Byggt yrði við hús Súfistans í Hafnarfirði og hann gerður að mathöll Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2020 08:34 Kaffihúsið Súfistinn í Strandgötu í Hafnarfirði. Byggt yrði við húsið vestan- og norðanmegin. Súfistinn Hugmyndir eru uppi um að byggja við Strandgötu 9 í Hafnarfirði, þar sem nú má finna kaffihúsið Súfistann, og breyta jarðhæðinni í litla mathöll. Þá yrði að finna níu smáíbúðir á efri hæðum viðbyggingarinnar. Fyrirspurn um þetta var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hefur skipulags- og byggingarráð tekið jákvætt í erindið. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt hugmyndunum yrði byggt við húsið vestan og norðan við Súfistann. Á jarðhæðinni yrði þá „lítil mathöll með 4-5 veitingastöðum og sameiginlegu rými fyrir 80 gesti.“ Segir að aðgengi að mathöllinni yrði frá Strandgötu og Ráðhústorgi en inngangur fyrir íbúðir – fimm á annarri hæð og fjórar á þeirri þriðju – á bakhlið hússins. Áður hafa verið uppi hugmyndir að byggja við húsið þó að þessi hugmynd myndi fela í sér meira byggingamagn og fleiri íbúðir á efri hæðum. Teikningar af viðbyggingunni á Strandgötu 9 þar sem Súfistann er að finna.KÁRI EIRÍKSSON arkitekt Gæti orðið lyftistöng fyrir mannlífið Í fyrirspurninni segir að mathöllin sé hugsuð sem skemmtileg viðbót í veitingahúsaflóruna í Hafnarfirði, og að hún gæti orðið mikil lyftistöng fyrir mannlífið í miðbænum. „Nokkrir veitingastaðir sem hafa getið sér gott orð, bæði hér í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að vera með í þessu verkefni, og hugmyndin er að bjóða upp á svipaða blöndu veitingastaða og er t.d. á mathöll við Hlemm. Fyrstu drög gera ráð fyrir 2 kjarnastöðum í miðju rými, og 2-3 stöðum sem þurfa minna pláss að auki. Sæti fyrir 85 manns verða í sameiginlegu rými milli veitingastaðanna, og einnig verður gert ráð fyrir take-away. Gert er ráð fyrir að flestir geti fengið eitthvað við sitt hæfi í mathöllinni sem hugmyndin er að blanda saman “fine dining”, kaffihúsi, bakaríi, eðal pizzum og smáréttastöðum í notalegu umhverfi. Vínveitingar verða í húsinu, en afgreiðslutími verður sá sami og á Súfistanum í dag, eða til kl. 11,“ segir í fyrirspurninni. Hafnarfjörður Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fyrirspurn um þetta var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hefur skipulags- og byggingarráð tekið jákvætt í erindið. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt hugmyndunum yrði byggt við húsið vestan og norðan við Súfistann. Á jarðhæðinni yrði þá „lítil mathöll með 4-5 veitingastöðum og sameiginlegu rými fyrir 80 gesti.“ Segir að aðgengi að mathöllinni yrði frá Strandgötu og Ráðhústorgi en inngangur fyrir íbúðir – fimm á annarri hæð og fjórar á þeirri þriðju – á bakhlið hússins. Áður hafa verið uppi hugmyndir að byggja við húsið þó að þessi hugmynd myndi fela í sér meira byggingamagn og fleiri íbúðir á efri hæðum. Teikningar af viðbyggingunni á Strandgötu 9 þar sem Súfistann er að finna.KÁRI EIRÍKSSON arkitekt Gæti orðið lyftistöng fyrir mannlífið Í fyrirspurninni segir að mathöllin sé hugsuð sem skemmtileg viðbót í veitingahúsaflóruna í Hafnarfirði, og að hún gæti orðið mikil lyftistöng fyrir mannlífið í miðbænum. „Nokkrir veitingastaðir sem hafa getið sér gott orð, bæði hér í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að vera með í þessu verkefni, og hugmyndin er að bjóða upp á svipaða blöndu veitingastaða og er t.d. á mathöll við Hlemm. Fyrstu drög gera ráð fyrir 2 kjarnastöðum í miðju rými, og 2-3 stöðum sem þurfa minna pláss að auki. Sæti fyrir 85 manns verða í sameiginlegu rými milli veitingastaðanna, og einnig verður gert ráð fyrir take-away. Gert er ráð fyrir að flestir geti fengið eitthvað við sitt hæfi í mathöllinni sem hugmyndin er að blanda saman “fine dining”, kaffihúsi, bakaríi, eðal pizzum og smáréttastöðum í notalegu umhverfi. Vínveitingar verða í húsinu, en afgreiðslutími verður sá sami og á Súfistanum í dag, eða til kl. 11,“ segir í fyrirspurninni.
Hafnarfjörður Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira