Vinnueftirlitið sendir út leiðbeiningar á óvissutímum Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2020 13:00 Mikilvægt er að huga að líðan starfsmanna og samstarfsfélaga segir í leiðbeiningum frá Vinnueftirlitinu. Vísir/Getty Vinnueftirlitið sendir nú út leiðbeiningar til fyrirtækja vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur í kjölfar kórónuveirunnar. Segir í leiðbeiningum að þær aðstæður sem uppi eru geti skapað andrúmsloft blandið óvissu og óöryggi. „Þess vegna er mikilvægt að hver og einn hugi að eigin líðan og líðan annarra á vinnustaðnum“ segir meðal annars. Sérstaklega er á það bent að kvíði og fjárhagsáhyggjur geti dregið úr afköstum starfsfólks. Í leiðbeiningum eru stjórnendur hvattir til þess að stuðla að góðu og uppörvandi andrúmslofti og jákvæð samskipti á vinnustaðnum. „Að sýna gott fordæmi, vera til staðar fyrir samstarfsfólk, þegar á þarf að halda, og veita félagslegan stuðning getur virst smávægilegt en er í raun og veru stórt framlag til vinnustaðarins,“ segir í texta. Þá eru stjórnendur eru hvattir til að hafa samráð við starfsfólk um lausnir og úrræði „Mikilvægt er að starfsfólk finni að á það sé hlustað og það hafi möguleika á að taka þátt í ákvörðunum sem varða störf þeirra, ekki síst þegar á móti blæs.“ Huga ber að þeim sem standa höllum fæti Sérstaklega er hvatt til þess að huga að hópum sem standa höllum fæti „Á hverjum vinnustað er einnig brýnt að hugað sé að þeim sem höllum fæti standa af einhverjum ástæðum. Það getur átt við skuldsett fólk, erlenda starfsmenn, fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma, ungt starfsfólk og einstæða foreldra,“ segir í leiðbeiningum. Þar segir jafnframt að taka þurfi tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því að fólk með skerta vinnugetu fái að halda störfum sínum. „Taka ber tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því fólk með skerta vinnugetu fái haldið störfum sínum á vinnumarkaði og komið aftur til starfa eftir slys eða veikindi, hvort sem þau eru andleg og/eða líkamlegs eðlis. Gott er að hafa í huga að jafnvægi sé milli krafna og úrræða á vinnustöðum.“ Áherslur og forvarnir Meðal atriða sem sögð eru mikilvæg að leggja áherslu á er meðal annarra góð upplýsingamiðlun, vandaðir stjórnunarhættir og skilningur. Þá fylgir listi atriða sem tillögur að forvörnum: • Stefna fyrirtækis og hlutverk starfsmanna séu skýr. • Markvissri og ábyrgri upplýsingagjöf þannig að óþarfa óvissu sé eytt. • Starfsmannafundir séu nýttir til að ýta undir uppbyggilega umræðu um stöðu mála og leitað eftir hugmyndum starfsmanna um það sem betur mætti fara. • Höfð sé milliganga um að veita ráðgjöf þeim sem á þurfa að halda. • Vinnan sé skipulögð þannig að kröfur til starfsmanna séu hóflegar, þ.e. hvorki of miklar né of litlar. • Allir starfsmenn hafi tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum og ákvörðunum, sem tengjast heilsu og öryggi á vinnustaðnum, og geti haft frumkvæði að úrbótum. • Á vinnustaðnum sé stuðlað að góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. • Stjórnendur sýni gott fordæmi hvað varðar samskipti og ábyrga stjórnunarhætti. • Hugað sé að vinnu- og hvíldartíma starfsfólks. Afköst og gæði í vinnu aukast ekki samfara lengri vinnutíma. • Stjórnendum og starfsfólki sé veittur félagslegur stuðningur. • Tengsl séu efld milli vinnustaðar og þess samfélags sem hann tilheyrir. Stuðla skal að því að á vinnustaðnum sé stutt við og starfað með samtökum sem vinna að umbótum á sviði heilbrigðis-, félags-, menningarog velferðarmála. Leiðbeiningarnar í heild sinni má lesa hér. Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
Vinnueftirlitið sendir nú út leiðbeiningar til fyrirtækja vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur í kjölfar kórónuveirunnar. Segir í leiðbeiningum að þær aðstæður sem uppi eru geti skapað andrúmsloft blandið óvissu og óöryggi. „Þess vegna er mikilvægt að hver og einn hugi að eigin líðan og líðan annarra á vinnustaðnum“ segir meðal annars. Sérstaklega er á það bent að kvíði og fjárhagsáhyggjur geti dregið úr afköstum starfsfólks. Í leiðbeiningum eru stjórnendur hvattir til þess að stuðla að góðu og uppörvandi andrúmslofti og jákvæð samskipti á vinnustaðnum. „Að sýna gott fordæmi, vera til staðar fyrir samstarfsfólk, þegar á þarf að halda, og veita félagslegan stuðning getur virst smávægilegt en er í raun og veru stórt framlag til vinnustaðarins,“ segir í texta. Þá eru stjórnendur eru hvattir til að hafa samráð við starfsfólk um lausnir og úrræði „Mikilvægt er að starfsfólk finni að á það sé hlustað og það hafi möguleika á að taka þátt í ákvörðunum sem varða störf þeirra, ekki síst þegar á móti blæs.“ Huga ber að þeim sem standa höllum fæti Sérstaklega er hvatt til þess að huga að hópum sem standa höllum fæti „Á hverjum vinnustað er einnig brýnt að hugað sé að þeim sem höllum fæti standa af einhverjum ástæðum. Það getur átt við skuldsett fólk, erlenda starfsmenn, fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma, ungt starfsfólk og einstæða foreldra,“ segir í leiðbeiningum. Þar segir jafnframt að taka þurfi tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því að fólk með skerta vinnugetu fái að halda störfum sínum. „Taka ber tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því fólk með skerta vinnugetu fái haldið störfum sínum á vinnumarkaði og komið aftur til starfa eftir slys eða veikindi, hvort sem þau eru andleg og/eða líkamlegs eðlis. Gott er að hafa í huga að jafnvægi sé milli krafna og úrræða á vinnustöðum.“ Áherslur og forvarnir Meðal atriða sem sögð eru mikilvæg að leggja áherslu á er meðal annarra góð upplýsingamiðlun, vandaðir stjórnunarhættir og skilningur. Þá fylgir listi atriða sem tillögur að forvörnum: • Stefna fyrirtækis og hlutverk starfsmanna séu skýr. • Markvissri og ábyrgri upplýsingagjöf þannig að óþarfa óvissu sé eytt. • Starfsmannafundir séu nýttir til að ýta undir uppbyggilega umræðu um stöðu mála og leitað eftir hugmyndum starfsmanna um það sem betur mætti fara. • Höfð sé milliganga um að veita ráðgjöf þeim sem á þurfa að halda. • Vinnan sé skipulögð þannig að kröfur til starfsmanna séu hóflegar, þ.e. hvorki of miklar né of litlar. • Allir starfsmenn hafi tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum og ákvörðunum, sem tengjast heilsu og öryggi á vinnustaðnum, og geti haft frumkvæði að úrbótum. • Á vinnustaðnum sé stuðlað að góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. • Stjórnendur sýni gott fordæmi hvað varðar samskipti og ábyrga stjórnunarhætti. • Hugað sé að vinnu- og hvíldartíma starfsfólks. Afköst og gæði í vinnu aukast ekki samfara lengri vinnutíma. • Stjórnendum og starfsfólki sé veittur félagslegur stuðningur. • Tengsl séu efld milli vinnustaðar og þess samfélags sem hann tilheyrir. Stuðla skal að því að á vinnustaðnum sé stutt við og starfað með samtökum sem vinna að umbótum á sviði heilbrigðis-, félags-, menningarog velferðarmála. Leiðbeiningarnar í heild sinni má lesa hér.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
„Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00