Traust á óvissutímum Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 24. mars 2020 09:09 Frá því að Covid -19 faraldurinn tók sér bólfestu hér á landi hefur kennarastéttin tekist á við nýtt og breytt hlutverk. Á óvissutímum þurfa allir að leggjast á eitt og þá skiptir miklu máli að huga að börnum, þörfum þeirra og velferð. Við vitum öll að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki og álagið á þá stétt á eftir að aukast enn á næstu vikum. En það þarf einnig að huga að lífinu fyrir utan veikindin og þar eru kennarar í framlínunni. Á svona tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Það má öllum vera ljóst að álagið á kennara er mikið, m.a. vegna breytinga á skólastarfi, óöryggis og hættunni á að smitast af Covid-19, en þeir hafa risið undir nýjum áskorunum á hverjum degi með glæsibrag. Skólastarf hefur verið endurskipulagt í mörgum skólum á stuttum tíma og fjarkennsla verið innleidd, á meðan aðrir skólar hafa skipulagt skólastarf með mikilli hugvitssemi til að standast kröfur sóttvarnalæknis um fjölda og nálægð. Breytingar eiga sér stað á hverjum degi og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við slíkar aðstæður verðum við öll að læra að treysta! Að treysta þeim sem eru að vinna alla daga við að skoða og meta aðstæður og hvetja okkur til þess að gera það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta því að þær upplýsingar sem við fáum séu þær bestu sem tiltækar eru og verði til þess að við gerum það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta okkur sjálfum til þess að gera það sem við þurfum að gera til að halda samfélaginu gangandi og heilbrigðiskerfinu virku. En fyrst og fremst þurfum við að treysta hvert öðru. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að þeir séu að vinna að því að hægja á dreifingu faraldursins og í trausti þess að börn séu ekki í sömu hættu og aðrir að veikjast illa af faraldrinum. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að vinnuframlag þeirra sé mikilvægur liður í því að halda bæði heilbrigðiskrefinu og atvinnulífinu gangandi. Kennarar hafa sýnt það að þeir eru tilbúnir til að leggjast á eitt og vinna sem einn maður til að ná stjórn á þessum vágesti sem kórónuveiran er. Eftir að hafa verið í sambandi við kennara um allt land sem allir eru að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður með gleði, jákvæðni og velferð nemanda að leiðarljósi, hef ég aftur og aftur fyllst miklu stolti af því að tilheyra stétt sem tekst á við nýjar áskoranir af slíku æðruleysi og fagmennsku. Kennarar, takk fyrir ykkar framlag – þið hafið staðið ykkur með miklum sóma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Frá því að Covid -19 faraldurinn tók sér bólfestu hér á landi hefur kennarastéttin tekist á við nýtt og breytt hlutverk. Á óvissutímum þurfa allir að leggjast á eitt og þá skiptir miklu máli að huga að börnum, þörfum þeirra og velferð. Við vitum öll að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki og álagið á þá stétt á eftir að aukast enn á næstu vikum. En það þarf einnig að huga að lífinu fyrir utan veikindin og þar eru kennarar í framlínunni. Á svona tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Það má öllum vera ljóst að álagið á kennara er mikið, m.a. vegna breytinga á skólastarfi, óöryggis og hættunni á að smitast af Covid-19, en þeir hafa risið undir nýjum áskorunum á hverjum degi með glæsibrag. Skólastarf hefur verið endurskipulagt í mörgum skólum á stuttum tíma og fjarkennsla verið innleidd, á meðan aðrir skólar hafa skipulagt skólastarf með mikilli hugvitssemi til að standast kröfur sóttvarnalæknis um fjölda og nálægð. Breytingar eiga sér stað á hverjum degi og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við slíkar aðstæður verðum við öll að læra að treysta! Að treysta þeim sem eru að vinna alla daga við að skoða og meta aðstæður og hvetja okkur til þess að gera það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta því að þær upplýsingar sem við fáum séu þær bestu sem tiltækar eru og verði til þess að við gerum það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta okkur sjálfum til þess að gera það sem við þurfum að gera til að halda samfélaginu gangandi og heilbrigðiskerfinu virku. En fyrst og fremst þurfum við að treysta hvert öðru. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að þeir séu að vinna að því að hægja á dreifingu faraldursins og í trausti þess að börn séu ekki í sömu hættu og aðrir að veikjast illa af faraldrinum. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að vinnuframlag þeirra sé mikilvægur liður í því að halda bæði heilbrigðiskrefinu og atvinnulífinu gangandi. Kennarar hafa sýnt það að þeir eru tilbúnir til að leggjast á eitt og vinna sem einn maður til að ná stjórn á þessum vágesti sem kórónuveiran er. Eftir að hafa verið í sambandi við kennara um allt land sem allir eru að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður með gleði, jákvæðni og velferð nemanda að leiðarljósi, hef ég aftur og aftur fyllst miklu stolti af því að tilheyra stétt sem tekst á við nýjar áskoranir af slíku æðruleysi og fagmennsku. Kennarar, takk fyrir ykkar framlag – þið hafið staðið ykkur með miklum sóma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun