NBA stjarna fór að gráta í kórónuveiruprófinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 11:45 Donovan Mitchell er á sína þriðja tímabili í NBA-deildinni og hefur spilað allan feril sinn með Utah Jazz. Getty/Alex Goodlett Donovan Mitchell, stjörnubakvörður Utah Jazz, var annar NBA-leikmaðurinn sem greindist með kórónuveiruna og hann sagði frá sinni upplifun af veirunni í viðtali við „Good Morning America“ á ABC sjónvarpsstöðinni. Áður en sýni Donovan Mitchell kom út jákvætt þá hafði liðsfélagi hans Rudy Gobert greinst með veiruna sem varð til þess að NBA deildin tók þá risastóru ákvörðun að fresta öllum leikjum í deildinni. „Ég er ekki með nein einkenni og er ekki veikur. Ég gæti farið út á götu og það myndi enginn vita að ég væri veikur ef það væri ekki opinbert að ég væri með veiruna,“ sagði Donovan Mitchell í morgunþætti ABC. Donovan Mitchell er stjörnuleikmaður en í vetur var hann með 24,2 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik og er að hækkað meðalskor sitt á þriðja tímabilinu í röð. Donovan Mitchell says the coronavirus test he took wasn't fun: "I ended up crying" https://t.co/XtacySEms6— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 17, 2020 „Það er það sem er ógnvekjandi við þessa veiru. Það lítur út fyrir að það sé allt í lagi með þig og þú ert í lagi en þú veist aldrei við hverja þú ert að tala og til hverja þeir fara síðan,“ sagði Donovan. „Núna skiptir það mestu máli fyrir mig að halda mig í einangrun og smita ekki aðra. Ég hef engin einkenni sem er sérstöku staða. Ég grínast alltaf með það ef fólk spyr að ég væri tilbúinn í sjö leikja seríu á morgun. Ég er heppin með það,“ sagði Donovan Mitchell en hann er 23 ára gamall og í frábæru formi. "I think that's the scariest part about this virus, is that you may seem fine, be fine and you never know who you may be talking to who they're going home to." https://t.co/H8Wk1aZNBO— Good Morning America (@GMA) March 16, 2020 Donovan Mitchell er ánægður með að hafa farið í sýnatöku og sérstaklega að hún sé afstaðin því það var ekki skemmtilegt upplifun. „Hjá okkur þurfti að taka sýni úr kokinu. Það voru líka verstu fimmtán sekúndurnar sem ég hef upplifað. Ég endaði á því að fara að gráta, það runnu tár niður kinnarnar. Þetta var var mjög sérstakt en ég er feginn að hafa klárað þetta,“ sagði Donovan Mitchell en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Donovan Mitchell, stjörnubakvörður Utah Jazz, var annar NBA-leikmaðurinn sem greindist með kórónuveiruna og hann sagði frá sinni upplifun af veirunni í viðtali við „Good Morning America“ á ABC sjónvarpsstöðinni. Áður en sýni Donovan Mitchell kom út jákvætt þá hafði liðsfélagi hans Rudy Gobert greinst með veiruna sem varð til þess að NBA deildin tók þá risastóru ákvörðun að fresta öllum leikjum í deildinni. „Ég er ekki með nein einkenni og er ekki veikur. Ég gæti farið út á götu og það myndi enginn vita að ég væri veikur ef það væri ekki opinbert að ég væri með veiruna,“ sagði Donovan Mitchell í morgunþætti ABC. Donovan Mitchell er stjörnuleikmaður en í vetur var hann með 24,2 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik og er að hækkað meðalskor sitt á þriðja tímabilinu í röð. Donovan Mitchell says the coronavirus test he took wasn't fun: "I ended up crying" https://t.co/XtacySEms6— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 17, 2020 „Það er það sem er ógnvekjandi við þessa veiru. Það lítur út fyrir að það sé allt í lagi með þig og þú ert í lagi en þú veist aldrei við hverja þú ert að tala og til hverja þeir fara síðan,“ sagði Donovan. „Núna skiptir það mestu máli fyrir mig að halda mig í einangrun og smita ekki aðra. Ég hef engin einkenni sem er sérstöku staða. Ég grínast alltaf með það ef fólk spyr að ég væri tilbúinn í sjö leikja seríu á morgun. Ég er heppin með það,“ sagði Donovan Mitchell en hann er 23 ára gamall og í frábæru formi. "I think that's the scariest part about this virus, is that you may seem fine, be fine and you never know who you may be talking to who they're going home to." https://t.co/H8Wk1aZNBO— Good Morning America (@GMA) March 16, 2020 Donovan Mitchell er ánægður með að hafa farið í sýnatöku og sérstaklega að hún sé afstaðin því það var ekki skemmtilegt upplifun. „Hjá okkur þurfti að taka sýni úr kokinu. Það voru líka verstu fimmtán sekúndurnar sem ég hef upplifað. Ég endaði á því að fara að gráta, það runnu tár niður kinnarnar. Þetta var var mjög sérstakt en ég er feginn að hafa klárað þetta,“ sagði Donovan Mitchell en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira