Fær annað tækifæri með Vanderbilt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 13:30 Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar er hún hóf síðari hálfleik í leik Vanderbilt Commodores og Missouri Tigers. Zach Bland/Getty Images Sarah Fuller varð á dögunum fyrsti kvenmaðurinn til að keppa á hæsta stigi háskólaboltans í amerískum fótbolta. Þjálfari liðsins hefur ákveðið að taka Fuller með í næsta leik sem er gegn einu af bestu liðum landsins. Segja má að Sarah Fuller sé að eiga ógleymanlegt lokaár í Vanderbilt-háskólanum. Þar stundar hún nám ásamt því að vera hluti af knattspyrnuliði skólans. Fuller hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri og var varamarkvörður liðsins er tímabilið fór af stað. Hún vann sér inn sæti í liðinu og endaði sem aðalmarkvörður liðsins er liðið vann sinn fyrsta SEC-titil síðan árið 1994. Þegar hún var svo á leiðinni heim yfir þakkargjörðarhátíðina var hún beðin um að mæta á æfingar hjá liði skólans í amerískum fótbolta, íþrótt sem er eingöngu iðkuð af karlmönnum. CHANGING THE GAME Sarah Fuller just became the first woman to play in a Power 5 college football game. @SECNetwork pic.twitter.com/Qq3U6jtica— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Hin 21 árs gamla Fuller hafði sýnt fram á gífurlega sparkgetu og þar sem skólinn er ekki með karlalið í knattspyrnu var leitað til hennar um að fylla stöðu sparkara í síðasta leik þar sem fjöldi leikmanna var frá vegna kórónufaraldursins. Þó svo að leikurinn hafi tapast – eins og allir aðrir leikir Vanderbilt á tímabilinu – þá ákvað þjálfari liðsins að halda Fuller í hópnum. Hefur hún æft með liðinu undanfarið og mun hún ferðast með því í útileik gegn Georgíu-háskóla næstu helgi. „Ef hún er besti möguleikinn okkar í hennar stöðu í leiknum þá mun hún spila,“ sagði Todd Fitch, þjálfari liðsins. Fuller er þriðji kvenmaðurinn til að keppa í háskólaboltanum í amerískum íþróttum en sú fyrsta sem gerir það í hinum svokölluðu Power 5 deildum. Það eru fimm bestu deildir íþróttarinnar innan háskólaboltans. https://t.co/T4U4EJTc00— Megan Rapinoe (@mPinoe) November 29, 2020 Stórstjörnur á borð við Megan Rapinoe, Russell Wilson og LeBron James óskuðu Fuller til hamingju með hennar fyrsta leik. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún skori sín fyrstu stig um helgina. The Guardian greindi frá. NFL Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01 Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Segja má að Sarah Fuller sé að eiga ógleymanlegt lokaár í Vanderbilt-háskólanum. Þar stundar hún nám ásamt því að vera hluti af knattspyrnuliði skólans. Fuller hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri og var varamarkvörður liðsins er tímabilið fór af stað. Hún vann sér inn sæti í liðinu og endaði sem aðalmarkvörður liðsins er liðið vann sinn fyrsta SEC-titil síðan árið 1994. Þegar hún var svo á leiðinni heim yfir þakkargjörðarhátíðina var hún beðin um að mæta á æfingar hjá liði skólans í amerískum fótbolta, íþrótt sem er eingöngu iðkuð af karlmönnum. CHANGING THE GAME Sarah Fuller just became the first woman to play in a Power 5 college football game. @SECNetwork pic.twitter.com/Qq3U6jtica— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Hin 21 árs gamla Fuller hafði sýnt fram á gífurlega sparkgetu og þar sem skólinn er ekki með karlalið í knattspyrnu var leitað til hennar um að fylla stöðu sparkara í síðasta leik þar sem fjöldi leikmanna var frá vegna kórónufaraldursins. Þó svo að leikurinn hafi tapast – eins og allir aðrir leikir Vanderbilt á tímabilinu – þá ákvað þjálfari liðsins að halda Fuller í hópnum. Hefur hún æft með liðinu undanfarið og mun hún ferðast með því í útileik gegn Georgíu-háskóla næstu helgi. „Ef hún er besti möguleikinn okkar í hennar stöðu í leiknum þá mun hún spila,“ sagði Todd Fitch, þjálfari liðsins. Fuller er þriðji kvenmaðurinn til að keppa í háskólaboltanum í amerískum íþróttum en sú fyrsta sem gerir það í hinum svokölluðu Power 5 deildum. Það eru fimm bestu deildir íþróttarinnar innan háskólaboltans. https://t.co/T4U4EJTc00— Megan Rapinoe (@mPinoe) November 29, 2020 Stórstjörnur á borð við Megan Rapinoe, Russell Wilson og LeBron James óskuðu Fuller til hamingju með hennar fyrsta leik. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún skori sín fyrstu stig um helgina. The Guardian greindi frá.
NFL Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01 Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01
Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16