Tveir menn voru handteknir í Barcelona í morgun þegar þeir keyrðu bíl inn í flugstöð flugvallar borgarinnar. Mennirnir eru sagðir hafa kallað slagorð íslamista þegar þeir keyrðu inn í flugstöðina og sömuleiðis þegar þeir voru handteknir.
Ekki liggur þó fyrir af hverju þeir keyrðu inn í flugstöðina og segist lögreglan ekki útiloka neitt á þessu stigi.
Ef um einhvers konar árásartilraun var að ræða er óhætt að segja að hún hafi verið vanhugsuð. Engan sakaði þegar mennirnir keyrðu inn í flugstöðina enda var hún nánast tóm. Bæði vegna faraldursins og vegna þess að klukkan var einungis fimm að morgni til.
Sprengjusérfræðingar gengu úr skugga um að engin sprengja væri í bílnum. Þá kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í morgun að báðir mennirnir eru frá Albaníu.
Árið 2017 notuðust menn hliðhollir Íslamska ríkinu sendiferðabíl til að keyra á gangandi vegfarendur í miðborg Barcelona.
Continuem treballant amb efectius d'ARRO i Canina en l'incident on un vehicle ha accedit a la zona intermodal. Situació normalitzada a la resta de l'Aeroport pic.twitter.com/1dOBPId1Mv
— Mossos (@mossos) March 20, 2020
Comissari en cap, Eduard Sallent: "Tenim una investigació oberta. No descartem cap hipòtesi en relació a l'incident d'aquest matí a l'Aeroport del Prat" pic.twitter.com/p38iJumFDc
— Mossos (@mossos) March 20, 2020