Petersen sýndi allar sínar bestu hliðar þegar hann sigraði Jason Lowe, 4-0. Afríski stríðsmaðurinn, eins og Petersen er stundum kallaður, tapaði bara fimm leggjum og náði níu sinnum 180. Petersen átti einnig glæsilega 160 úttekt þegar hann tryggði sér sigur í þriðja settinu.
!!
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020
Incredible finish from Devon Petersen as he fires in a massive 160 out-shot to take the third set and he leads 3-0! pic.twitter.com/dSJMPg6J0m
Þetta er í þriðja sinn sem Petersen kemst í sextán manna úrslit á HM. Þar mætir hann Gary Anderson.
Gurney bar sigurorð af Chris Dobey, 4-1. Norður-Írinn lék vel í leiknum og var með 101,39 í meðaltal.
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020
Incredible performance from Daryl Gurney who averages 101.39 in a 4-1 victory over Chris Dobey!
Up next Devon Petersen v Jason Lowe pic.twitter.com/vwaUfYRti4
Gurney mætir Vincent van der Voort í sextán manna úrslitunum á morgun.
Í fyrsta leik dagsins vann Bunting James Wade, 4-2, þrátt fyrir að tapa fyrstu tveimur settunum.
Wade náði fyrsta níu pílna leiknum á HM í fimm ár en það dugði skammt.
Í kvöld lýkur 32-manna úrslitunum þegar Dave Chisnall og Danny Noppert eigast við. Sextán manna úrslitin hefjast svo með viðureignum Gabriel Clemons og Krzysztof Ratajski og Michael van Gerwen og Joe Cullen.
Bein útsending frá seinni hluta HM í dag hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 3.

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.