Var búinn að samþykkja að fara til Liverpool en endaði hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 14:00 Teddy Sherringham fagnar sigri í Meistaradeildinni 1999 með þeim Nicky Butt, Ole Gunnar Solskjær og Dwight Yorke. United liðið var þá að vinna sinn þriðja stóra titil á tíu dögum. Getty/Alexander Hassenstein Teddy Sheringham átti stóran þátt í því að Manchester United vann þrennuna tímabilið 1998-99 en hann hafði getað endað hjá Liverpool frekar en United. Í ljós hefur komið að Teddy Sheringham var mjög nálægt því að fara til Liverpool þegar Manchester United keypti hann frá Tottenham í júní 1997. Manchester United var þarna að leita að eftirmanni Eric Cantona sem hafði óvænt sett fótboltaskóna upp á hillu. Teddy Sheringham agreed to join Liverpool before sealing Man Utd transfer https://t.co/SC5X1sM5Al pic.twitter.com/XUS2HseyYS— Mirror Football (@MirrorFootball) March 24, 2020 The Athletic hefur grafið það upp að Teddy Sheringham var þetta sumar búinn að samþykkja að fara til Liverpool og hafði meira að segja gengið frá persónulegum samningi sínum við félagið. Knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma var Roy Evans. Það fór hins vegar svo að Teddy Sheringham endaði á Old Trafford og það má skrifa eingöngu á stjórn Liverpool. Knattspyrnustjórinn Roy Evans var þarna að leita að manni til að spila frammi með Robbie Fowler. Stjórn Liverpool liðsins komst hins vegar að því að hinn 31 árs gamli Sheringham væri of gamall og hætti við kaupin. Sheringham átti heldur betur eftir að afsanna það. Hann skoraði 46 mörk í 153 leikjum með Manchester United og spilaði síðan með Tottenham, Portsmouth, West Ham og Colchester áður en skórnir fóru upp á hillu. 22 - Teddy Sheringham won the Golden Boot in the first ever Premier League campaign, and is the only player to have won the award while scoring for more than one club in the season (1 for @NFFC, 21 for @SpursOfficial). Leader. #OptaPLSeasons pic.twitter.com/VHpdJCNubx— OptaJoe (@OptaJoe) March 23, 2020 Liverpool keypti frekar þýska framherjann Karl-Heinz Riedle frá Borussia Dortmund sem var samt tveimur árum eldri en Sheringham. Þetta 1997-98 tímabil sló hinn átján ára gamli Michael Owen í gegn á Anfield með 18 mörkum í 36 leikjum. Teddy Sheringham vann þrefalt með Manchester United vorið 1999 og alls sjö titla með félaginu. United tryggði sér alla þrjá titlana 1998-99 með því að vinna þrjá leiki á tíu dögum. Teddy Sheringham skoraði þá fyrsta markið í 2-0 sigri á Newcastle í bikarúrslitaleiknum og var bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
Teddy Sheringham átti stóran þátt í því að Manchester United vann þrennuna tímabilið 1998-99 en hann hafði getað endað hjá Liverpool frekar en United. Í ljós hefur komið að Teddy Sheringham var mjög nálægt því að fara til Liverpool þegar Manchester United keypti hann frá Tottenham í júní 1997. Manchester United var þarna að leita að eftirmanni Eric Cantona sem hafði óvænt sett fótboltaskóna upp á hillu. Teddy Sheringham agreed to join Liverpool before sealing Man Utd transfer https://t.co/SC5X1sM5Al pic.twitter.com/XUS2HseyYS— Mirror Football (@MirrorFootball) March 24, 2020 The Athletic hefur grafið það upp að Teddy Sheringham var þetta sumar búinn að samþykkja að fara til Liverpool og hafði meira að segja gengið frá persónulegum samningi sínum við félagið. Knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma var Roy Evans. Það fór hins vegar svo að Teddy Sheringham endaði á Old Trafford og það má skrifa eingöngu á stjórn Liverpool. Knattspyrnustjórinn Roy Evans var þarna að leita að manni til að spila frammi með Robbie Fowler. Stjórn Liverpool liðsins komst hins vegar að því að hinn 31 árs gamli Sheringham væri of gamall og hætti við kaupin. Sheringham átti heldur betur eftir að afsanna það. Hann skoraði 46 mörk í 153 leikjum með Manchester United og spilaði síðan með Tottenham, Portsmouth, West Ham og Colchester áður en skórnir fóru upp á hillu. 22 - Teddy Sheringham won the Golden Boot in the first ever Premier League campaign, and is the only player to have won the award while scoring for more than one club in the season (1 for @NFFC, 21 for @SpursOfficial). Leader. #OptaPLSeasons pic.twitter.com/VHpdJCNubx— OptaJoe (@OptaJoe) March 23, 2020 Liverpool keypti frekar þýska framherjann Karl-Heinz Riedle frá Borussia Dortmund sem var samt tveimur árum eldri en Sheringham. Þetta 1997-98 tímabil sló hinn átján ára gamli Michael Owen í gegn á Anfield með 18 mörkum í 36 leikjum. Teddy Sheringham vann þrefalt með Manchester United vorið 1999 og alls sjö titla með félaginu. United tryggði sér alla þrjá titlana 1998-99 með því að vinna þrjá leiki á tíu dögum. Teddy Sheringham skoraði þá fyrsta markið í 2-0 sigri á Newcastle í bikarúrslitaleiknum og var bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira