Misstórir reikningar smábarna Katrín Atladóttir skrifar 15. desember 2020 09:00 Vinstri stjórnin í Reykjavíkurborg hefur lofað öllum börnum plássi í leikskóla frá 18 mánaða aldri. Sú er ekki alltaf raunin og mörg börn komast mun síðar að. Loforðið er því innantómt. Foreldrar sem búa í barnmörgum hverfum eða í hverfum með vinsælum leikskólum, þurfa að bíða lengur. Þá skiptir máli hvenær ársins börn eru fædd. Mesta hreyfingin á leikskólaplássum er á haustin þegar elstu börnin hefja nám í grunnskóla. Það þarf að tryggja jafnræði þeirra sem styðjast við dagforeldra og þeirra sem fá pláss í leikskóla. Foreldrar barna hjá dagforeldrum bera töluvert meiri kostnað. Leikskólapláss kostar foreldra um 25 þúsund krónur á mánuði en pláss hjá dagforeldri kostar frá 70 þúsund krónum á mánuði. Það má taka raunverulegt dæmi um barn sem fékk ekki pláss í leikskóla fyrr en 27 mánaða. Foreldrar þessa barns greiddu, að teknu tilliti til sumarfrís, átta mánuðum lengur til dagforeldris en foreldrar barna sem eru fædd á heppilegri tíma á árinu, búa í réttu hverfi eða hafa tækifæri til að vista barn sitt utan hverfis. Þessa átta mánuði greiddu þau rúmum 360 þúsund krónum meira en foreldrar leikskólabarns. Hér ríkir ekkert jafnræði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til á fundi borgarstjórnar í dag að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra vegna barna 18 mánaða og eldri svo kostnaður foreldra verði til samræmis við þau gjöld sem foreldrar greiða í leikskólum borgarinnar. Á meðan borgin getur ekki staðið við loforð sín um leikskólapláss ætti sú tillaga að njóta stuðnings borgarfulltrúa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Vinstri stjórnin í Reykjavíkurborg hefur lofað öllum börnum plássi í leikskóla frá 18 mánaða aldri. Sú er ekki alltaf raunin og mörg börn komast mun síðar að. Loforðið er því innantómt. Foreldrar sem búa í barnmörgum hverfum eða í hverfum með vinsælum leikskólum, þurfa að bíða lengur. Þá skiptir máli hvenær ársins börn eru fædd. Mesta hreyfingin á leikskólaplássum er á haustin þegar elstu börnin hefja nám í grunnskóla. Það þarf að tryggja jafnræði þeirra sem styðjast við dagforeldra og þeirra sem fá pláss í leikskóla. Foreldrar barna hjá dagforeldrum bera töluvert meiri kostnað. Leikskólapláss kostar foreldra um 25 þúsund krónur á mánuði en pláss hjá dagforeldri kostar frá 70 þúsund krónum á mánuði. Það má taka raunverulegt dæmi um barn sem fékk ekki pláss í leikskóla fyrr en 27 mánaða. Foreldrar þessa barns greiddu, að teknu tilliti til sumarfrís, átta mánuðum lengur til dagforeldris en foreldrar barna sem eru fædd á heppilegri tíma á árinu, búa í réttu hverfi eða hafa tækifæri til að vista barn sitt utan hverfis. Þessa átta mánuði greiddu þau rúmum 360 þúsund krónum meira en foreldrar leikskólabarns. Hér ríkir ekkert jafnræði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til á fundi borgarstjórnar í dag að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra vegna barna 18 mánaða og eldri svo kostnaður foreldra verði til samræmis við þau gjöld sem foreldrar greiða í leikskólum borgarinnar. Á meðan borgin getur ekki staðið við loforð sín um leikskólapláss ætti sú tillaga að njóta stuðnings borgarfulltrúa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar