið í vinnslu í ráðuneytinu „Mál er varða samskipti og samskiptavandamál eru sérstaklega erfið og vandmeðfarin, sér í lagi þegar börn eiga í hlut. Eðli slíkra mála er að á þeim geta verið margar hliðar og sæta stöðugri úrvinnslu starfsmanna og annarra fagaðila þar til að viðunandi lausn fæst.“ Þannig hafi starfsmenn grunnskólans og sveitarfélagsins lagt mikla vinnu í að leita leiða til að leysa umrætt mál á öllum stigum þess, og leitað ráðgjafar utanaðkomandi fagaðila, m.a. fagráðs eineltismála. Málið sé og hafi verið í stöðugri vinnslu, m.a. með aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Að öðru leyti vísar sveitarfélagið til þess að það getur ekki tjáð sig opinberlega um einstök mál sem til meðferðar eru og mun því ekki taka þátt frekari fjölmiðlaumfjöllun eða annarri umræðu um málið. Af hálfu Garðabæjar er þó rétt að taka fram að sveitarfélagið telur það ekki hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga, að mál sem þetta sé rekið í fjölmiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að stúlkan hefði hætt í Hofstaðaskóla en það var ekki rétt.
Garðabær Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Réttindi barna Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34 Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34